Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 73

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 73
■ MjÖLNIR- LOFTSTEINSGÍGUR í BARENTSHAFI? 74°oo' Rannsóknir með hljóðbylgjum sem gerðar voru um miðbik Barentshafs hafa leitt í ljós nánast hringlaga jarðmyndun sem um margt minnir á loftsteinsgíga, bæði að ásýnd og uppbyggingu (Steinar Þór Guðlaugsson 1993). Þessi jarðmyndun, sem nefnd hefur verið Mjölnir, er á svokall- aðri Bjarmalandssléttu (Gabriel- sen o.fl. 1990), svæði þar sem hafdýpi er 350-400 m (1. mynd). Mjölnir, sem er 39 km í þvermál og varð til á júra eða krít, getur hafa myndast er smástirni eða halastjarna hrapaði í grunnt haf sem þá huldi sléttuna. Aðrar hugsanlegar skýringar á tilurð hans eru að um salt- eða leirstöpul sé að ræða eða að hann hafí orðið til við eldsumbrot, en ólíklegt er að þær standist. Ef það reynist rétt að Mjölnir hafi orðið til við árekstur loftsteins á jörðina er hann einn best varðveitti gígurinn sem vitað er urn og skipar sér í flokk 15 stærstu loftsteinsgíga sem þekktir eru á jörðinni. 2. mynd. Ómmœlingar gerðar eftir punktalínunum sýna sammiðja beltaskiptingu svipaða þeirri sem einkennir stóra loftsteinsgiga. Kortið sýnir umfang miðlœgrar hœðar, hringtrogs og ytra beltis með röskuðum jarðlögum við endurkastsflöt frá mörkum júra og krítar. Strikalínurnar sýna staðsetningu þversniðanna á 3. og 4. mynd (Steinar Þór Guð- laugsson 1993). ■ ÓMMYNDIRAF MjÖLNl Mjölnir er hulinn 150-900 m þykkum jarðlögum og verður því aðeins greindur með jarðeðlisfræðilegum mælingum. Best kemur hann fram á svokölluðum ómmynd- um sem gerðar eru með því að senda öfl- ugar hljóðbylgjur niður í jarðlögin undir hafsbotni og mæla endurkast þeirra. Með endurteknum mælingum á reglulegum mælilínum fæst eins konar þversnið af jarðlögunum undir línunum. í Barentshafi liggur þéttriðið net slíkra mælilína vegna olíuleitar. Á ómmyndum frá Bjarmalandssléttu (Steinar Þór Guðlaugsson 1993) kemur fram á stóru svæði undir hafsbotninum endurkastsflötur sem samsvarar mótum júra og krítar í setlögunum. Á þessu dýpi koma fram skýrt afmörkuð sammiðja belti í Mjölni eins og sjá má á 2. mynd. Miðlæg hæð, 9 km í þvermál neðst, hringlaga dæld, 4 km breið og ytra belti með röskuðuni jarðlögum, I 1 km breitt. Á 3. mynd sést að undir gígnum liggur breið skál. Hún er í laginu eins og haltur á hvolfi og innan hennar eru jarðlögin svo brotin og brömluð að ekki er hægt að henda reiður á upphaflegri jarðlagaskipan. Skálin er grynnst við barmana út við gígjaðarinn, en dýpkar inn á við og er um það bil 3,6 km djúp undir miðfellinu þar sem hún er dýpst. Snöggar breytingar á endurkasts- 151

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.