Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 5
Græna GENABYLTINGIN Fyrir hálfum öðrum áratug hélt sam- eindalíjfrœðin innreið sína íplönturíkið og markaði upphafið að erfðatækni í plöntum. Flutningur framandi etfða- efnis, sem ák\>arðar eftirsóknarverða eiguúeika, úr öðrum lífverum í plöntur opnar nýjar leiðir í plöntukynbótum. Með erfðatækni má einnig nýta gífur- lega framleiðslugetu landbúnaðarins til að framleiða verðmæt framandi efnasambönd í plöntum. Fyrstu afurðir plöntuerfðatœkninnar hafa verið að koma á markað síðustu misseri og er því við hæfi aðfara nokkrum orðum um tækni þessa og afurðir hennar og velta fyrir sér þeirn möguleikum sem hún býður upp á. llt frá því maðurinn hvarf frá Aflökkulífi hirðingjanna, settist um kyrrt og hóf akuryrkju hefur ________ hann meira eða minna meðvitað valið fyrir eftirsóknarverðum eiginleikum þeirra nytjaplantna sem hann hefur kosið að rækta. Slíkar plöntukynbætur hafa með tímanum orðið markvissari og náði af- raksturinn hámarki með grænu bylting- unni svokölluðu á sjöunda og áttunda áratugnum. Tókst þá með samræmdum Einar Mantyla (f. 1963) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla Islands 1988 og eins árs framhaldsnámi í sameindalíffræði 1989. Hann starfaði við Lífefna- fræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans 1989-91 og hélt síðan til framhaldsnáms í plöntusameinda- líffræði við Landbúnaðarháskólann í Uppsölum. EINAR MÁNTYLÁ aðgerðum vísindamanna víðs vegar um heim að stórauka uppskeru helstu nytja- plantna svo sem maís, hveitis og hrís- grjóna, svo nokkrar séu nefndar. Enginn vafi leikur á því að græna byltingin átti stóran þátt í að bægja hungurvofunni frá mörgum löndum, eins og Indlandi og Banagladesh, a.m.k. tímabundið. Sagt hefur verið um byltingar að þær gleypi bömin sín en með grænu byltinguna er þessu öfugt farið, böm hennar em langt komin með að éta upp afrakstur byltingar- innar. Ójöfn framleiðsla og dreifing mat- væla um heiminn er þar að auki til þess fallin að auka hættuna á staðbundnum hungursneyðum. Burtséð frá dreifingar- vandamálinu verður að tvöfalda núverandi uppskeru í heiminum fyrir árið 2050 til að halda í við fólksfjölgunina (Chrispeels og Sadava 1994). Hefði tekist að koma bönd- um á fólksfjölgunina hefði afrakstur grænu byltingarinnar getað orðið okkur dágott veganesti inn í framtíðina. Talið er ólík- legt að hægt verði að endurtaka leikinn með hefðbundnum plöntukynbótum einum og sér og auka uppskeru jafn stórkostlega og gert var á sjöunda og áttunda áratugn- um. Miklar vonir eru nú bundnar við nýja tækni, plöntuerfðatæknina, sem þykir vænleg til að veita hefðbundnum plöntu- kynbótum lið í þessum efnum. Báðar þessar aðferðir byggjast á tilfærslu erfða- efnis í þeim tilgangi að fá fram afbrigði með nýja eiginleika, það fyrra með erfðatækni og hið síðara með æxlun mis- munandi afbrigða. Munurinn á aðferðun- um liggur ekki síst í því magni erfðaefnis Náttúrufræðingurinn 64 (4), bls. 235-242, 1995. 235

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.