Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 65
slíkt leyfi fæst, á eftir að koma í ljós hvort
leptín hefur sömu áhrif á menn og mýs og
hvort neysla þess hefur svo óæskilegar
aukaverkanir í för með sér að ekki þyki
verjandi að nota það til að megra fólk. I
besta falli má búast við að fimm til tíu ár
muni líða áður en því verði sleppt á mark-
að. Eins benda músatilraunir til þess að
ekki megi hætta lyfjagjöfinni, þá hallist
óðara á ógæfuhlið. Menn yrðu því háðir
efninu ævilangt, líkt og sykursjúklingar
insúlíni. En þó svo að aldrei verði hægt að
gefa mönnum leptín gætu rannsóknir á
áhrifum þess vísað á nýjar leiðir í barátt-
unni við kalóríurnar.
Time, 7. ágúst 1995/The Economist 29.
júlí-4. ágúst 1995.
■ GERVIROTTUR
TIL KENNSLU
Þegar sá sem þetta skráir var við nám í
Svíþjóð var ekki langur tími liðinn frá
lokum heimsstyrjaldarinnar síðari og enn
gengu ýmsar skopsögur frá stríðsárunum.
Ein þeirra höfðaði til þess að undir lok
stríðsins urðu Þjóðverjar að eta og nota
ýmis gerviefni, svo sem gervikaffi og
gervibensín. Allt gekk þetta undir nafninu
Ersatz. Sagan segir að Þjóðverji hafi á
þessum tíma komið landflótta til Svíþjóðar
og verið spurður hvort það væri satt að
menn neyddust til að eta rottur í Þýska-
landi. Hann á að hafa samsinnt því og talið
ekkert tiltökumál. En gervirottur, Ratten-
ersatz, það væri aumi óþverrinn!
Nú virðist tími gervirottunnar vera að
ganga í garð. Rottur eru talsvert notaðar
við kennslu, einkum í sálarfræði, þar sem
þær eru meðal annars þjálfaðar í að rata um
hvers kyns völundarhús, hljóta umbun fyrir
rétta hegðun og straff fyrir ranga. Fátt eða
ekkert í hegðun nagdýranna kemur fræði-
mönnum á óvart og að skömmum tíma
liðnum, þegar þau hafa náð þeirri leikni
sem til er ætlast, verður að farga þeim.
Samtök dýravina leggjast gegn þessari
meðferð á dýrunum, enda verður ekki séð
að sami nauður reki menn til þessa eins og
að prófa á rottum og músum efni og að-
ferðir sem geti skilið á milli lífs og dauða
hjá mönnum. Nú hafa tölvumenn við
Háskólann í Toronto hannað rafeindarottu
sem komið getur að flestu leyti í stað til-
raunadýranna í sálfræðikennslustofunum.
Gervirottan Snijfy er raunar aðeins til sem
forrit er birtist á skjá. Hún hegðar sér í
upphafi eins og vænta má af villtri rottu og
lætur skilyrðast á sama hátt og hún.
Um sinn líkamnast Sniffy einungis í
Macintosh-tölvum en von er á PC-útgáfu
undir áramót. Þar sem kvikindið kostar
ekki nema 40 dali (hingað komið kannski
5000 krónur með tolli og virðisaukaskatti)
telst þetta í senn ódýr og siðleg lausn á
vanda sem haldið hefur mörgum veikgeðja
sálfræðiprófessorum andvaka.
The Economist, 22.-28. júlí 1995.
Örnólfur Thorlacius tók saman.
295