Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 41
2. tafla. Niðurstöður greininga stöðugra samsœta í gassýnum frá Lagaifljóti og Urriða- vatni. Staður Dags. Sýni nr. ch4 n2 3He/4He 813C%o 8D%c 815N %c R/Ratm Lagarfljót Vallholt 21/3 '84 0074 -72,8 -268 4,4 Lagarfljót Vallholt 25/2 '85 0110 -72,8 -266 4,4 Lagarfljót Buðlungavellir 25/2 '85 0111 -80,9 -270 4,4 Lagarfljót Hreiðarsstaðir 24/2 '85 0109 -80,2 -267 4,4 Urriðavatn Hola UN-8 23/2 '85 +0,6 les, Scripps Institute of Oceanography, San Diego og Raunvísindastofnun Háskólans. Niðurstöður gasgreininga, ásamt niður- stöðum tveggja eldri greininga frá Lagar- fljóti og einnar frá Isafirði eru birtar í 1. töflu og niðurstöður samsætugreininga eru birtar í 2. töflu. Samanburður við niðurstöður greininga eldri sýna frá Vallholti og Hreiðarsstöðum bendir til svipaðrar samsetningar gegnum árin og er líklegast að gasið við Hreiðars- staði og Buðlungavelli sé að nokkru leyti blandað andrúmslofti en ekki við Vallholt. Niðurstöður gas- og samsætugreininga Vallholtssýnanna tveggja, sem tekin voru með u.þ.b. árs millibili, benda til mjög stöðugrár gassamsetningar. Reynt var að greina kolvetni með tveimur eða fleiri kol- efnisatómum (C2+), en þau voru ekki mæl- anleg á geysinákvæmt gasgreiningartæki hjá Global Geochemistry Corporation (C2+< 0,01%). Túlkun Efnasamsetning vatnsins er dæmigerð fyrir steinefnasnautt jökulvatn og ekki að ætla að hún hafi áhrif á gasið, nema ef vera skyldi að eitthvert koldíoxíð leysist í vatn- inu og metanið verði hreinna en ella. Hún kemur því ekki við sögu í túlkuninni. Schoell (1980) flokkaði gas úr náttúr- unni eftir efna- og samsætusamsetningu og ber hver flokkur merki uppruna síns. Á 7. mynd er flokkun hans eftir styrk og gerð kolvetna sýnd á einfaldaðan hátt. í ungu, óþroskuðu lífmynduðu gasi er metan yfir- leit svo til eina kolvetnið (C2+ « 0,001%), en töluvert myndast af því. Við frekari þroska myndast lengri kolefnis- keðjur (hitamyndað gas) og síðan olíur og bik. Að lokum sundrast langkeðjugös og mynda metan og loks grafít við tiltölulega háan hita, sem ríkir á miklu dýpi. Gasið sem myndast endar því að mestu leyti sem metan. Þroskinn er mældur sem endurskin frá vitriníti, sem er eitt af grunnefnum kola. í 3. töflu er sýnt yfirlit um styrk hærri kolvetna og hlutfall '3C í hinum ýmsu hóp- um náttúrulegra kolvetnisgasa, flokkuðum eftir uppruna, sbr. umfjöllun hér að framan. Samkvæmt efnasamsetningu (C2+« 0,01%) er gasið frá Lagarfljóti ungt, líf- myndað gas (flokkur ,,B“). Schoell (1980) birti í grein sinni niður- stöður fjölda samsætugreininga á gasi úr þessum flokkum. Á 8. mynd er sýnt sam- band D/H (tvívetni/vetni) og l3C/l2C-hlut- falla og dregin þau mörk sem sýni úr fjór- um flokkum falla innan. Niðurstöður Lag- arfljótssýnanna hafa verið dregnar inn á myndina og falla greinilega með ungu líf- verugasi frá kvarter (B, jökulruðnings- og mýragas) en gas frá Öxarfirði fellur mjög ákveðið í flokk með hitamynduðu gasi. 271

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.