Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 66
Á NÆSTUNNI Fjölmargar greinar bíða nú birtingar í Náttúrufrœðingnum. Hér er tœpt á efni nokkurra sem birtast munu í nœstu heftum. Haförninn Kristinn Haukur Skarphéðinsson skrifar um íslenska hafarnarstofninn, hvernig honum var nærri því útrýmt um síðustu aldamót og vöxt hans og viðgang á 20. öld. Knattkol Hin hraða tækniþróun sem við búum við á m.a. rætur að rekja til mikilla framfara í lífrænni efnafræði. Már Björgvinsson efna- fræðingur greinir frá einni þeirra nýjunga sem hvað mestar vonir eru bundnar við en það eru knattlaga kolefnissameindir og ýmis tilbrigði við þær. Ferð Galíleós Geimflaugin Galíleó er nú á leið út eftir sólkerfinu og í desember 1995 verður hún komin í námunda við Júpíter. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur fræðir les- endur um þetta ferðalag. Jarðfræði Landbrots O.FL. Jón Jónsson er lesendum Náttúrufræðings- ins að góðu kunnur. Hann hefur nú tekið saman ítarlega grein um jarðfræði Land- brots og næsta nágrennis og auk þess hefur hann sent ritinu fjórar styttri greinar sem bíða birtingar. R/ÚPNATALNINGAR Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur greinir frá rannsóknum sínum á stofnstærð rjúpu á undanförnum árum en tilgangur rannsókn- anna hefur veðið að skýra breytingar á stofnstærð og afkomu fálka. ÁST/ÖRN í HAFNARFIRÐI Nýlega var Ástjörn mikið til umræðu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipu- lagi Hafnarfjarðar. Af því tilefni tók Gunnar Ólafsson steingervingafræðingur saman yfirlit um myndunarsögu og lffriki tjarnarinnar. Geirfuglinn í Náttúrugripasafninu Fyrir rúmum tuttugu árum var íslensku þjóðinni sleginn uppstoppaður geirfugl á uppboði í London. Fuglinn er varðveittur í Náttúrugripasafninu við Hlemm í Reykja- vík. Safnið á að auki tvö geirfuglsegg og eina beinagrind af geirfugli. Ævar Peter- sen rekur sögu þessara merku gripa, en árið 1994 voru liðin 150 ár frá því síðustu geirfuglarnir voru drepnir í Eldey. Norðan Vatna/ökuls III Þetta er þriðja grein Guttorms Sigbjarnar- sonar um jarðfræðirannsóknir á þessu svæði. Er nú komið að umfjöllun um eldstöðvar og hraun. Innfluttar NYT/APLÖNTUR Áslaug Helgadóttir plöntuerfðafræðingur og formaður ritnefndar Náttúrufræðingsins skrifar grein um nýtingu lands og innflutt- ar plöntutegundir, en þau mál hafa verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Af öðru efni sem bíður birtingar má nefna grein um sandmaðk í fjörumó og súrri gjósku eftir Leif A. Símonarson og Pál Imsland, grein um æðarfuglinn eftir Kristin Hauk Skarphéðinsson og grein eftir Erling Ólafsson og Gunnlaug Péturs- son um skríkjur í greinaflokknum Islenskir flækingsfuglar. 296

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.