Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 17
■ 3. FLOKKUR 3. mynd. Gríska gyðjan Pallas Aþena var dóttir Seifs og steig með alvœpni út úr höfði hans. Árið 1802 fannst smástirni sem nefnt var Pallas eftir gyðjunni og frumefni sem fannst ári síðar hlaut najhið palladíum. Teikn. Lúðvík Kalmar Víðisson. og nefnt Pallas. Ári síðar var nýtt frum- efni, málmur, nefnt eftir smástirninu og kallað palladíum (Pd). Pallas Aþena var hin gríska gyðja visku, vísinda og lista; hún var dóttir Seifs og steig með alvæpni út úr höfði hans. Fram að þessum tíma hafði ekkert frum- efni verið nefnt eftir jörðinni sjálfri og þegar frumefni nr. 52 fannst árið 1798 var það nefnt tellúr eftir latneska heitinu tellus = jörð. Tuttugu og fimm árum síðar fannst annað frumefni með svipaða eiginleika og tellúr og þá var stuðst við sömu nafna- venju og frumefnið nefnt selen (frá selene (gríska) = tungl). NÖFN TENGD GOÐAFRÆÐl OG H)ÁTRÚ í þessum flokki eru eftirfarandi níu frumefni: arsen, kóbalt, nikkel, niobíum, prómeþíum, tantalum, þóríum/thoríum, títaníum og vanadíum. Nöfn tveggja frumefna tengjast nor- rænni goðafræði. Annars vegar er frum- efnið þóríum, sem er málmur sem Svíinn J.J. Berzelius fann í málmgrýti frá Noregi (málmgrýtið var seinna nefnt thorite), og hins vegar frumefnið vanadíum, dregið af orðinu Vanadís sem er notað um Freyju í Snorra-Eddu. Það voru tveir Svíar, G. Sef- ström og J.J. Berzelius, sem gáfu síðar- nefnda frumefninu nafn og þeir reyndu að láta það koma fram í nafninu að vanadíum myndar mjög marglit og fögur efnasam- bönd. Eins og segir í inngangi er afar sjaldgæft að samtök efnafræðinga hafi ekki sam- þykkt nafnatillögu þess sem uppgötvaði frumefnið. Skemmtilega undantekningu, eða afbrigði af undantekningu, er að finna hjá frumefni númer 41. Árið 1802 uppgötvaði Englendingurinn Charles 4. mynd. Reikistjarnan Úranus. Hún upp- götvaðist árið 1798 og geislavirkt frum- efni semfannst 17 árum síðar hlaut nafnið úran. A sama hátt tengist plúton nafiii reikistjörnunnar Plútós. Mynd Geimferða- stofnun Bandaríkjanna. 247

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.