Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 63
2. mynd. Taðáni ('Lumbricus rubellus) til vinstri og grááni (Aporrectodea caliginosaj til hœgri. Kynþroska ánamaðkar. Beltið sést vel á framhluta þeirra. Ljósm. Hólmfríður Sigurðardóttir. eru að minnsta kosti 10 tegundir ánamaðka sem allar tilheyra ættinni Lumbricidae. Til fróðleiks má nefna að á Norðurlöndunum hafa fundist tæplega 20 tegundir (Back- lund 1949, Bjami E. Guðleifsson og Rögnvaldur Ólafsson 1981, Andersen 1983). Ættin Lumbricidae er einkennandi fyrir Evrópu, Vestur-Asíu og hluta af Norður- Ameríku. Hún hefur breiðst út með ný- lendubúum til Norður-Ameríku, Indlands, Nýja-Sjálands og Suður-Afríku. Aðrar ættir eru útbreiddar í Mið- og Suður- Ameríku og í Ástralíu en tegundir sem tilheyra þeim geta orðið um 1-1,5 m á lengd (Lee 1985). Bjami E. Guðleifsson á Möðruvöllum hefur gefið flestum íslensku tegundunum heiti eftir útliti og því umhverfi sem þær finnast í. I nafngiftum sínum hefúr Bjami notað orðið áni sem er stytting af orðinu ánamaðkur. Er það þjált í munni og fer vel (1. tafla). Stóráni, eða skoti í daglegu tali, er stærsta tegund ánamaðka sem fúndist hefúr hérlendis og er hún eftirsótt í beitu. Taðáni og grááni eru algengar tegundir í túnum og görðum. Sjást þær oft skríða um stéttar í vætutíð. Smávaxnar tegundir eins og mosaáni og svarðáni finnast einkum í út- haga. ■ líkamsbygging Ánamaðka má þekkja á því að þeir era lið- skiptir. Húðin er mjúk og skipt með grunn- um þverskorum í fjölmarga liði. Hjá mörg- um tegundum breytist fjöldi liða yfirleitt ekki þegar ánamaðkurinn vex og þroskast, en fjöldi liða getur verið breytilegur milli einstaklinga sömu tegundar. Bygging ána- maðka er einföld og tekur litlum breyt- ingum með þroska. Þeir eru sívalir, nema aftast þar sem búkurinn er dálítið flatvax- inn (2. mynd). Ánamaðkurinn er í raun byggður upp eins og tvö rör þar sem annað rörið, þarmurinn, er inni í hinu, líkams- veggnum, með vökvafylltu holrými á milli. Hjá tegundum sem tilheyra ættinni 141

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.