Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 72

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 72
1. mynd. Mjölnir liggur á 350-400 metra hafdýpi í miðju Barentshafi, hulinn 150-900 metra þykkum jarðlögum. Eins og myndin sýnir er Mjölnir skammt innan 200 mílna efnahagslögsögu Noregs. við stærð gígsins, sem nefndur er Chicxulub, hlýtur loftsteinninn að hafa verið um 10-15 km í þvermál. Það var með öðrum orðum stór loftsteinn eða halastjama sem rakst á jörðina. Aldursgreining sýnir með sæmilegri nákvæmni að íjöldadauðinn varð á sama tíma og gígurinn myndaðist (Sharpton o.fl. 1992, Swisher o.fl. 1992). Islenskur vísindamaður, Haraldur Sig- urðsson, lagði vemlegan skerf til þessara rann- sókna og rakti sögu þeirra í nýlegri grein í Nátt- úrufræðingnum (Haraldur Sigurðsson 1993). Árekstrar loftsteina eru nú taldir hugsanleg skýring á ijöldadauða lifvera á öðrurn tíma- skeiðum jarðsögunnar (Jablonski 1990). Erfltt er að sannprófa þessa tilgátu, m.a. vegna þess hve fáir stórir loftsteinsgígar hafa varðveist (Grieve 1991) . Ymis öfl eiga þátt í því að eyða loft- steinsgígum af yfírborði jarðar. Þar á meðal eru veðrunar- og roföflin og jarðskorpuhreyfingar sem fylgja nýmyndun og eyðingu jarðskorpunnar á flekamótum. Flestir loftsteinar lenda í sjónum og erfítt getur reynst að fínna gígana á hafsbotni. Að undanskildum Montagnais-gígnum sem fannst á hafsbotni undan austurströnd Kanada (Jansa og Pe-Piper 1987) eru allir þekktir loft- steinsgígar ýmist að hluta eða að öllu leyti á landi og eru flestir mjög rofnir (Pilkington og Grieve 1992) . 1. tafla. Hluti jarðsögutöflunnar. Aldur er sýndur í milljónum ára. öld tímabil 150

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.