Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 36
NÝR ÁFANGASTAÐUR Í BANDARÍKJUNUM BORGARFERÐIR
4 FERÐALÖG
Þ
að fyrsta sem blasir við
á Sea-Tac flugvellin-
um í Seattle, ef skyggn-
ið leyfir, er Rainer-fjall,
virk eldkeila sem minnir á upp-
blásinn Snæfellsjökul eða vasaút-
gáfu af Fuji-fjalli, eftir því hvað-
an úr heiminum maður er að koma.
Fjallið tilheyrir Cascade-fjall-
garðinum og er systurfjall hinnar
frægu St. Helenu, sem sprakk með
tilþrifum árið 1980. Í fjöllunum í
kringum borgina eru víðfeðm og
vinsæl útivistarsvæði sem laða að
sér göngufólk, skíðafólk og fjall-
göngumenn.
Sjóndeildarhringurinn, þar sem
skýjakljúfa miðborgarinnar ber
við loft, er kunnuglegur úr þátt-
unum um útvarpssálfræðinginn
Fraiser. Þekkasta kennileitið er
sjálfsagt útsýnisturninn Geimnál-
in – Space Needle. Það er vel þess
virði að leggja á sig klukkustundar
bið eftir því að komast upp í hann.
Að öðru leyti er borgin iðjagræn og
viði vaxin, þar sem hún hringar sig
um Washingtonvatn. Af því dregur
hún viðurnefni sitt , Emerald City
– Smaragðsborgin. Það er algeng-
ur misskilningur að Seattle sé sér-
staklega vætusöm borg; úrkoma er
vissulega tíð en hins vegar tiltölu-
lega lítil – yfirleitt gerir bara úða.
Seattle á gróðursæld sína fyrst og
fremst mildu loftslagi að þakka;
sumrin er sjaldnast of heit og vet-
urnir yfirleitt ekki kaldir. Í borg-
inni búa um 600 þúsund manns en
að meðtöldum nærliggjandi sveit-
arfélögum býr hálf fjórða milljón
manna á stórborgarsvæðinu.
Ríkulegur tónlistararfur
Seattle er heimaborg Jimi Hendrix,
Nirvana og Pearl Jam, vagga
gruggrokksins sem tröllreið öllu
á tíunda áratugnum. Borgin stát-
ar enn af gróskumikilli tónlistar-
senu; nýjasta afsprengi Seattle til
að láta að sér kveða á heimsvísu
er hin stimamjúka Fleet Foxes, og
margir tónleikastaðir í borginni.
Tónlistarsafnið Experience Hús Bill Gates Í hinni grænu Seattle borg
Geimnálin fræga:
Hér sést borgin
Seattle með Rainer-
fjall í bakgrunnin-
um og hina fræga
Geimnál, Space
Needle, sem gnæfir
yfir landinu.
SMARAGÐSBORGIN
Icelandair hóf á dögunum beint fl ug til hinnar
sígrænu Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna.
Borgin hefur upp á margt að bjóða, eins og Berg-
steinn Sigurðsson komst að, sér í lagi fyrir fólk
sem hefur áhuga á útivist, fl ugi eða rokki og róli.
GRÆNA