Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 31
5. mynd. Spágaukur Coccyzus americanus á hreiðri. Ljósm./photo Bill Dyer/Cornell Laboratory of Ornithology. Ameríku, frá Venesúela og Kólumbíu suður til Argentínu. Haustfar spágauka frá Nýja-Englandi stendur frá því snemma í ágúst til miðs október, mest seint í ágúst og september. Farleið þeirra að hausti liggur yfir opið haf frá suðausturhluta Kanada til Nýja- Englands og aftur frá Vestur-Indíum til S- Ameríku. Þeir eru því mun líklegri til að sjást í Evrópu en regngaukar, enda er sú raunin. Að vori koma spágaukar á varpstöðv- arnar í norðanverðri N-Ameríku í aprfl til júní. Farleiðin fylgir að mestu landi og er því fremur ólíklegt að þeir flækist til Evrópu að vorlagi. Spágaukar eru um flest líkir regngauk- um. Þeir eru 28 til 32 cm á lengd, þar af stélið 11 til 13 cm, og því lítið eitt stærri en regngaukar. Þeir eru brúnleitir að ofan en mun ljósari að neðan, gráleitir. A full- orðnum fuglum er stélið að neðan svart með stórum hvítum skellum og er því tals- vert frábrugðið stéli fullorðinna regn- gauka. Á fuglum á fyrsta hausti er stél- mynstrið ekki eins skýrt og eru þeir því torgreindari frá regngaukum. Annað ein- kenni sem spágaukar hafa er áberandi rauðbrúnn litur í vængjum. Hann er skýr- ari á ungum fuglum en fullorðnum. Örlítið vottar fyrir þessum rauðbrúna lit á regn- gaukum. Kynin eru eins í útliti. Nefið er niðursveigt, svart í endann en gult í rótina. Fætur eru blágráir. Augnhringur er gulur. Spágaukar eru yfirleitt hljóðlátir utan varptíma. Alls hafa þrír spágaukar fundist á ís- landi. 1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 3. janúar 1954 (RM4006). Hálfdán Bjömsson. Fuglinn fannst löngu dauður. 2. Torfmýri í Heimaey, Vestm, 5. október 1954 (imm RM4007). Atli Aðalsteinsson. Fuglinn fannst dauður. 3. Hjálmsstaðir í Laugardal, Ám, 13. október 1987 (? imm RM9495). GP & EÓ (1989b). Fuglinn fannst dauður. Fyrir 1990 er getið um a.m.k. 92 spá- gauka í Evrópu (Glutz von Blotzheim og 261

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.