Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 83

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 83
SjÓNARSPILIÐ Á SÍÐUJÖKLI ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON íðujökull hefur hlaupið fram þrisvar á þessari öld, 1934, 1964 og 1994. Hann sýnist harla stundvís að þessu leyti og má einnig segja að fram- hlaupin séu öll svipuð. Jökullinn, sem er vel á íjórða hundrað ferkílómetr- ar að flatarmáli, lækkar um nokkra tugi metra að jafn- aði og lengist um 1-2 kíló- metra. Sprungumynstrið er ávallt afar þétt og yfirborð- ið verður að ævintýralegu völundarhúsi með ístum- um, ísbjörgum og djúpum rifum. Fjórar ferðir að Síðujökli 1994, meðan á framhlaup- inu stóð, voru sérlega eftir- minnilegar. Tvær á landi skiluðu fyrst og fremst myndum af úfnum jaðrin- um en þó einkum upptökum af hljóðunum sem fylgdu: Ari Trausti Guðmundsson (f. 1948) lauk cand.mag.-prófi í jarð- eðlisfræði fá Oslóarháskóla 1973 og nam jarðfræði við Háskóla íslands 1983-1984. Hann var kennari við Menntaskólann við Sund 1974-1988. Ari Trausti hefur m.a. unnið við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp frá 1978 og ritað kennslubækur í jarðfræði og stjömufræði. 1. mynd. Isturn með greinilegum, þykkum gjóskulögum er gœtu verið œttuð úr Grímsvötnum, af' Þórðarhyrnusvœðinu eða gossprungum í nágrenninu. Ljósm. Ari Trausti Guð- mundsson. Náttúrufræðingurinn 64 (2), bls. 161-163, 1994. 161

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.