Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 13
Nafngiftir FRUMEFNANNA JÓN K.F. GEIRSSON Á hverjum degi notum við nöfn ýmissa frumefna án þess að leiða hugann að merkingu þeirra. Málmar á borð við ál, járn og kopar fara um hendur okkar daglega og margir bera skartgripi úr silfri og gulli. Hví skyldu efnin bera þessi nöfn en ekki einhver önnur? Hvað um vetni, súrefni, klór eða fosfór? Stundum eru skýringarnar nærtœkar en oft eru þær óljósar og virðast eiga rœtur aftur í grárri forneskju. einni af bemskuminningum mínum er ég á gangi með afa þegar hann tekur upp blóm og spyr mig hvað það heiti. Ekki vissi ég svarið. Hvaða nafn gæfirðu því ef þú mættir nefna það fyrstur manna? spurði hann þá. Þögn. Ljónslappi auðvitað, sagði hann. Síðan hefur mér alltaf verið ljóst að þessi jurt gæti ekkert annað nafn haft. Þetta litla atvik kemur mér stundum í hug í tengslum við nöfn frumefnanna. Hvemig urðu þessi nöfn til, hvað býr að baki þeim? Hvað skyldi bærast innra með vísindamanni sem telur sig hafa upp- götvað nýtt frumefni og getur því komið með tillögu að nafni þess? Hvert hvarflar hugur hans, hvar leitar hann fanga? Jón K.F. Geirsson (f. 1952) lauk fyrrihlutaprófi í efnaverkfræði frá Háskóla fslands 1974 og doktors- prófi í efnafræði frá Tækniháskólanum í Berlín 1981. Hann var sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Há- skólans 1981-83 og hefur verið dósent í lífrænni efnafræði við Háskóla íslands frá 1983. ■ NÖFNIN FLOKKUÐ I þessari grein verður fjallað um nöfn frumefnanna og sagt frá rannsóknum mál- vísindamanna, sagnfræðinga og náttúru- vísindamanna á uppmna nafnanna. Til hægðarauka hefur fmmefnunum verið skipt í 10 flokka eftir því hvað virðist hafa ráðið nafngiftunum. Hvorki er ástæða né ávinningur að því að minnast sérstaklega á hvert einstakt frumefni; þess í stað verður fjallað um nokkur framefni úr hverjum flokki og þau fmmefni valin sem ætla má að séu þekktari en önnur. Þessir flokkar eru sýndir í 1. töflu ásamt fjölda framefna í hverjum flokki. í töflunni er frumefnun- um raðað eftir upprana nafnanna, óháð því hvenær þau fundust. Þó má oft finna sam- ræmi milli „fundartíma“ og nafnavenju, þ.e. svo virðist sem á tilteknum tímabilum sögunnar hafi einhver ákveðin hefð ríkt við nafngiftirnar. Elstu nafnavenjurnar tengjast eiginleikum framefnisins sjálfs eða einhvers efnasambands þess; t.d. virð- ist gljái málma hafa ráðið miklu um nöfn þeirra til foma. Yngri er sú venja að nefna frumefni eftir vinnustað þess sem upp- götvar, eða þá sú venja að heiðra frægan vísindamann með því að nefna frumefni eftir honum. Það er einnig dæmi um tíma- bundna hefð að fimm frumefni af átta sem nefnd eru eftir himintunglum fundust á 35 ára umbrotatímabili í stjörnufræði. Það hefur alltaf verið réttur þess sem uppgötvar nýtt frumefni að koma með tillögu að nafni þess. I flestum tilvikum Náttúrufræðingurinn 64 (4), bls. 243-254, 1995. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.