Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 59
Sandá. Þar var staðnæmst við gangna- mannaskálann og gengu þaðan sumir upp með gljúfri Kerlingarár, en aðrir skoðuðu sig um í nánd við skálann. Eftir kaffi- hressingu var snúið við og ekin sama leið til baka. Að var í Tungufellsdal, komið við hjá Geysi en komið til Reykjavíkur um kl. 21 um kvöldið. Þrátt fyrir mikinn akstur og minni gang, moldrok og skert skyggni, voru þátttakendur yfirleitt ánægðir með ferðina. í ferðinni voru 45 manns, en farar- stjórar voru Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson. Þincvallaferð Laugardaginn 18. september var farið austur að Þingvallavatni. Var ferðin farin í tilefni af útkomu bókar um Þingvallavatn, sem fjöldi íslenskra vísindamanna hefur unnið að, en ritstjóri var Pétur M. Jónas- son, prófessor í Kaupmannahöfn. Leið- sögumenn voru Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, og Sigurður S. Snorrason, líffræðingur, auk þess sem Hilmar J. Malmquist, líffræðingur, tók á móti hópn- um austur við Þingvallavatn. Veður var þolanlegt, lofthiti 8 til 13°C, austanátt, stíf á stundum, skýjað en þurrt. Litið var yfir Þingvelli af vesturbarmi Almannagjár og megindrættir jarðfræði skoðaðir. Næst var farið austur að Vatnsvík, en þar höfðu hinar ýmsu fiskategundir í Þingvallavatni verið dregnir á land og hafðar til sýnis í kerum. Þaðan var haldið austur að Davíðs- gjá og gengið með henni, en líf- fræðingarnir greindu frá lífi fiskanna í vatninu. Svo var farið að Miðfelli og skoðað píkrít í grjótnámu, en þaðan niður að Sogi og gengið yfir í Skinnhúfuhelli í Dráttarhlíð. Farið var heim um Nesjavelli. I förinni voru 20 manns, en fararstjórar voru Guttormur Sigbjarnarson og Frey- steinn Sigurðsson. Leiðsögumönnum er þakkað framlag þeirra og fyrirhöfn. Ferða- skrifstofu Guðmundar Jónassonar og öku- mönnum í ferðum félagsins er þökkuð einstök lipurð og góð og greið þjónusta. ■ ÚTGÁFA Á árinu kom út 62. árgangur (1992) Nátt- úrufræðingsins, en í árslok lá fyrir að miklu leyti efni í næsta árgang og ríflega það. Standa því vonir til að útgáfan geti farið að ganga hraðar og eitthvað muni saxast á hala þann sem á henni er orðinn. í nóvember kom út bókin „Villt spendýr á íslandi“, sem gefin er út í samvinnu við samtökin Landvernd. Bókin er 351 blað- síða og skreytt fjölda mynda. Höfundar eru 20 talsins, en fjögurra manna ritnefnd frá Líffræðifélagi íslands sá um faglegan undirbúning. Ritstjórar voru tveir, Páll Hersteinsson, sem sá um faglegu hliðina, og Guttormur Sigbjarnarson, sem sá um tæknilegu hliðina. Umhverfisráðuneytið styrkti útgáfuna. í febrúar 1994 höfðu selst hátt í 600 eintök. Pétur M. Jónasson, prófessor í vatnalíffræði í Kaupmanna- höfn, gaf HÍN 300 eintök af bókinni um Þingvallavatn (439 síður, á ensku) til frjálsrar ráðstöfunar. Kann HIN Pétri hina bestu þökk fyrir, en félagsmönnum er gefinn kostur á að eignast bókina á vildarkjörum. ■ ÖNNUR SÝSLAN Stjórn HÍN veitti umsögn um eftirtalin lagafrumvörp að beiðni Alþingis: Breyt- ingar á löguin um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit (mars), Verndun og veiðar villtra fugla og spendýra, annarra en hvala (mars). Einnig fjallaði stjórn HÍN um plaggið „Stefna í náttúruvernd“, sem Náttúruverndarráð lagði fyrir Náttúru- verndarþing í október og sent var fjöl- mörgum aðilum til umsagnar. HÍN var annar tveggja (sic!) aðila sem skiluðu athugasemdum fyrir þingið. 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.