Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 79

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 79
9. mynd. Manicouagan-loftsteinsgígurinn í Quebec i Kanada er um 210 milljón ára gamall og er upprunalega talinn hafa verið um 100 kílómetrar í þvermál. Þrátt fyrir að gígurinn sé mjög rofinn kemur vel firam sammiðja beltaskiptingin sem einkennir stóra loftsteinsgiga. Hvíti hringurinn á myndinni er isi lagt stöðuvatn, 75 kílómetrar í þvermál, sem fyllir hringtrog umhverfis miðlœga hœð. Mynd Geimferðastofnun Bandaríkjanna. árekstursstaðnum. Gífurlegt magn af ryki og gasi þeytist út í andrúmsloftið. Sumt af því fer eftir skotbrautum út fyrir lofthjúp jarðar og dreifist um alla jörðina (Melosh 1989). Áhrifín eru síðan í samræmi við stærð loftsteinsins. Rannsóknaniðurstöður frá Yucatán benda til að árekstur 10 km loftsteins hafí í för með sér alvarlega rösk- un á lífríki jarðar og aldauða margra líf- vera en óljóst er hvers eðlis röskunin er og hvaða umhverfísþættir valda fellinum. Stöðvun ljóstillífunar vegna ryks í andrúm- sloftinu, snöggar hitabreytinagar og súrt regn eru helstu þættir sem koma til greina (Jablonski 1990). Á hinn bóginn má telja líklegt að árekstur af stærðargráðu Mjölnis sé heldur undir þeim mörkum þar sem Qöldadauði verður merkjanlegur (Jansa o.fl. 1990, Raup 1990). ■ LOKAORÐ Fjölmargt er enn á huldu um myndun loft- steinsgíga á borð við Mjölni. Það á ekki síst við um það hvemig gígurinn fellur saman eftir áreksturinn og áhrif af árekstr- um stórra loftsteina á miklar setlagasyrpur 157

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.