Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 38
að við beina sundrun úr lífrænum leifum, svo sem surtarbrandi. Gas sem fannst við boranir í Öxarfirði 1987 væntanlega hitamyndað (Magnús Ólafsson o.fl. 1992). KOLVETNISGÖS Á JARÐHITASVÆÐUM A jarðhitasvæðum er metan oftast talið myndað er H2 (vetni) hvarfast við CO, (koldíoxíð) eða CO (kolmónoxíð), hvatað af jámsamböndum eða gerlum, og mynd- ast þá yfirleitt eingöngu metan. Á jarðhita- svæðum í setlögum, t.d. Cerro Prieto í Mexíkó og Yellowstone Park í Banda- ríkjunum, hefur fundist metan sem ekki er myndað úr C02 eða CO og fylgja því önnur kolvetni, þ. á m. ómettuð og hring- bundin, t.d. penten og bensen. Það gas er talið hitamyndað við sundrun lífrænna efna í setlögunum. Metan kemur víða upp með hveragasi á íslandi og er magnið oftast á bilinu 0-2% af rúmmáli. Ekki virðist munur á háhita- og lághitasvæðum í þessu tilliti. Á jarðhitasvæðinu í Öxarfirði er metan 4-6% og því fylgja einnig lengri kolvetniskeðjur, allt upp í hexan og bensen (Magnús Ólafs- son o.fl. 1992). Ólífmynduð kolvetnisgös Thomas Gold hefur sett fram tilgátu um myndun kolefnissambanda án þátttöku líf- rænna afla. Hún er í stuttu máli sú að úr frummetani í iðrum jarðar hafi myndast flókin kolvetnissambönd sem gefi aftur frá sér metan sem berst til yfirborðs um veilur í jarðskorpunni. Slíks metans væri helst að vænta þar sem sprungur ná djúpt í jörð án þess að þar séu eldsumbrot, sem valdi um- breytingu á metaninu. Við ákjósanlegar aðstæður á metanið líka að geta ummynd- ast í þyngri kolvetni, s.s. olíu. Eigi kenning Golds við rök að styðjast má leita jarðgass og -olíu á allt öðrum stöðum og við aðrar aðstæður en hingað til hefur verið gert. Meðal þeirra staða, sem Gold hefur bent á sem ákjósanlega til að leita að slíku gasi og olíu eru Lagarfljót, sem er nálægt jaðri gosbeltisins en þó utan þess, og Siljanskál- in í Dölunum í Svíþjóð (sjá bls. 275). ■ UPPSTREYMISSVÆÐIN í LAGARFLJÓTI Gasið kemur aðallega upp á tveimur svæð- um í og við Lagarfljót. Nyrðra svæðið er við Hreiðarsstaði, gegnt ósum Grímsár (3. mynd), en syðra svæðið er við suðurenda Fljótsins og á aurum Jökulsár (5. mynd). Hreiðarsstaðir Uppstreymis gass verður einkum vart á vetrum. Þar sem streymi er nægilega mikið haldast opnar vakir á ís og þar sem streym- ið er minna sjást gasbólur í ísnum. Svæðið skoðuðum við í mars 1984 og síðan aftur í febrúar 1985. í fyrra skiptið fundust aðeins gasbólur í ísnum en hvergi nægilegt gasstreymi til sýnatöku, þrátt fyrir leiðsögn kunnugra. í síðara skiptið, þann 24. febrúar 1985, var glær ís á Fljótinu, um 30 cm þykkur. Gasbólur voru víða í ísnum á um 1 km löngu svæði með fljótsbakkanum við Hreiðarsstaði og náðu 300-400 m frá 268

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.