Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 47
10. mynd. Gasrás upp gegnum gosmalardyngjuna á 9. mynd. - Degassing pipe, phreatic explosion pit in the pyroclastic deposits. Mynd/photo Jón Jónsson. Upptökin eru greinilega inni í gígnum. Þetta hygg ég vera ösku- og grjótflóð myndað sem steypiflóð út frá gosmekki sem orðið hefur til í rniklum sprengingum, en gosið orðið í líklega alldjúpu vatni. Efnið þeytist þá upp en þegar sprengi- kraftinn þrýtur steypist fyrst grófara efnið niður og úr verður grjót- og öskuflóð sem æðir niður gíginn að utanverðu, en nokkuð fellur til baka ofan í gíginn aftur. Á fyrri hluta Surtseyjargossins mátti sjá svona fyrirbæri nánast eftir hverja sprengingu, en í öllum þeim fjölda mynda sem tekinn var af þvi gosi hefur mér ekki tekist að fínna neina sem sýnir þetta vel. Víst er þó að þetta skeði við flestar þær sprengingar sem ég horfði á frá „Maríu Júlíu“ í það eina sinn sem mér auðnaðist að horfa á Surts- eyjargosið úr rýmilegri fjarlægð. Ljóst er að þessi umræddi geysistóri gígur hefur hlaðist hratt upp í þéttum sprengingum og mikil dyngja fastra gosefna orðið til. Að sjálfsögðu hefur hitinn verið hár í slíkri dyngju, en það hefur orðið til þess að gas og vatnsgufa sprengdu rásir upp gegnum þessi lög. Sjást þær rásir á gígnum utan- verðum, þar er hringlaga laut um 30 m í þvermál og um 6-8 m djúp að áætlað var, en snjór var á botninum, og önnur minni rétt við gígbarm (10. mynd). Þama vottar fyrir hrauntröðum út undan gosmalar- dyngjunni og því gæti stærri lægðin verið upp af hraunrás, helli. Ætla má að fleiri slíkar myndanir geti þama verið, en tími minn til að leita að slíku var takmarkaður. Því má svo skjóta hér inn í að grjót- og öskuflóð með svona gasrásum (degassing pipes) er til staðar við Leiðólfsfell, en líklega er það myndað öðmvísi. Bíður það síðari frásagnar. Gígasvæði þetta er röskur kílómetri þvert yfír og við norðurrönd þess em tveir gígir sem óvíst er hvort eru gos- eða gervigígir, en hvort heldur er þá er ljóst að þeir eru gamlir. Um 250 m fyrir norðan norðurenda þessa stóra öskugígs rís snarbrattur, mjög reglu- legur gigur og hinn fegursti í Austurgjánni. Vestan frá séð hefur þessi gígur svo ákveðna byrðu- eða kistulögun að ég tel 125
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.