Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 52
Fréttir ■ SJÓFUGLAR OG FISKISTOFNAR VIÐ NORÐUR-NOREG Svartfuglar eru tiltölulega langlífir og hafa litla árlega viðkomu. Að jafnaði drepast einungis 5-10% fullorðinna fugla árlega og geta þeir hæglega náð 20 ára aldri. Hvert par þarf aðeins að skila tveimur ungum á lífsleiðinni til að viðhalda varp- stofninum. Viðkomubrestur endrum og eins skiptir því litlu máli fyrir þessar tegundir. Aukin afföll fullorðinna fugla, t.d. vegna olíuslysa eða fæðuskorts, geta hins vegar leitt til þess að stofnar bókstaflega hrynja. Norðmenn hafa um skeið notað olíuauð sinn til að fylgjast náið með ýmsum stofnum sjófugla og þeim hættum sem steðja að þeim. Slíkt eftirlit er enn á frumstigi hér á landi. Sjófuglastofnar við Barentshaf og í Norður-Noregi eru stórir og mikilvægir á alþjóðlega vísu. Sumir þeirra eru í vexti en öðrum tegundum hefur fækkað mikið. Hér verða rakin dæmi um hversu afkoma sjófugla getur verið ná- tengd stærð fiskistofna en ekki öfugt, eins og margir hérlendir hjáfræðingar halda fram. Lundinn við Lófót Lundar sem verpa á eyjunni Röst, syðst á Lófæti fóðra unga sína einkum á seiðum norsk-íslenska síldarstofnsins. Síldin hvarf að mestu árið 1969 og síðan þá hefur lundavarp á Röst einungis heppnast fimm sinnum. Laust fyrir 1980 var talið að um ein milljón lundapara yrpi á Röst og fækk- aði þeim um 60% frá 1979 til 1988. Stofninn hefur verið nokkuð stöðugur síðan og er nú áætlaður um hálf milljón para. Síldin er nú að rétta úr kútnum og varpárangur lundanna hefur batnað að sama skapi. Afkoma lundans við Lófót er því nátengd ástandi síldarstofnsins. Langvían og loðnustofninn Vorið 1987 kom í ljós að langvíum í björgum í Austur-Finnmörku, á Svalbarða og á Bjarnarey hafði fækkað um 80-90% frá því árið á undan. Þessi fækkun kom mönnum ekki alveg í opna skjöldu þar sem þúsundir af dauðum langvíum hafði rekið á land um veturinn. Skýringar var skammt að leita: loðnustofninn í Barentshafi var hruninn, hafði fækkað úr 5 milljónum tonna í 20 þúsund tonn. í fyrstu héldu menn í þá von að langvíurnar hefðu ekki drepist, heldur væru geldar og slepptu úr varpi vegna lélegra fæðuskilyrða. Sú von brást og hefur fuglunum fjölgað lítið síðan, þrátt fyrir að varpárangur hafi yfirleitt verið góður undanfarin ár. Árleg viðkoma hjá langlífum tegundum er oftast nær það lítil, jafnvel í bestu árum, að slíkir stofnar eru alltaf lengi að ná sér eftir áföll. Loðnu- stofninn í Barentshafi óx að nýju og var áætlaður um sjö milljón tonn 1993. Þá hrundi hann aftur. Langvíum fækkaði hins vegar ekki enda áttu þær nú kost á síldar- seiðum en sú var ekki raunin er loðnan hvarf 1986. Byggt að mestu á grein eftir Rob Barret í WWF Artic Bull. (4. hefti 1994). Kristinn Haukur Skarphéðinsson 282

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.