Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 55
1. mynd. Kjarnabrot halastjömunnar SL9 í halarófu á leið sinni að Júpíter. Myndin er samsett úr tveimur myndum sem teknar voru með Hubble- sjónaukanum með sólarhrings millibili í maí 1994, tveimur mánuðum fyrir árekstrana. Lengd brota- keðjunnar á þessum tíma var rúmlega ein milljón kílómetra. Dökki bletturinn á yfirborði Júpíters er skuggi tunglsins Jó sem einnig má greina lítið eitt ofar til hœgri. Hlutföll i myndinni eru ekki nákvœm. Mynd Geimferðastofnun Bandaríkjanna (Jet Pro- pulsion Laboratory’). var um að ræða röð kjama sem reyndust alls 21 að tölu. Þá kom einnig í ljós að halastjarnan var á braut um Júpíter en ekki sólina eins og algengast er. Slíkt er þó hvorki óþekkt né heldur það að upphaflegi kjaminn virðist hafa brotnað upp í smærri hluta. ÁREKSTUR YFIRVOFANDI Það kom hins vegar verulega á óvart að braut halastjömunnar um Júpíter hafði aflagast svo mjög að sýnilegt þótti að kjamabrotin myndu rekast á reikistjömuna í júlímánuði 1994. Nákvæmari mæl- ingar næstu mánuðina, sem og ítar- legir útreikningar á braut hala- stjömunnar, staðfestu svo þetta (sjá 1. mynd). í stuttri grein sem höf- undur tók saman og birtist í Nátt- úrufræðingnum í janúar sl. var byggt á gögnum frá haustmánuðum 1993. Á þeim tíma vantaði nokkuð upp á að brautin væri þekkt með nægjanlegri nákvæmni. Þar skeikar því allt að tveimur dögum í dag- setningu árekstranna. 1 apríl 1994 var braut halastjörnunnar hins vegar það vel þekkt að menn treystu sér til að segja fyrir um árekstrartíma brotanna allra með nákvæmni upp á 5 til 20 mínútur. Það fyrsta átti að rekast á Júpíter rétt fyrir kl. 20 þann 16. júlí og það síðasta rétt fyrir kl. 8 þann 22. júlí. Áhrif og afleiðingar Jafnskjótt fóru menn að reyna að gera sér grein fyrir afleiðingum slíkra árekstra. Hvaða áhrif myndu þeir hafa á Júpíter? Væri hægt að nota þá til að kanna innri gerð reikistjörnunnar? Bjartsýnustu menn spáðu gífurlegum sprengingum, að strókar frá sprengingunni næðu þúsundir kílómetra út í geiminn og að sjá mætti gárur á yfírborði reikistjömunnar í langan tíma á eftir. Aðrir héldu því fram að efni halastjömunnar væri fremur laust í sér og því myndi áreksturinn ekki verða mjög tilkomumikill, jafnvel að ekkert sérstakt myndi sjást (Weissman 1994). Allir voru þó á einu máli um að hér væri á ferðinni einstakt tækifæri til að rannsaka hvort tveggja í senn, eiginleika halastjarna og einnig ýmsa eiginleika lofthjúps Júpíters og jafnvel innri gerð að einhverju marki (Beatty & Levy 1994). Áætlanir um notkun sjónauka af öllum 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.