Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 60
en nokkrir hirðingjar létust og allmargar hreindýrahjarðir þeirra brunnu upp í sprengingunni (Gallant 1994). 1 framhaldi af slíkum atburðum, en þó sér í lagi vegna áreksturs SL9 við Júpíter, hefur Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, fyrir atbeina Bandaríkjaþings, skipað nefnd sem reyna á að kortleggja og spá fyrir um slíka árekstra við jörðina. I nefnd þessari á meðal annarra sæti Dr. Eugene Shoemaker, einn af þeim er fúndu halastjömuna Shoe- maker-Levy 9, halastjömuna sem ekki er lengur til. Úrvinnsla mun taka mörg ár Mörg ár mun taka að vinna úr þeim aragrúa upplýsinga sem söfnuðust þessa viku í júlí, en reikna má með að á næstu mánuðum verði fyrstu niðurstöður mælinganna kynntar í vís- indatímaritum. Þegar grein þessi er rituð hefur lítið sem ekkert verið birt og því var höfundi nokkur vandi á höndum við upplýsingaöflun. Þess skal því getið að mikið af því sem hér er tínt til er fengið í gegnum tölvunetið Intemet, en í gegnum það fór samhæfíng mælinganna fram að hluta, svo og fyrstu umræður um at- burðina. Þá setti Geimferðastofnun Banda- ríkjanna (NASA) upp tölvu sem sá um að dreifa myndum og upplýsingum um árekstr- ana jafnóðum og þær bárust. Myndirnar sem hér birtast voru fengnar á tölvutæku formi i gegnum netið og sendar á því formi til prent- smiðju. Án efa hefur Internet mjög flýtt fyrir dreifingu gagna um atburðina og orðið til þess að grein um þá birtist nú á íslensku, mun fyrr en annars hefði orðið. ■ heimildir Beatty, J.K. & D.H. Levy 1994. Awaiting the Crash - Part II. Sky & Telescope, júlí 1994. Chapman, C.R. 1994. Dazzling Demise of a Comet. Nature 370. 245-246. Gallant, R.A. 1994. Joumey to Tunguska. Sky & Telescope, júlí 1994. Gunnlaugur Björnsson 1994. Halastjarnan Shoemaker-Levy 9. Náttúrufrœðingurinn 63. 200. Haraldur Sigurðsson 1993. Halastjömur og loftsteinar: Oboðnir gestir utan úr geimnum valda ragnarökum. Náttúrufrœðingurinn 62. 45-62. Levy, D.H. 1993. Pearls on a String. Sky & Tel- escope, júní 1993. Weissman, P. 1994. The Big Fizzle is Coming. Nature 370. 94. West, R.M. 1994. Comet Shoemaker-Levy 9 Collides with Jupiter: The Continuation of a unique experience. ESO Messenger, sept- ember 1994. PÓSTFANG HÖFUNDAR Gunnlaugur Björnsson Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 3 107 REYKJAVÍK 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.