Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 44
9. mynd. Dreifmg SD í lífmynduðu metani.
sem einkennist af þessum mikla jarðlaga-
halla og nær það norðan frá Bakkaflóa um
Fljótsdal suður í Hornafjörð og þaðan til
suðvesturs í átt að Öræfajökli (11. mynd).
Gasuppstreymið við innanvert Fljótið er
innan hallabeltisins og svo undarlega vill
til að jarðbik sem fannst árið 1985 við
Lambatungujökul í Skyndidal í Lóni er
einnig innan þessa hallabeltis. Hallabeltið
er líklega orðið til vegna aukinnar
gosvirkni í eystra gosbeltinu í
skamman tíma fyrir um 7,5
milljón árum. Við það jókst
ferging í gosbeltinu um tíma og
afleiðingin varð „mjótt“ belti með
óvenjumiklum jarðlagahalla og
liggur það samsíða núverandi gos-
belti. Ekki er vitað til að nein
óvenjumikil setlög af lífrænum
uppruna fylgi hallabeltinu né
heldur að því fylgi brotakerfi sem
leitt gæti gas úr iðrum jarðar.
Laus iarðlög
Á ísöld hefur skriðjökull legið út Fljótsdal
og grafið Lagarfljótskvosina langt niður
fyrir núverandi sjávarmál. Fljótið er 111 m
djúpt þar sem dýpst er, nokkru utan við
Hallormsstað. Þykkt setlaga á botninum er
ekki þekkt en jarðlagasnið í borholunni
sem boruð var 1966 á aurum Jökulsár
bendir til að þykktin sé a.m.k. 10-
20 m víðast hvar og mun meiri í
nágrenni árósa. Frá lokum ísaldar
hefur Jökulsá fyllt innstu 10 km
kvosarinnar með framburði sínum
og er þar nú sléttur dalbotn.
Dalurinn er um 1,5 km breiður að
meðaltali og gera má ráð fyrir að
setfyllingin sé um 140 m þykk.
Setfyllingin hefur myndast á u.þ.b.
10.000 árum og hefur Jökulsá sett
af sér að meðaltali 200-250 þús.
tonn á ári við ósana frá lokum ís-
aldar. Aurburðarmælingar Vatns-
orkudeildar Orkustofnunar benda
til að nú setji áin af sér um 300
þús. tonn árlega við ósana en það
þýðir að árósamir færast fram um
1,3 m á ári út í Lagarfljót. Ekki er
þó hægt að nota þessar tölur til að
meta aldur einstakn hluta dal-
fyllingarinnar nema 2000-2500 ár
aftur í tímann þar sem framburður
Jökulsár er háður stærð og rof-
mætti Vatnajökuls, en talið er að á
fyrri hluta nútíma hafi jöklar verið
mun minni en þeir eru nú vegna
hlýrra loftslags.
274