Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 62
1. tafla. Tíu tegundir ánamaðka hafa fundist á Islandi og
deilast þœr á sjö ættkvíslir.
Latneskt heiti íslenskt heiti
Aporrectodea caliginosa (Savigny) grááni
Aporrectodea longa Ude langáni
Aporrectodea rosea (Savigny) rauðáni
Dendrobaena octaedra (Savigny) mosaáni
Dendrodrilus rubidus (Savigny) svarðáni
Eisenia J'etida (Savigny) haugáni
Eiseniella tetraedra (Savigny) votáni
Lumbricus rubellus Hoffmeister taðáni
Lumbricus terrestris Linnaeus stóráni
Octolacion cyaneum (Savigny) blááni
sem ánamaðkar eru auglýstir
í beitu fyrir stangveiðimenn.
En þeir eru til fleiri hluta
nytsamir og gera miklu
meira gagn á annan hátt,
einkum með þvi að auka
frjósemi jarðvegs.
■ RANNSÓKNIR
DARWINS
Áður fyrr voru ánamaðkar
litnir hornauga og taldir lifa
á rótum plantna og vera hinir
mestu skaðvaldar. Seint á
18. öld voru menn þó farnir
að gera sér grein fyrir að ánamaðkar gerðu
eitthvert gagn, en það þurfti náttúrufræð-
ing á borð við Charles Darwin til að vekja
athygli á mikilvægi ánamaðka. Árið 1881,
eftir áratuga rannsóknir, gaf hann út mikið
rit um ánamaðka og áhrif þeirra á jarð-
veginn, „The formation of vegetable
mould through the action of worms“ (Dar-
win 1881). Ritið átti stóran þátt í að breyta
hugarfari fólks í garð ánamaðka. Darwin
var einn brautryðjenda í skrifum um ána-
maðka og gerði fyrstur vísindalegar rann-
sóknir á tengslum ánamaðka við niðurbrot
lífræns efnis og myndun jarðvegs. Má hann
því teljast upphafsmaður að jarðvegs-
vistfræði.
Eftir seinni heimstyrjöldina dofnaði
áhugi manna á ánamöðkum er farið var að
framleiða ódýran tilbúinn áburð i miklum
mæli og stórvirkar ræktunaraðferðir komu
til sögunnar. Það er ekki fyrr en á síðustu
20 árum sem áhugi vaknar aftur á þessum
mikilvæga dýrahópi.
■ ánamaðkur-
HINN DÖKKI MAÐKUR
Á sumum erlendum tungumálum draga
ánamaðkar nafn sitt af aðstæðum þegar
þeirra verður hclst vart. Má þar nefna regn-
orma eða „regnorme" á dönsku, daggar-
maðka eða „daggmasWá sænsku. Ensku-
mælandi þjóðir hafa gefíð þeim nafin af
umhverfi þeirra og nefna þá jarðorma eða
„earthworms“.
Orðið ánamaðkur er sennilega alíslenskt
orð. í elstu íslensku heimildinni um ána-
maðka, De mirabilis Islandiae eftir Gísla
Oddsson 1638, eru nefndir ánumaðkar
(Backlund 1949) sem samkvæmt íslenskri
orðsiljabók Ásgeirs Blöndals Magnússon-
ar (1989) er talin afbökun úr ámumaðkur.
Þar kemur einnig fram að orðið ámr þýði
dökkleitur og sé skylt orðinu om eða ryð
en upphafleg merking sé sennilega
ryðbrúnn. Þess má einnig geta að í bókinni
Hugtök og heiti í norrænni goðafræði
(Simek 1993) kemur fyrir tröllkonuheitið
Áma sem þýðir hin dökka.
Jónatan Hermannsson (1994, munnleg
heimild) hefur bent á að þeir ormar sem
menn voru helst í návígi við og þekktu best
hafí einkum verið hvítar lirfur maðkaflug-
unnar í hræjum og húsflugunnar í mykju.
Einnig hafí hvítir ormar er lifðu sem sníkl-
ar í búfé og mönnum verið vel þekktir.
Ánamaðkar séu hins vegar flestir dökk-
lcitir og íslendingar hafi gefið þeim nafn af
útliti þeirra.
■ tegundir
Ánamaðkar tilheyra fylkingu liðorma
(Annelida). Um 3000 tegundir ánamaðka
hafa fundist í heiminum og fleiri eiga
eflaust eftir að koma í leitirnar. Á íslandi
140