Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 76

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 76
6. mynd. Tindfjöll séð úr suðri. Hringlaga askja myndaðist er forn eldkeila hrundi saman. Tindfjallaaskjan er 6-7 km í þvermál. Mynd Agúst Guðmundsson. 3) Hljóðhraðamælingar frá yfirborði, bæði við Mjölni (óbirtar mælingar) og á nærliggjandi svæðum (Krokan 1988, Hegna 1989), og þrýstingsmælingar í nálægum borholum (S.E. Johansen, Statoil, pers. uppl.) benda ekki til þess að nauðsynlegum yfirþrýstingi sé eða hafi verið til ad dreifa í leirsteins- lögunum. 4) Engir aðrir leirstöplar hafa fundist á setsléttum Barentshafs. Ólíklegt má telja að Mölnir sé eini leirstöpullinn á þessu svæði, því leirstöplar myndast nánast alltaf í klösum. ■ VARÐ MjÖLNIRTIL VIÐ ELDGOS? Vitað er að á júra og krít var eldvirkni í norðanverðu Barentshafi og runnu þá basalthraun (Burov o.fl. 1977, Tarach- ovskii o.fl. 1980, Johansen o.fl. 1993). Þótt Mjölnir sé 300-400 km sunnar er ekki hægt að útiloka að hann geti verið eldstöð eða innskot úr storkubergi. Samanburður við eldgosamyndanir (Pike 1978) sýnir að hugsanlega á Mjölnir eitthvað sammerkt með öskjum. I sumum þeirra er einmitt hæð í miðjunni (6. mynd). Öskjur á stærð við Mjölni eru þó afar sjaldgæfar og er einungis að finna nálægt flekamótum eins og sigdölum og úthafstrogum. Myndun þeirra tengist jarðskorpuhreyfingum við mótin. A myndunartíma Mjölnis lá Bjanna- landssléttan utan slíkra svæða (Faleide o.fl. 1984). Til samanburðar má nefna að stærsta askja á Islandi, Torfajökulsaskjan, sem er sporöskjulaga er um 18 km löng og 13 km breið (Kristján Sæmundsson 1982). Ef lita ætti á Mjölni sem öskju væri að auki erfitt að útskýra hvers vegna endurkasts- flöturinn frá lokum perm er óraskaður því öskjur myndast sem kunnugt er þegar efri hlutar eldfjalls hrynja niður í kvikuþró og myndar öskjuriminn hringlaga misgengi sem nær niður á nokkurra kílómetra dýpi. Hugsanlega má líta á Mjölni sem innskot í setlagastaflann ofan við endurkastsflöt- inn frá lokum perm. Lárétt umfang inn- 154

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.