Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 16
16 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Í slenska þjóðin hefur þykkan skráp og hefur að mörgu leyti brugðist við kreppunni og óvissri framtíð af æðruleysi. Þrátt fyrir reiði og jafnvel örvæntingu reynir fólk að sjá ljósið og líta á ýmislegt gott sem breytt samfélag í kjölfar efnahags- hrunsins hefur leitt af sér. Margir hafa fundið sér tækifæri í þessum breytingum. Finna má skemmtileg dæmi um margvíslega starfsemi sem lítill áhugi hefði verið á í góðærinu en hefur náð að blómstra; endursala á notuðum varningi, heimilisiðnaður og aukinn áhugi á íslenskri framleiðslu eru dæmi um þetta. Ýmis önnur sprotastarfsemi er einnig blómleg þannig að vænta má að þeir sérkennilegu tímar sem nú eru uppi muni, þegar upp er staðið, skila ýmsu uppbyggilegu inn í samfélagið til framtíðar. Húmorinn er líka skammt undan enda getur kaldhæðni og skop- legt samhengi hlutanna verið ágæt útrás fyrir reiði sem ella gæti beinst í neikvæðari farveg. Undir niðri nagar þó óvissan þjóðina. Það er staðfest í niður- stöðum alþjóðlegrar könnunar um fjármálakreppuna sem gerð var í júní síðastliðnum og birt nú í vikunni. Könnunin nær til almenn- ings í 22 löndum og annast Capacent Gallup framkvæmd hennar hér á landi. Íslendingar eru áberandi svartsýnastir á efnahagsástandið meðal þeirra þjóða sem könnunin nær til. Auk þess er traust landsmanna á getu ríkisstjórnarinnar til að bregðast við ástandinu þverrandi. Samkvæmt könnuninni telur 71 prósent Íslendinga að efnahags- ástandið eigi enn eftir að versna meðan 46 prósent Þjóðverja, sem voru næstsvartsýnastir á eftir Íslendingum, voru á þessari skoðun. Ísland var annað tveggja landa í könnuninni þar sem svartsýni hafði aukist milli kannana en sú næsta á undan var gerð í mars. Í könnuninni er einnig spurt um sálfræðileg einkenni sem oft eru tengd við streitu og álag. Í ljós kom að 63 prósent Íslendinga töldu sig hafa upplifað einkenni eins og svefnleysi, streitu, kvíða og depurð sem afleiðingu efnahagsástandsins. Þetta er talsvert yfir meðaltali þjóðanna, sem er 54 prósent. Það er því ljóst að kvíðinn er skammt undan þótt fólk beri sig vel frá degi til dags. Meðan dregur úr svartsýni á efnahagshorfum í langflestum þeirra landa sem könnunin nær til þá eykst hún á Íslandi. Þetta er auðvitað í fullu samræmi við raunveruleikann því meðan nú eru farnar að berast fréttir frá ýmsum löndum, meðal annars Banda- ríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, um að teikn séu á lofti um að landið fari að rísa í efnahagsmálum þá eru engin slík teikn á lofti hér heima. Hér ríkir mikil óvissa um marga hluti. Loks er þó farið að glitta í afrakstur rannsókna á aðdraganda hrunsins. Það skiptir enda miklu máli fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar til framtíðar að þetta tímabil sé kortlagt og skýrt og ekki síður að þeir sem ábyrgð bera verði látnir axla hana og ekki gert kleift að hlaupast undan skuldum sínum. Næstu sólarhringar munu vonandi færa þjóðinni aukið tilefni til bjartsýni. Hún hefur vissulega þykkan skráp en þarf nú á áþreifan- legum batamerkjum að halda. Íslendingar eru svartsýnastir þjóða á efnahagshorfur. Gengið hefur á þykkan skráp STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Í öllum aðalatriðum eru aðeins tvær leiðir til að stjórna fisk-veiðum. Önnur er sú að láta markaðslögmálin gilda um þróun atvinnugreinarinnar. Hin er að láta félagsleg sjónarmið ráða för. Segja má að hér hafi markaðs- reglur með ákveðnum takmörkun- um gilt á þessu sviði síðan 1990. Að baki þeirri stefnumörkun bjó að ná þurfti auknum árangri varðandi vernd fiskistofna og þjóðhagslega meiri hagkvæmni í rekstri. Lykillinn að báðum markmiðum felst í því að ná jafnvægi milli stærðar og sóknargetu fiskiskipa- stólsins annars vegar og afraksturs- getu fiskistofnanna hins vegar. Of stór floti þýðir meiri fjárfest- ingu en þörf er á. Hún kallar aftur á skammtíma sjónarmið útvegsmanna um að auka afla umfram ráðgjöf til að nýta fjár- festinguna. Of litlar veiðiheim- ildir á hverju skipi auka brott- kast. Reynslan sýnir að frjálst framsal veiði- heimilda hefur reynst betur en miðstýring til þess að ná jafnvægi. Hér hafa skip ákveðna fram- seljanlega og varanlega hlutdeild í leyfðum heildarafla af hverri teg- und. Markaðurinn er þó verulega takmarkaður. Heimildirnar eru bundnar við skip og má því ekki framselja hverjum sem er. Afla- mark hvers fiskveiðiárs má aðeins leigja að ákveðnum hluta. Takmörk eru fyrir því hvað hver einstök útgerð getur átt stóra hlutdeild. Í veiðiheimildunum felast tak- mörkuð eignarréttindi. Þessi tak- mörkuðu eignarréttindi í varan- legum veiðiheimildum eru aftur undirstaða veðhæfni skipa og eru þannig forsenda fyrir fjárhagslegu sjálfstæði útgerðarfyrirtækja. Þetta kerfi hefur leitt til þess að við eigum nú færri en stærri og sterkari sjávarútvegsfyrirtæki en áður. Þau geta flest jafnað innbyrðis sveiflur í veiði og markaðsverði á ákveðnum tegundum. Við stöðug efnahagsskilyrði skila þau arði sem nýtist til fjárfestingar og atvinnu- sköpunar á öðrum sviðum. Að sama skapi eflast bæjarfélögin. Útvegs- menn sjá sér hag í langtíma nýt- ingarstefnu. Það minnkar þrýsting á ofveiði. Markaðslausnir í sjávarútvegi ÞORSTEINN PÁLSSON Hin hliðin á þessari þróun er vitaskuld sú að veik-ari útgerðir hafa látið undan síga. Sömu sögu er að segja um mörg minni byggð- arlög. Trú margra er að þessu megi breyta með því að láta félagsleg sjónarmið um atvinnu og byggða- mynstur ráða þróun atvinnugreinar- innar. Engri þjóð hefur á hinn bóginn tekist að ná viðunandi jafnvægi milli stærðar fiskiskipaflotans og afrakstursgetu fiskistofnanna með þeim hætti. Það gengur ekki upp að lofa sama fjölda starfa við fiskveiðar og áður var þrátt fyrir aukna tækni og ákveðnari veiðitak- markanir. Það eru draumórar og ósannsögli. Reynsla þeirra þjóða sem stuðst hafa við félagslega stjórnun endur- speglar bæði opinbera styrki og ofveiði. Ríkar þjóðir þar sem sjávar- útvegur er hrein aukabúgrein hafa leyft sér stjórnun af þessu tagi með því að skattleggja almenning til að brúa bilið. Þar sem sjávar útvegur er undirstöðuatvinnugrein gengur þetta ekki upp. Ríkisstyrkt fyrir- tæki leysa heldur ekki vanda byggðaþróunar með því að þau eru ekki samkeppnishæf í launum. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að hverfa frá markaðsstjórnun fisk- veiða. Hún hefur þegar í smáum mæli hafið félagslega stjórnun með svokölluðum strandveiðum. Fyrsta skrefið til að færa sömu reglu yfir á almennar veiðar er tímasett næsta haust. Þá byrjar offjárfestingin og veiðikapphlaupið fyrir alvöru með þekktum efnahags legum afleið- ingum. Þann brúsa þurfa skatt- greiðendur að borga annað hvort í beinum sköttum eða í formi reglu- bundinna gengisfellinga eins og áður var. Félagsleg markmið Evrópusambandsríkin hafa flest getað leyft sér félags-leg sjónarmið við fiskveiði-stjórnun. Óánægja hefur þó stöðugt farið vaxandi innan sam- bandsins með framkvæmdina. Hún hefur leitt til óábyrgra veiða og skattborgararnir hafa ekki séð til- gang í taprekstri og rányrkju. Fyrir þá sök ræða menn á þeim vettvangi breytingar og horfa meðal annars til Íslands um þau efni. Á sama tíma og Evrópusam- bandið hefur gefið út nýja skýrslu um mistök félagslegrar stjórn- unar ákveður ríkisstjórn Íslands hins vegar að taka hana upp. Veiði- stjórnun Evrópusambandsins hefur verið helsti Þrándur í Götu aðildar Íslands. En nú er að því stefnt að taka upp alla galla gamla Evrópu- sambandskerfisins hér við land áður en til hugsanlegrar aðildar kemur. Það er ósmár tvískinnungurinn í yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra þegar hann segist ætla að standa vörð um hagsmuni sjávarútvegsins í samningum við Evrópusambandið en áformar á sama tíma að innleiða úrelt stjórnkerfi þess af fúsum og frjálsum vilja. Það er í góðu sam- ræmi við annað að ráðherrann stýri aðildarviðræðunum á sjávar- útvegssviðinu og bregði síðan fæti fyrir samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu eins og umsamið er milli stjórnarflokkanna. Eftir því sem pólitíkin í landinu liggur núna má vera að á endanum standi þjóðin frammi fyrir tveimur kostum: Að innleiða gamla úrelta fiskveiðistjórnun Evrópusam- bandsins og hafna aðild eða ganga í sambandið og verja rétt Íslands til veiða og hagkvæmrar stjórnun- ar á grundvelli takmarkaðra mark- aðsreglna eins og verið hefur. Fróðlegt væri að vita á hvora sveifina útvegsmenn leggjast ef kostirnir verða bara þessir tveir eins og margt bendir til. Ljóst ætti að vera að sjávarútveginum er meiri hætta búin af stefnu ríkis- stjórnarinnar í sjávarútvegsmál- um en aðild að Evrópusamband- inu. Ráðherrann og Evrópusambandskerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.