Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 64
3. mynd a)
Helstu greiningareinkenni stórána
(Lumbricus terrestrisý.
3. mynd b)
Fjögur pör bursta eru eftir endilöng-
um búk ánamaðka. Burstarnir eru ein-
kenndir með bókstöfunum a, b, c og d
á báðum hliðum. (A) Burstar paraðir,
stóráni (Tmmbricus terrestrisj, (B)
burstar ekki þétt paraðir, svarðáni
(Dendrodrilus rubidus/ (C) fjarlœgð
jafnmikil milli bursta, mosaáni (Den-
drobaena octaedra/
3. mynd c)
Lögun munnflipans er mismunandi
eftir tegundum. (A) Allar Lumbricus-
tegundir, (B) til dœmis grááni ('Aporr-
ectodea caliginosaý, (C) til dœmis
mosaáni (Dendrobaena octaedraj, (D)
til dæmis langáni (Aporrectodea
longa).
Teikn. Hólmfríður Sigurðardóttir.
Lumbricidae sitja 4 pör af burstum á
hverjum lið og veita oddamir viðspymu
þegar ormurinn skríður. Fullorðnu dýrin
hafa um sig belti sem er appelsínugult eða
rauðbrúnt og getur orðið nær hvítt á æxl-
unartímanum.
Ytri og innri líffæri eru í ákveðnum
liðum hjá einstaklingum sömu tegundar.
Sem dæmi má nefna legu beltis, kynopa,
fyrstu bakholu og uppröðun bursta en það
em mikilvæg greiningareinkenni (3. mynd
a og b). Neðan á mjóum framendanum er
tannlaus munnur og hvelfist flipi framyfír
hann. Lögun munnflipans er einnig mis-
munandi eftir tegundum (3. mynd c).
■ SKYNFÆRI
Ánamaðkar hafa miðtaugakerfi. Megin-
hluti þess er gildur kviðlægur tauga-
strengur sem hefur taugahnoð í hverjum
lið. í framenda ánamaðksins greinist
taugastrengurinn og myndar þykkan hring,
nokkurs konar vísi að heila, utan um kokið.
Þar sem taugakerfí ánamaðka er frumstætt
er talið ólíklegt að þeir skynji sársauka á
sama hátt og stangveiðimenn.
Ánamaðkar skynja vel titring og bregð-
ast við ýmsum efnasamböndum og ljósi.
Flest skynfæri eru í yfirhúðinni á fyrsta lið
ánamaðksins, á munnflipa, í munni og
koki. Má segja að ánamaðkar bragði á um-
hverfí sínu. Lifnaðarhætti ánamaðka, svo
sem val á búsvæði og fæðuval, má útskýra
með þetta í huga. FTæfileiki til að bregðast
við sýrustigi jarðvegs er algengur hjá
mörgum ánamöðkum og koma slík skyn-
færi fyrir um allan líkamann. Sumar teg-
undir ánamaðka geta lifað í mjög súrum
jarðvegi þar sem sýrustig (pH-gildi) fer allt
niður í 4,0. Dæmi um slíkar tegundir eru
mosaáni og svarðáni. Sýrustig í íslenskum
móajarðvegi er yfírleitt á bilinu pH 5,5-
6,5 (Árni Snæbjömsson og Óttar Geirsson
1980). I slíkum jarðvegi þrífast vel ýmsar
Lumbricus-tegundi:, til dæmis taðáni og
stóráni. Aporrectodea-tegundir eins og
grááni og langáni þrífast illa í súrum jarð-
vegi. Talið er að þær eigi erfitt með að
142