Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 23
og endingunni -on var bætt við til sam- ræmis við argon. Síðasta eðalgasið sem fannst á eftir Kr og Ne var xenon, og er nafnið leitt af gríska orðinu xenos = undarlegur; endingin -on einnig hér til samræmis. Til er orðaleikur á þá leið að „það hafi greinilega dulist (krypton) einhver ný (neon) og undarleg (xenon) frumefni í andrúmsloftinu". Hjónin Marie og Pierre Curie unnu tvímælalaust mikið brautryðjendastarf í tengslum við geislavirkni. Sjálft orðið geislavirkni (radioactivity) var smíðað af Marie Curie og birtist fyrst í grein eftir hana árið 1898. Þau hjón uppgötvuðu geislavirka málminn radíum; nafnið kem- ur frá latneska orðinu radius sem þýðir geisli. Önnur geislavirk frumefni sem draga nafn sitt af gríska eða latneska orðinu fyrir geisla eru aktiníum (úr grísku: aktinos = geisli), radon (úr latínu: radius = geisli) og protaktiníum. Protos á grísku þýðir fyrstur eða fremstur og nafnið vísar til þess að prótaktiníum er undanfari frumefnisins aktiníum í geisla- virku niðurbroti á úransamsætunni 235U. Til gamans má geta þess að við geisla- virkt niðurbrot á 238U myndast skamm- lífari samsæta af prótaktiníum og fyrsta uppástunga að nafni var brevíum, enda uppgötvaðist skammlífari samsætan fyrst. 10. FLOKKUR Nöfn tengd persónum I þessum flokki eru tólf frumefni: curíum, einsteiníum, fermíum, lawrencíum, mendelevíum og nobelíum. Auk þess kerfisbundnu nöfnin uriq (nr. 104), unp (nr. 105), unh (nr. 106), uns (nr. 107), uno (nr. 108) og une (nr. 109). Eins og áður segir hefur það alltaf verið réttur þess sem uppgötvar frumefnið að nefna það, þótt ekki hafi í öllum tilvikum verið farið eftir þeirri tillögu. í umfjöllun um þennan flokk er ástæða til að nefna eitt atriði sem er sameiginlegt þeim vísindamönnum sem hafa uppgötvað frumefni: Enginn þeirra hefur stungið upp 11. mynd. Pólski eðlis- og efnafrœðingur- inn Marie Curie (1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfrœði 1903 og í efna- fræði 1911. Hún uppgötvaði m.a. frumefni nr. 84 og nefndi það póloníum eftir föður- landi sínu Póllandi. Síðar var frumefni nr. 96 nefnt curíum til heiðurs henni og frönskum eiginmanni hennar, Pierre Curie (1859—1906). Mynd The Bettmann Archive. á sínu eigin (ættar)nafni sem nafni á frum- efni. Raunar eru fá frumefni nefnd eftir persónum, en árið 1944 byrjuðu kjarneðlis- fræðingar að kenna ný frumefni við gengna efnafræðinga og eðlisfræðinga. Fyrsta skrefið í þessa átt var að nefna frumefni nr. 96 curíum til heiðurs Marie og Pierre Curie vegna hins mikla brautryðjendastarfs þeirra í tengslum við geislavirkni. Fleiri frumefni fylgdu í kjölfarið og nöfn þeirra ættu að skýra sig sjálf. Alþjóðasamband efnafræðinga (IUPAC) tók síðast afstöðu til nafna frumefna árið 1970 þegar samþykkt var að nota mendel- evíum (Md) um frumefni nr. 101, nobelíum (No) um frumefni nr. 102 og lawrencíum (Lr) um frumefni nr. 103. Frumefnið nobelíum er raunar kennt við Nóbel- stofnunina í Stokkhólmi. Innan vísinda- samfélagsins ríkir hins vegar ekki ennþá eining um nöfn frumefna nr. 104-109 og árið 1977 lagði IUPAC því til að fyrir þessi frumefni yrðu notuð til bráðabirgða kerfis- bundin nöfn byggð á talnarununni 0-nil, 1- un, 2-bi, 3-tri, 4-quad, 5-pent, 6-hex, 7- 253

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.