Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 27
fósturforeldra, þeirra á meðal runntítla og glóbrystingur, samþykkja gauksegg hvemig sem þau eru mynstruð. Aðrar tegundir, s.s. þúfutittlingar og maríu- erlur, eru líklegar til að yfirgefa hreiður sín ef aðskotaeggið er frábmgðið þeirra eigin eggjum. Fuglategundir sem ekki henta sem fósturforeldrar gauka, t.d. vegna fæðuvals, yfirgefa yfirleitt ekki hreiður sín vegna aðskotaeggs, óháð litamynstri þess. Gerður var saman- burður á viðbrögðum þúfutittlinga og maríuerla á íslandi annars vegar og Bretlandi hins vegar. í ljós kom að bresku fuglarnir era mun líklegri til að yfirgefa hreiður sín en þeir íslensku sé eftirlíkingu af gaukseggi komið fyrir í hreiðri þeirra. Fyrir 1992 sáust gaukar hérlendis í 29 skipti, alls 31 fugl: 1. Þverá í Laxárdal, S-Þing, síðari hluti maí 1904 (RM3999). Ámi Jónsson. Fundinn dauður. Bjarni Sæmundsson (1913). 2. „Milli Reykjavíkur og Geysis", lok ágúst 1910. Nánari staðsetning er ekki þekkt. Larsen (1911). 3. Sandvík í Grímsey, Eyf, um 12. júní 1948 (2 ad RM4000). Kristján Egg- ertsson. Fundinn dauður. 4. Svínafell í Öræfum, A-Skaft, 16. júní 1948. Sigurður Björnsson. Fuglinn hélt sig þar hluta úr degi. 5. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 28. maf 1952. Hálfdán Bjömsson. 6. Hof í Öræfum, A-Skaft, 30. ágúst 1956 (2 imm RM4001). Hálfdán Björnsson. Fundinn dauður. 7. Vestaraland í Öxarfirði, N-Þing, 25. eða 26. ágúst 1958 (d imm RM4002). Brúna litarafbrigðið. Theodór Gunn- laugsson. 8. Daðastaðir í Núpasveit, N-Þing, 15,- 28. september 1963. Pétur Þorsteins- son. 9. Reykjavík (Barmahlíð), 11. maí 1967. Sverrir Thoroddsen. 10. Herjólfsdalur á Heimaey, 25. maí 1967. Friðrik Jesson. Tveir fuglar náðust. Annar var greindur sem kvenfugl. Hamir upp- settir í Náttúmgripasafni Vestmannaeyja. 11. Reykjahlíð í Mývatnssveit, S-Þing, 6. júní 1. mynd. Gaukur á Héðinshöfða á Tjörnesi 24. maí 1986. - A Cuckoo at Héðinshöfði, Tjörnes 24 May 1986. Ljósm./photo Gaukur Hjartar- son. 1967 (d ad RM4003). Finnur Guðmunds- son. 12. Svínafell í Öræfum, A-Skaft, lok maí til júní 1967. Hálfdán Björnsson. Tveir gaukar komu að Svínafelli í lok maí. 257

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.