Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 42
6. mynd. Vakir undan landi Buðlungavalla 25. febrúar 1985. Ljósm. Sigmundur
Einarsson.
Schoell (1980) hefur og athugað dreif-
ingu 8D í lífmynduðu metani (B) miðað
við myndunarumhverfi þess. Er hún sýnd á
9. mynd og benda niðurstöður eindregið til
þess að gasið í Lagarfljóti eigi uppruna
sinn á landi. Þá hafa Nakai o.fl. (1974)
tekið til meðferðar samband D/H-hlutfalla
7. mynd. Flokkun gasa úr kolvetnum.
í metani frá náttúrunni og í grenndarvatni
þess. Gas frá Japan fylgdi jöfnunni:
5D(CH4) = 5D(H,0) - (5160(H20) ± 10)%o (2)
Schoell (1980) komst að svipaðri niður-
stöðu. Lína þessi er teiknuð á 10. mynd
(með skekkjumörkum ± 20%c), og eru
niðurstöður Schoells (1980) og þær sem
hér er um fjallað settar inn á og flokkaðar.
Þar sem 5DH;0 var ekki mælt nú var notuð
niðurstaða Braga Ámasonar (1976) um
sýni frá Atlavík. Enn flokkast Lagarfljóts-
sýnin með jökulruðnings- og mýragasi,
þ.e. lífmynduðu, landrænu gasi.
Hlutfall 3He/4He er svipað og fundist
hefur annars staðar á Austurlandi og á
sennilega ekkert skylt við rotnunargasið
metan. Radonstyrkur er fremur lítill, en
ástæðan er óljós.
Ályktanir
Á syðsta staðnum, Vallholti, kemur gasið
upp við land og er þar minnst blandað
andrúmslofti. Við Buðlungavelli og Hreið-
arsstaði streymir gasið gegnum vatnið og
virðist blandast andrúmslofti. Örlítill en
272