Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 56
Hins íslenska náttúrufræðifélags, haldinn
26. febrúar 1994, samþykkir að beina þeim
tilmælum til umhverfisráðherra, að hann
beiti sér af öllum kröftum fyrir því, að
Umhverfisráðuneytið taki málefni friðunar
vatnasviðs Þingvallavatns í sínar hendur
og tryggi, að sjónarmið ólíkra aðila fái
lýðræðislega og faglega umfjöllun.“
Fleiri mál voru ekki á dagskrá. For-
maður þakkaði starfsmönnum fundar og
starfsmönnum félagsins fyrir vel unnin
störf á árinu 1993. Fundi var svo slitið um
kl. 16.
■ FRÆÐSLUFUNDIR
Haldnir voru 6 fræðslufundir á vegum
félagsins á árinu. Þeir voru allir haldnir í
stofu 101 í Odda, síðasta mánudag hvers
vetrarmánaðar (nema desember) kl. 20:30.
Hafa fundir þessir verið haldnir á þessum
dögum síðan þeir hófust árið 1923. Fyrir-
lesarar og erindi voru sem hér segir:
25. janúar: Guðmundur A. Guðmundsson,
fuglafræðingur: Umferð hánorrænna
farfugla um ísland. Fundinn sóttu 50
manns.
22. febrúar: Guðmundur Halldórsson,
plöntusjúkdómafræðingur: Sitkalús.
Fundinn sóttu 44 manns.
26. apríl: Guðmundur G. Bjarnason, eðlis-
fræðingur: Um ósonlagið. Fundinn
sóttu 58 manns.
26. apríl: Borgþór Magnússon, líffræð-
ingur: Vistfræði og útbreiðsluhættir
alaskalúpínu. Fundinn sóttu 70 manns.
25. október: Trausti Jónsson, veðurfræð-
ingur, og Tómas Jóhannesson, jökla-
fræðingur: Hlýnun af völdum vaxandi
gróðurhúsaáhrifa. Fundinn sóttu 73
manns.
29. nóvember: Sigurður Greipsson, líf-
fræðingur: Vistfræði melgresis. Fund-
inn sóttu 32 manns.
Fundirnir voru jafnaðarlega kynntir í
dagskrám dagblaða og útvarps. Kann HIN
fjölmiðlum þessum þökk fyrir. Hreggviður
Norðdahl sá með aðstoð góðra manna um
auglýsingu á fjölmörgum stofnunum og
framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Háskóla íslands er þakkað fyrir greið afnot
af fyrirlestrasalnum og Jóni Kristjánssyni,
húsverði í Odda, er þakkað fyrir lipra og
trausta aðstoð við undirbúning funda.
■ FERÐIROG NÁMSKEIÐ
Famar voru fimm fræðslu- og náttúru-
skoðunarferðir á sumrinu 1993. Var þátt-
taka í ferðunum sýnu meiri en í ferðunum
árið áður. Gætti þar sennilega einkum
rénandi hagkrepputilfinningar og þar af
leiðandi hugardoða hjá þjóðinni. Einnig
kann að hafa valdið nokkru að veður voru
skömminni til skárri í ferðunum þetta
sumar en hið fyrra, þó þau hefðu vel mátt
vera til muna betri. Virkilega gott ferða-
veður var í engri ferðanna. Nokkuð er
áberandi, hvað veðrið síðustu dagana
(fyrir dagsferðir) eða vikurnar (fyrir lengri
ferðirnar) á undan ferðum hafa mikil áhrif
á endanlega þátttöku, en veðurspár fyrir
ferðadagana lítil áhrif. Þessi aukna þátt-
taka er athyglisverð í ljósi þess að sam-
dráttur hélst áfram í almennum ferðum
innanlands. Þrátt fyrir miðlungi góð ferða-
veður og langan akstur á stundum voru
þátttakendur yfirhöfuð mjög vel ánægðir
með ferðirnar. Það er einkum að þakka
vandaðri og vel undirbúinni leiðsögn. Fær
félagið seint fullþakkað leiðsögumönnum
sjálfboðavinnu þeirra við ferðirnar. Sinn
þátt í vel heppnuðum ferðum eiga einnig
bílstjórarnir hjá Guðmundi Jónassyni, sem
hafa jafnan sýnt einstaka lipurð og ástund-
un að koma ferðarmönnum á sem
þægilegastan hátt á tilætlaða staði. Ber
þeim hlý þökk fyrir. Þetta fólk allt á
drýgstan þátt í því að ferðir sumarsins
tókust í heild séð vel, auk þess glaða og
ánægjulega samfélags sem þátttakendur
sjálfir voru.
Fuglaskoðun
Fuglaskoðunarferð var farin suður á
Garðskaga laugardaginn 15. maí, með
286