Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 20
20 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Vigdís Hauksdóttir skrifar um kjör heimila Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og úti- teknum félagsmálaráð- herra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og pen- ingamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskipta- ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis flokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnar andstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarks talan.“ Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskap- lega ósennilegt, háttvirtur þing- maður.“ Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð millj- örðum, Árna Páli í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verð- tryggðu lánin, þá er næstum eng- inn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum.“ Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall“. Allt ber hér að sama brunni, skiln- ingsleysi félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Mannlegt vald VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Mistök að kaupa Dash-8 UMRÆÐAN Jón Jónsson skrifar um flugvélakost Landhelgis- gæslunnar. Ég vil byrja bréf þetta á að samhryggjast starfsfólki Landhelgis- gæslunnar og íslensku þjóðinni með hina nýju Dash-8 flugvél sem þau fengu afhenta á dögunum. Það eru nokkur ár síðan gengið var frá kaupum á téðri flugvél, að minnsta kosti virtist þá vera allt í þessu fína í fjármálum ríkisins. En þvílíkt metnaðarleysi og gamaldags afturhaldsstefna að kaupa svona flugvél! Við hefðum til dæmis getað keypt 8 stykki Fokker-50 frá Japan eða Filippseyjum fyrir 4 milljarðana! Okkur vantaði hins vegar bara eina flugvél, svo að það hefði verið hægt að spara allt að 3 milljarða hefði Fokker-50 leið- in verið farin. Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að Fokker-50 hefur ekki verið fram- leidd síðustu 10 ár svo að ég er að tala um not- aða F-50. Fokker-50 er mun öflugri og sterkari flugvél en Dash-8. Dash 8 þarf hins vegar styttri flug- brautir en Fokker-50 en hvaða máli skiptir það fyrir Landhelgisgæsluna? Þeir aðilar sem telja sig hafa sérfræðiþekkingu á þessu máli og ég hef talað við afsaka þessi Dash-8 kaup með því að Dash-8 vélin sé ríkulega búin ýmiss konar tækjum, til dæmis radar, nætursjónaukum o.fl., o.fl. Það má rétt vera en það kemur Dash-8 eða F-50 bara ekkert við. Þessi góðu tæki má setja nánast í hvaða flugvél sem er og hefur ekkert með tegund að gera. Síðan er rétt að geta þess að Dash-8 er allt of lítil flugvél fyrir Landhelgis- gæsluna. Þá hefur hún T-stél sem meðal annars skapar hættu lendi vélin í „stall“. Þá eru miklar líkur á að flugmennirnir nái ekki aftur stjórn á Dash-8 við slíkar aðstæður. En aftur að metnaðarleysinu. Landhelgis- gæslan hefur nú yfir að ráða 2 stórum Puma- þyrlum og einni minni Dauphin-þyrlu. Eftir að NATO-herinn hvarf héðan með sín öflugu tól hefur björgunarþjónusta við sjómenn verið meira og minna í uppnámi. Það sem við þurf- um hér er tankflugvél sem getur gefið þyrlum eldsneyti á flugi. Við erum NATO-þjóð og hefði ekki til dæmis verið hægt að gera samning við Bandaríkjamenn um leigu eða kaup á tankflug- vél og öflugri þyrlum? Það er skömm að því að við setjum sjófarendur í aftasta sæti þegar kemur að öryggismálum. Mér finnst að við ættum að selja þessa Dash-8 flugvél til van- þróaðra landa og kaupa til bráðabirgða notaða Fokker-50 þangað til fjárhagur okkar skánar og setja það sem framtíðarmarkmið að sem fyrst verði keypt eða leigð hingað alvöru tankflug- vél og útbúnaður til eldsneytistöku á flugi verði settur á Puma-þyrlurnar eða keyptar þyrlur með slíkum búnaði. Við höfum ekki her á Íslandi og þurfum þar af leiðandi ekki að setja krónu í hernað, þannig að við ættum alveg að hafa efni á að eiga lág- marks alvöru björgunartæki. Mér þætti vænt um að forstjóri Landhelgisgæslunnar svaraði þessu bréfi á síðum Fréttablaðsins og segði skoðun sína á þessum athugasemdum og segði okkur hver væri hans óskastaða í þessum málum burtséð frá kostnaði. Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri. JÓN JÓNSSON Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.