Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 67
á yfírborðið í stórum hópum. Þetta gerist ekki vegna þess að þeir séu að drukkna eða að kafna í vatnsmettuðum jarðveginum, heldur er líklegra að um sé að ræða róttæk viðbrögð vegna óvanalegra umhverfis- aðstæðna (Mather og Christensen 1992). Ánamaðkar sem hafna á gangstéttum ná oft ekki að skríða niður í jarðveginn eftir regnskúr áður en sólin kemur upp eða sólarljósið brýst fram úr skýjaþykkninu. Þeir drepast eftir skamma stund af þurrki og því að þeir þola ekki útfjólubláa geisla sólarinnar. Á síðustu öld greindi Darwin frá því að ánamaðkar yfírgæfu göng sín að næturlagi og legðu upp í nokkurs konar „ævintýra- leit“. Það er þó ekki fyrr en á síðustu árum sem þetta atferli ánamaðka hefur verið rannsakað að einhverju marki. Einkum var talið að stóru tegundirnar hegðuðu sér á þennan hátt. í ljós hefur komið að smá- vaxnar yfírborðstegundir ferðast ekki síður um en tegundir er lifa niðri í jarðveginum. Þetta atferli hefur liklega þróast vegna þess að það gerir ánamöðkum kleift að skipta um búsvæði og leita sér fæðu eða maka án þess að verða fyrir uppþornun og árásum annarra dýra (Mather og Christensen 1992). Ánamaðkar gera mismunandi kröfur til umhverfisins og eru sumar tegundir út- breiddari en aðrar. Algengt er að 2-5 teg- undir lifi saman í hinuin ýmsu gerðum jarðvegs á norðlægum slóðum, en þó getur ánamaðka vantað alveg í jarðveg (Lavelle 1983, Lee 1985). í gamalræktuðum túnum á Suðurlandi, Vestfjörðum og lúpínubreið- um í Heiðmörk við Reykjavík lifa t.d. 3-4 tegundir ánamaðka en einungis ein tegund í blautu mýrartúni á Suðurlandi (Hólmfríður Sigurðardóttir og Guðni Þorvaldsson 1994, Hólmfríður Sigurðardóltir, óbirt gögn). Nauðsynlegt er fyrir ánamaðka að vera gæddir ríkri aðlögunarhæfni til að geta tek- ist á við margvíslegar og oft óstöðugar að- stæður í jarðveginum. Breytileiki í bygg- ingu, æxlun og atferli hefur gert ólíkum tegundum kleift að aðlagast mismunandi aðstæðum (Lavelle 1988). Eiginleikar jarðvegs, kornastærð, magn lifrænna efna, raki og hitastig eru umhverfisþættir sem áhrif hafa á ánamaðka. ■ HVAÐA GAGN GERA ÁNAMAÐKAR í JARÐVEGI? Frá náttúrunnar hendi eru ánamaðkar sér- hæfðir í að brjóta niður lífrænar leifar. Þeir nærast einkum á rotnandi leifum plantna en gæða sér einnig á smásæjum jarðvegs- lífverum sem þeir innbyrða með moldinni (Satchell 1983). Tegundir eins og stóráni éta nær eingöngu plöntuleifar á yfirborði jarðvegs, en aðrar tegundir eins og grááni éta blöndu af jarðvegi og vel morknum plöntuleifum í efstu 10-15 cm jarðvegs. Tegundirnar sækja fæðu í mismunandi vist í jarðveginum og éta plöntuleifar á mis- munandi stigum niðurbrots. Sameiginlegt með öllum tegundum er að þær mylja og blanda saman gróðurleifum og jarðvegi og stuðla að auknu niðurbroti þeirra. í melt- ingarvegi ánamaðka mylst fæðan og aukið yfirborð hennar verður aðgengilegt örver- um. Ánamaðkamir gefa frá sér næringar- ríkt slím og saur, sem hefur áhrif á sam- kornabyggingu jarðvegs (Martin og Marin- issen 1993). Að lokum ummyndast þessar leifar í ólífræn efnasambönd, en þá fyrst getur gróðurinn nýtt sér næringarefnin á nýjan leik. Flestar tegundir ánamaðka grafa bæði lóðrétt og lárétt göng í jarðveginn við fæðunám sitt. Göngin em yfirleitt 1-10 mm að þvermáli (Kladviko og Timmenga 1990). Þetta veldur því að jarðvegur í mis- munandi jarðvegslögum blandast saman, loftrými hans eykst og yfirborðsvatn sígur auðveldlega niður í hann. Tegundir eins og stóráni grafa djúp og lóðrétt göng sem þær nota í langan tíma. Ánamaðkar fóðra göng- in með úrgangsefnunum svo að þau falli ekki saman. Sumar tegundir skila hluta af saurnum upp á yfirborðið og má oft sjá saurklepra við op ganganna. Magn ána- maðkasaurs á yfirborði jarðvegs getur verið nokkuð breytilegt, eða allt frá 1 upp í 250 tonn/ha á ári í graslendi í Mið-Evrópu eða nokkurra sentímetra þykkt lag ef úr því væri jafnað. Magnið er háð fjölda, tegundasamsetningu ánamaðka og lofts- lagi (Lee 1985). I sænsku akurlendi hefur magn ánamaðkasaurs á yfirborði jarðvegs 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.