Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 69

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 69
Hér á landi hefur árangur hefðbundinna aðferða við landgræðslu einkum takmark- ast af lélegri jarðvegsbyggingu og skorti á plöntunæringarefnum. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna að frjósemi jarðvegs og framleiðslugeta lands eykst eftir að ána- maðkar hafa verið fluttir í næringarsnauð svæði (Hoogerkamp o.fl. 1983, Curry 1988, Springett 1992). Náttúruleg dreifingarhæfni ánamaðka er takmörkuð og langur tími getur liðið áður en þeir ná að berast í einangrað gróður- lendi. Rannsóknir á flutningi ánamaðka í ný landgræðslusvæði hér á landi hafa staðið yfír frá árinu 1992. í sjö ára lúpínu- breiðu í landgræðslugirðingu bænda á Markarfljótsaurum er lítið um ánamaðka. En í stakri gróðurtorfu í um 200 m fjarlægð er talsvert um þá. Þeir hafa ekki getað borist yflr í lúpínubreiðuna að neinu ráði á þeim stutta tíma sem liðinn er frá sáningu hennar. Sumarið 1992 var ánamöðkum safnað úr lúpínubreiðum í Heiðmörk við Reykjavík og þeir settir út í þetta svæði (7. mynd). í Heiðmörk eru þetta náttúrulegir landnemar í breiðunum og hafa borist þangað af sjálfsdáðum úr nálægum gróður- torfum. Athuganir á afkomu ánamaðkanna á Markarfljótsaurum siðar um haustið 1992 sýndu að þeir höfðu lifað af sumarið þrátt fyrir þurrkatíð. Vorið 1993 kom í ljós að ánamaðkamir höfðu líka lifað af vetur- inn (Hólmfríður Sigurðardóttir, óbirt gögn). Verður fróðlegt að fylgjast með þeim áfram til að fá staðfestingu á því að tekist hafi að koma upp ánamaðkastofni á þessu rýra svæði. Auk þess að bæta jarðvegsskilyrði eru ánamaðkar mikilvæg fæða fyrir ýmsar fuglategundir. Geta þeir því átt þátt í að auka fjölbreytni dýralífs á landgræðslu- svæðum og flýtt fyrir jarðvegsuppbygg- ingu. Mikinn fjölda ánamaðka þarf til að flutn- ingur þeirra í ný svæði takist, en söfnun þeirra er tímafrek því þéttleiki þeirra er ekki mikill í náttúrunni. Lausnin felst sennilega í því að rækta ánamaðka, en það getur reynst erfíðara en margur heldur í fyrstu. ■ LOKAORÐ Ánamaðkar og aðrar jarðvegslífverur eru sérhæfðar í að brjóta niður megnið af því lífræna efni sem plöntur og dýr framleiða. Þeir gegna þannig lykilhlutverki í hringrás næringarefna og jarðvegsbótum. Jarðveg- urinn er viðkvæmur heimur og reynslan sýnir að hann getur auðveldlega smogið úr greipum okkar. Tilvera ánamaðka og ann- arra jarðvegslífvera er því ómetanleg fyrir okkur. Hér á landi er þekking á jarðvegin- um sem vistkerfi í molum. Það er því nauð- synlegt að efla rannsóknir í jarð- vegslíffræði, ekki hvað síst í tengslum við ræktunar- og landgræðsluaðgerðir. Þannig fæst betri skilningur á uppbyggingu lífræns efnis í jarðvegi, þróun hans og ástandi á hverjum tíma. Þakkir Borgþór Magnússon, Guðmundur Halldórsson, Jónatan Hermannsson og Sturla Friðriksson lásu greinina í handriti og veittu góðar ábend- ingar. Rannsóknir sem minnst er á voru styrkt- ar af Vísindasjóði og Framleiðnisjóði landbún- aðarins. Höfundur færir þessum aðilum bestu þakkir. ■ heimildir Andersen, C. 1983. Regnormene og os. For- laget Ask, Kobenhavn. 96 bls. Árni Snæbjömsson & Óttar Geirsson 1980. Jarðvegsfræði. Bændaskólinn á Hvanneyri. 77 bls. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. íslensk orð- sifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. 1231 bls. Backlund, H.O. 1949. Oligochaeta 1. Zoologi oflceland 2. 20a. 1-50. Bengtson, S.A., S. Rundgren, A. Nilsson & S. Nordström 1978. Selective predation of lum- bricids by golden plover, Pluvialis apric- aria. Oikos 31. 164-168. Bengtson, S.A., H. Ek & S. Rundgren 1992. Evolutionary response of earthworms to long-term metal exposure. Oikos 63. 289- 297. Bjami E. Guðleifsson og Rögnvaldur Ólafsson 1981. Athugun á ánamöðkum í túnum í Eyja- flrði. Náttúrufrœðingurinn 51. 105-113. 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.