Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 75

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 75
4. mynd. Ómmynd af jarðraskinu í Mjölni. Rauða svæðið á sniðinu sýnir þann hluta skálarinnar sem mest hefur raskast. Reglulega lagskiptingin ofan, neðan og sunnan við skálina er dœmigerð fyrir ótruflaðan setlagastafla Bjarmalandssléttunnar. Lega sniðsins er sýnd á 2. mynd (Steinar Þór Guðlaugsson 1993). ■ LEIRSTÖPULL? Vatnsríkur leirsteinn getur einnig myndað stöpla umkringda hringlaga dældum í að- lægum setlögum. Slíkar myndanir verða til þegar leirsteinslög þrýstast niður á mikið dýpi undan fargi yngri og ofanáliggjandi jarðlaga og vatn nær ekki að losna úr hol- rýmum. Við það skapast yfirþrýstingur í leirsteininum sem verður þjáll tekur að rísa upp í stöplum upp til yfírborðs vegna lágrar eðlisþyngdar. í Barentshafi liggja mikil leirsteinslög ofan við endurkastsflötinn frá lokum perm- tímabilsins (Dalland o.fl. 1988). Ef Mjöln- ir er leirstöpull úr þessum lögum, getur það skýrt að endurkastsflöturinnn er óhreyfður. Margt mælir þó gegn slíkri túlkun: 1) Óhögguð yfírborðssetlög yfír Mjölni (3. mynd) sýna að engin hreyfing er á hæðinni í miðjunni. 2) Jákvætt þyngdarfrávik yfír hæðinni bendir til þess að efnið í henni sé eðlis- þyngra en aðlæg setlög (Steinar Þór Guðlaugsson 1993). 5. mynd. Skýringarmynd sem sýnir myndun saltstöpla á ýmsum stigum. Lárétta línan um miðbik kassamyndarinnar gefur til kynna upprunalega þykkt saltlagsins (Trusheim 1957). 153

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.