Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 69
Hér á landi hefur árangur hefðbundinna
aðferða við landgræðslu einkum takmark-
ast af lélegri jarðvegsbyggingu og skorti á
plöntunæringarefnum. Fjölmargar erlendar
rannsóknir sýna að frjósemi jarðvegs og
framleiðslugeta lands eykst eftir að ána-
maðkar hafa verið fluttir í næringarsnauð
svæði (Hoogerkamp o.fl. 1983, Curry
1988, Springett 1992).
Náttúruleg dreifingarhæfni ánamaðka er
takmörkuð og langur tími getur liðið áður
en þeir ná að berast í einangrað gróður-
lendi. Rannsóknir á flutningi ánamaðka í
ný landgræðslusvæði hér á landi hafa
staðið yfír frá árinu 1992. í sjö ára lúpínu-
breiðu í landgræðslugirðingu bænda á
Markarfljótsaurum er lítið um ánamaðka.
En í stakri gróðurtorfu í um 200 m fjarlægð
er talsvert um þá. Þeir hafa ekki getað
borist yflr í lúpínubreiðuna að neinu ráði á
þeim stutta tíma sem liðinn er frá sáningu
hennar. Sumarið 1992 var ánamöðkum
safnað úr lúpínubreiðum í Heiðmörk við
Reykjavík og þeir settir út í þetta svæði (7.
mynd). í Heiðmörk eru þetta náttúrulegir
landnemar í breiðunum og hafa borist
þangað af sjálfsdáðum úr nálægum gróður-
torfum. Athuganir á afkomu ánamaðkanna
á Markarfljótsaurum siðar um haustið
1992 sýndu að þeir höfðu lifað af sumarið
þrátt fyrir þurrkatíð. Vorið 1993 kom í ljós
að ánamaðkamir höfðu líka lifað af vetur-
inn (Hólmfríður Sigurðardóttir, óbirt
gögn). Verður fróðlegt að fylgjast með
þeim áfram til að fá staðfestingu á því að
tekist hafi að koma upp ánamaðkastofni á
þessu rýra svæði.
Auk þess að bæta jarðvegsskilyrði eru
ánamaðkar mikilvæg fæða fyrir ýmsar
fuglategundir. Geta þeir því átt þátt í að
auka fjölbreytni dýralífs á landgræðslu-
svæðum og flýtt fyrir jarðvegsuppbygg-
ingu.
Mikinn fjölda ánamaðka þarf til að flutn-
ingur þeirra í ný svæði takist, en söfnun
þeirra er tímafrek því þéttleiki þeirra er
ekki mikill í náttúrunni. Lausnin felst
sennilega í því að rækta ánamaðka, en það
getur reynst erfíðara en margur heldur í
fyrstu.
■ LOKAORÐ
Ánamaðkar og aðrar jarðvegslífverur eru
sérhæfðar í að brjóta niður megnið af því
lífræna efni sem plöntur og dýr framleiða.
Þeir gegna þannig lykilhlutverki í hringrás
næringarefna og jarðvegsbótum. Jarðveg-
urinn er viðkvæmur heimur og reynslan
sýnir að hann getur auðveldlega smogið úr
greipum okkar. Tilvera ánamaðka og ann-
arra jarðvegslífvera er því ómetanleg fyrir
okkur. Hér á landi er þekking á jarðvegin-
um sem vistkerfi í molum. Það er því nauð-
synlegt að efla rannsóknir í jarð-
vegslíffræði, ekki hvað síst í tengslum við
ræktunar- og landgræðsluaðgerðir. Þannig
fæst betri skilningur á uppbyggingu lífræns
efnis í jarðvegi, þróun hans og ástandi á
hverjum tíma.
Þakkir
Borgþór Magnússon, Guðmundur Halldórsson,
Jónatan Hermannsson og Sturla Friðriksson
lásu greinina í handriti og veittu góðar ábend-
ingar. Rannsóknir sem minnst er á voru styrkt-
ar af Vísindasjóði og Framleiðnisjóði landbún-
aðarins. Höfundur færir þessum aðilum bestu
þakkir.
■ heimildir
Andersen, C. 1983. Regnormene og os. For-
laget Ask, Kobenhavn. 96 bls.
Árni Snæbjömsson & Óttar Geirsson 1980.
Jarðvegsfræði. Bændaskólinn á Hvanneyri.
77 bls.
Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. íslensk orð-
sifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
1231 bls.
Backlund, H.O. 1949. Oligochaeta 1. Zoologi
oflceland 2. 20a. 1-50.
Bengtson, S.A., S. Rundgren, A. Nilsson & S.
Nordström 1978. Selective predation of lum-
bricids by golden plover, Pluvialis apric-
aria. Oikos 31. 164-168.
Bengtson, S.A., H. Ek & S. Rundgren 1992.
Evolutionary response of earthworms to
long-term metal exposure. Oikos 63. 289-
297.
Bjami E. Guðleifsson og Rögnvaldur Ólafsson
1981. Athugun á ánamöðkum í túnum í Eyja-
flrði. Náttúrufrœðingurinn 51. 105-113.
147