Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 16
2. tafla. Innbyrðis tengsl nafna málma, himintungla og daga.
Dagur
Málmur Himintungl Latína Franska Enska íslenska'
Gull Sólin dies Solis dimanche Sunday sunnudagur
Silfur Tunglið dies Lunae lundi Monday mánadagur
Járn Mars dies Martis mardi Tuesday týsdagur
Kvikasilfur Merkúr dies Mercurii mercredi Wednesday óðinsdagur
Tin Júpiter dies Jovis jeudi Thursday þórsdagur
Kopar Venus dies Veneris vendredi Friday frjádagur
Blý Satúrnus dies Satumi samdi Saturday þvottdagur/ laugardagur
1 Gömul íslensk heiti frá því fyrir 12. öld.
lega er það dæmi um Þórsdýrkun að setja
Þór í stað Júpiters, því Þór er frekar
hliðstæða Heraklesar. Föstudagur á latínu
er dies Veneris og gamla íslenska nafnið
Frjádagur tengist Freyju eða Frigg sem
gegndi svipuðu hlutverki í norrænni
goðafræði og Venus í þeirri rómversku.
Leifar af þessum innbyrðis tengslum má
ennþá finna í einstökum orðum og hugtök-
um, m.a. frá gullgerðarmönnunum. Dæmi
um það er hugtakið satúmismi sem notað
var fram á þessa öld um blýeitrun.
Kvikasilfur (mercury á ensku) er eini
málmurinn sem enn ber nafn reikistjörnu.
Þessi silfurgljáandi málmur er fljótandi
við herbergishita og nafnið kvikasilfur
virðist komið til okkar sem þýðing úr
latneska heitinu argentum vivum eða
„lifandi silfur“. Efnafræðilega táknið (Hg)
er á sömu nótum, það er skammstöfun úr
hydrargyrum, sem kemur frá gríska hug-
takinu hydro-argyros, þ.e. „vatns-silfur“.
Eins og áður segir hét einn rómversku
guðanna Merkúr; ef til vill kemur nafn
hans fram í ensku nafni málmsins og
tengir saman hreyfanleika málmsins og
það hlutverk Merkúrs að vera sendiboði
guðanna.
Orðið gull tengist gulum lit; gulur á
fornensku var geolu sem kemur frá javl úr
sanskrít og þýðir „að skína“. Efnafræði-
lega táknið (Au) er stytting á aurum, sem
talið er koma frá hari úr sanskrít og þýðir
gulur. í þessu samhengi má minna á að
Aurora/Aróra var hin rómverska gyðja
morgunroðans.
Óvissara er um uppruna orðsins silfur;
tákn frumefnisins er Ag og er stytting úr
latneska heitinu argentum sem á uppruna í
orðinu argunas úr sanskrít og þýðir skín-
andi.
Kopar er táknað í efnafræði með Cu sem
er stytting úr latneska orðinu cuprum.
Sama orð í grísku er kyprion og þar sjást
tengslin milli Kýpur og kopars, en á Kýpur
eru miklar koparnámur.
■ 2. FLOKKUR
Nöfn tengd himinhnöttum
í þessum flokki eru eftirtalin átta frumefni:
ceríum, helíum, neptúníum, palladíum,
plúton, selen, tellúr og úran.
Fimm þessara átta frumefna voru upp-
götvuð á árabilinu 1782-1817. Reiki-
stjarnan Uranus var uppgötvuð árið 1781
og árið 1798 fannst frumefni sem nefnt var
úran eftir plánetunni. í grísku goðafræð-
inni var Uranos guð himnanna. Fyrsta
smástirnið sem fannst var Ceres, upp-
götvað árið 1801. Tveimur árum seinna
fékk málmurinn ceríum (Ce) sama nafn,
dregið af nafni rómversku gyðjunnar
Ceres, gyðju uppskeru og kornræktar.
Næsta smástimi var uppgötvað árið 1802
246