Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 59
5. mynd. Arekstrarstaðirnir eru dökkir á að líta. Myndin var tekin með Hubble-sjónaukan- um undir lok júlí og er í réttum litum. Svo sem sjá má eru dökku blettirnir mjög áberandi þó svo að hinir stærstu séu ekki allir inni á þessari mynd. Dökki bletturinn sem myndaðist við árekstur sjöunda brotsins og um er getið að framan er við jaðar reikistjörnunnar efst til hœgri á myndinni. Ef myndin prentast vel má sjá hversu mikil stœrð hans er. Mynd Geimferðastofnun Bandaríkjanna (Jet Propulsion Laboratoiy). MÓÐIR jÖRÐ ER EKKI ÓHULT Fyrirfram töldu menn að árekstrar liala- stjörnunnar SL9 við Júpíter myndu engin áhrif hafa hér á jörðinni og vissulega var það rétt. Þeir færðu mönnum þó sönnur á að slíkir árekstrar við jörðina eru mögu- legir. Ummerki eftir árekstra loftsteina eru vel þekkt á jörðinni og útdauði risaeðlanna m.a. rakinn til slíks áreksturs (Haraldur Siguðsson 1993). Þá hefur Steinar Þór Guðlaugsson (sjá grein í þessu hefti) nýlega uppgötvað stórt far, sem gæti verið eftir loftstein eða halastjömu, undir botni Barentshafs. Þann 30. júní árið 1908 varð gífurleg sprenging yfir Tunguska í Síbiríu og felldi hún tré á rúmlega 2000 fer- kílómetra svæði. Talið er að þar hafi verið á ferðinni lítið brot úr halastjörnu eða loftsteinn. Hann hefur líklega verið nokkrir tugir metra í þvermál og um 100.000 tonn. Hann sprakk í um 6 km hæð með sprengi- krafti sem svarar til um 2000 Hiroshima- kjarnasprengja og hlutir hristust í meira en 800 km fjarlægð frá staðnum. Sem betur fer gerðist þetta yfír strjálbýlum svæðum Síbiríu og því varð manntjón fremur lítið, 137

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.