Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 58
4. mynd. Þetta er hitamynd sem tekin var í Calar Alto stjörnu- athugunarstöðinni á Spáni þann 19. júlí, þegar um helm- ingur brotanna hafði fallið. Arekstrarstaðirnir eru heitir og bjartir i samanburði við um- hverfið. Vegna snúnings reiki- stjörnunnar lentu brotin ekki öll á sama staðnum, heldur dreifð- ust nánast eftir sama breiddar- baugnum á yfirborðinu. Mynd Calar Alto Observatory. talinn vera eins konar háþrýstisvæði í gufuhvolfi Júpíters og er að þvennáli mun stærri en jörðin. Stærstu dökku blettimir á Júpíter eru álíka stórir og stóri rauði blett- urinn en heldur sunnar. Vegna snúnings reikistjömunnar lentu brotin ekki öll á sama staðnum heldur dreifðust nánast eftir sama breiddarbaugnum á yfírborðinu, eins og vel sést á 4. mynd. Nokkra furðu hefur vakið að árekstrar- staðimir sem eru heitir og bjartir á hita- myndum eru mjög dökkir að sjá á myndum sem teknar eru á sýnilega sviðinu (Chap- man 1994). Þetta sést vel á 5. mynd. Ekki hefur enn fengist viðhlítandi skýring á þessum dökku blettum en talið er að orsak- anna sé að leita í eiginleikum gufuhvolfs- ins. Ef vatnsís er eitt aðalefnið í halastjöm- um hefði ísinn átt að bráðna þegar kjama- brotin skullu á Júpíter og litrófslínur vatns- sameindanna þá hugsanlega orðið mælan- legar. Mælingar hafa nú staðfest að vatn var til staðar í SL9, en vatn hafði áður fundist með vissu í halastjömu Halleys. Það þykir alltaf sæta nokkrum tíðindum er vatn finnst utan jarðarinnar. Við árekstrana varð einnig mælanleg aukning á norðurljósavirkni á Júpíter, en Júpíter hefúr sterkast segulsvið allra reiki- stjarnanna. Líklegast er talið að við árekstrana hafí myndast hraðfara hlaðnar agnir sem ferðast samsíða segulsviðs- linunum (West 1994). Fram til þessa hafa fregnir af árekstr- unum nánast eingöngu verið á formi fyrirbæralýsinga, en mikil vinna bíður stjarnvísindamanna á næstu mánuðum og árum við að samhæfa og túlka mæling- arnar. Þó að árekstramir hafí verið til- komumiklir fyrir augað hafa vísindamenn fyrst og fremst áhuga á að átta sig á eiginleikum efnisins í halastjömunni, áhrifum árekstranna á Júpíter og eðlis- fræðilegri lúlkun mælinganna. Sem dæmi um magn mæligagna sem vinna þarf úr má nefna að sérstakt hitamyndamælitæki Evrópsku stjörnustöðvarinnar (ESO) tók 120.000 myndir af atburðunum. Áætlað hefur verið að alls hafí tugum eða hundruðum gígabæta af gögnum verið safnað þessa viðburðaríku viku. Þá er athyglisvert að áhugamenn um stjörnu- fræði tóku virkan þátt í athugunum og ljós- myndunum á Júpíter (og gera enn) og er öruggt að þeirra athuganir munu einnig nýtast við greiningu og túlkun þessarra mikilfenglegu atburða. 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.