Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. ágúst 2009 11 INDLAND, AP Götur í borginni Pune á Indlandi eru hálftómar og skól- ar lokaðir í Mumbai af ótta við svínaflensuna sem hefur breiðst hratt út þar í landi að undan- förnu. Tuttugu manns hafa dáið úr flensunni í landinu og hátt í 1.300 manns hafa sýkst. Óttinn við veiruna er mikill og virðist fara stigmagnandi þrátt fyrir að engin ástæða sé til þess að mati sérfræðinga. „Allur æsingurinn vegna flensunnar er í engum tengslum við alvarleika hennar,“ sagði Jai Narain, læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni. Fjöldi fólks hefur farið á sjúkrahús til að láta kanna hvort það beri veiruna og hafa biðraðir verið gríðarlega langar. - fb Skæð svínaflensa á Indlandi: Skólar lokaðir og götur tómar BEÐIÐ EFTIR SKOÐUN Íbúar í borginni Mumbai bíða eftir læknisskoðun vegna svínaflensunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL Sundlauginni á Þing- eyri verður lokað í þrjá daga í næstu viku. Í tilkynningu frá Ísafjarðar bæ kemur fram að það sé af óviðráðanlegum orsökum. Þær óviðráðanlegu orsakir eru orkuskortur, þar sem Orkustofn- un tekur svokallaða Vesturlínu út einu sinni á ári vegna við- halds. Þetta kemur fram á frétta- vefnum bb.is, þar sem rætt er við Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmann eigna hjá Ísa- fjarðarbæ. Engar aðrar sundlaugar í rekstri Ísafjarðar verða lokað- ar, en laugin á Þingeyri verður lokuð frá 18. til 21. ágúst. - þeb Sundlaugin á Þingeyri: Lokað vegna orkuskorts KJARAMÁL Bæjarstarfsmenn hafa samþykkt kjarasamninga sem gerðir hafa verið við ríkið og Launanefnd sveitarfélaga. Samningurinn við ríkið var samþykktur með 72 prósentum atkvæða. Rúm tuttugu prósent greiddu atkvæði gegn samningn- um. Samningur við launanefnd var samþykktur með rúmum 77 prósentum greiddra atkvæða, en rúm sextán prósent sögðu nei við þeim samningi. Rafræn kosning fór fram um samningana 10. til 13. ágúst. - þeb Samflot bæjarstarfsmanna: Samþykktu kjarasamninga Sameinaður skóli hefur störf Sameinaður leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli tekur til starfa á Tálkna- firði í þessum mánuði. Skólarnir hafa verið sameinaðir og Trausti Þór Sverrisson verið ráðinn skólastjóri hins sameinaða skóla. VESTFIRÐIR Þýðingamiðstöð stækkar Utanríkisráðuneytið hefur auglýst eftir þýðanda til starfa við útibú þýðinga- miðstöðvar ráðuneytisins á Ísafirði, en þar starfa tveir þýðendur nú þegar. Starfsmenn í miðstöðinni vinna að þýðingum fyrir utanríkisráðuneytið, ásamt um þrjátíu öðrum starfsmönn- um sem vinna annars staðar. ÍSAFJÖRÐUR VEIÐI Það kom leigutökum við Jöklu skemmtilega á óvart þegar lax veiddist langt upp í Jökuldal úr hliðará Jöklu. Hingað til hefur ríkt óvissa um hvort Jökla væri laxgeng upp dalinn vegna þess að um marga erfiða fossa og flúðir er að fara fyrir fiskinn á leið sinni upp ána. Hingað til hefur lax safnast saman við svokallaðan Steinboga, rétt neðan við þjóðvegsbrúna á Jöklu. Hins vegar veiddist lax úr hliðaránni Hnefilsdalsá, sem renn- ur langt þar fyrir ofan, í vikunni. Það var félagi úr Mokveiðifélag- inu svokallaða sem dró laxinn en þeir félagar höfðu veitt vel á neðri svæðum Jöklu dagana á undan. Á heimasíðu leigutakans, Veiði- þjónustunnar Strengja, segir að þetta séu frábær tíðindi, enda staðfest að göngufiskur kemst upp á gífurlega stórt svæði upp allan Jökuldal. Einnig að hugsanlega sé svo ofarlega í ánni náttúrulegt klak því engum seiðum var sleppt í Hnefilsdalsá í fyrra og laxinn því væntanlega af náttúrulegum upp- runa árinnar. - shá Lax er farinn að veiðast langt upp í Jökuldal sem kemur leigutaka á óvart: Jökla kemur veiðimönnum á óvart enn á ný JÖKLA Eftir virkjun við Kárahnjúka rennur jökulvatnið í Lagarfljót. Hliðarár jökulfljótsins renna um farveginn og mynda perlu fyrir veiðimenn. MYND/ÞRÖSTUR ELLIÐASON Það verður líf og fjör í Heiðmörk í dag. Ferðafélag barnanna stendur fyrir frábærum fjölskyldudegi þar sem kátir krakkar á öllum aldri fá einstakt tækifæri til að heilsa upp á Heiðmörk. Mætum í Þjóðhátíðarlundinn í Heiðmörk kl. 14 og skemmtum okkur til kl. 16. Athugið að bæði er hægt að skrá sig í Ferðafélag barnanna og Ferðafélag Íslands á staðnum. Allir velkomnir. með Ferðafélagi barnanna í dag Rauðhólar Suðurlandsvegur Heiðmörk er stærsta útivistarsvæðið í nágrenni höfuðborgarinnar. Hún er tilvalin til útivistar fyrir alla fjölskylduna allan ársins hring. Lengri eða styttri gönguferðir eru ódýr, holl og fróðleg skemmtun og í Heiðmörk er um nóg að velja. Spennandi göngustígarnir spanna um 40 km og liggja frá Norðlingaholti út að Maríuhellum. Dagskráin hefst kl. 14 í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk Ingó úr Veðurguðunum kemur öllum í stuð Skemmtilegur ratleikur Gönguferðir með fararstjórum Ferðafélags Íslands á hálftíma fresti Íþróttakennarar stjórna skemmtilegum leikjum Sölufélag Garðyrkjumanna gefur öllum að bragða glænýja uppskeru Íslandsmeistaramótið í gúrkuáti klukkan 14.30 Kynning á útivistarbúnaði frá Útilífi ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 69 52 0 9/ 09 Ferðafélag Íslands Þjóðhátíðarlundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.