Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 72
48 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Slash, fyrrverandi gítarleikari Guns N´Roses, og The Edge úr U2 hafa tjáð sig um dauða gítargoð- sagnarinnar Les Paul sem lést á dögunum, 94 ára gamall. „Hann var frábær náungi, tónlistar maður, uppfinningamaður, læri faðir og vinur,“ sagði Slash og bætti við að Paul hefði ávallt verið mjög jákvæður persónuleiki. The Edge sagði að Paul hefði verið gítargoðsögn og sannur endur reisnarmaður. „Les Paul afsannar þá klisju að maður geti bara verið frægur fyrir eitthvað eitt. Hans arfleifð sem tónlistar- og uppfinningamaður mun lifa áfram og áhrif hans á rokkið munu aldrei gleymast.“ Les Paul var þekktur fyrir hönn- un sína á Les Paul-rafmagnsgítarn- um sem fór fyrst í verslanir árið 1952 og átti hann sinn þátt í upp- risu rokksins. Hann hafði einnig mikil áhrif á upptökufræði því að hann þróaði meðal annars marg- rása upptökutæki og átta rása segul bandsupptökutæki. Fleiri frægir tónlistarmenn á borð við Brian Wilson úr Beach Boys, Billy Gibbons úr ZZ Top og Joe Satriani minntust Les Paul einnig sem frumkvöðuls í rokkinu og yndislegrar persónu. Auk þess að hanna gítara og vinna að upptökumálum var Paul vinsæll tónlistarmaður. Hann átti ellefu smáskífulög sem komust í efsta sæti vinsældalista og 36 gull- plötur sem hann gerði með eigin- konu sinni Mary Ford. Hann var vígður inn í Frægðarhöll Grammy- verðlaunanna árið 1978 og Frægðar- höll rokksins tíu árum síðar. Gítarhetjur minnast Les Paul LES PAUL Tónlistarmaðurinn og frum- kvöðullinn Les Paul lést á dögunum, 94 ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Söngkonan Amy Winehouse hefur komið sér upp nýrri síðu á Fésbók- inni undir dulnefninu Shirley, sem er lítill kettlingur söngkonunnar. Menn telja að með þessu sé hún að reyna að hafa samband við fyrr- verandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en þau skildu fyrir stuttu. Foreldrar Amy fögnuðu endalokum hjóna- bandsins, enda telja þau Blake ástæðuna fyrir óreglu dóttur sinnar. Amy hefur skilið eftir nokkur skilaboð á síðu Blakes. Í sumum skilaboðunum rifj- ar Amy upp gamla tíma frá hjónabandi hennar og Blakes. „Hey, mamma var að segja vinkonu sinni frá því þegar hún bjó til morgunmat fyrir þig og þú drakkst allt Nesquickið og varðst veikur. xxxxx.“ Frá því að Amy fór að hafa sam- band við Blake, sem er í meðferð í Yorkshire, hefur hann uppfært upplýsingarnar um sambands- stöðu sína tvisvar, fyrst úr því að vera á lausu yfir í að vera í sambandi og nú síð- ast segist hann vera gift- ur. Það má því velta fyrir sér hvort þetta ólukkupar taki aftur saman þegar Blake lýkur meðferð. Amy á Facebook undir dulnefni DULARFULL Amy spjallar við fyrrverandi eiginmann sinn undir dulnefni. „Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngv- ari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika. „Við erum að velta því fyrir okkur að fara til Berlín- ar. Ég hef aldrei komið þangað en allir sem ég hef talað við bera borginni vel söguna. Þetta er mikil listamannaborg og var náttúrlega höfuðborg lista í Evrópu á sínum tíma,“ útskýrir Haukur. Dikta er nú að vinna sína þriðju plötu sem kemur út í haust. Aðspurður segir Haukur þá félaga nota öll kvöld og helgar í upptök- ur, en hann starfar sem læknir á bráðamóttökunni við Hringbraut. Jón Þór Sigurðsson trommari er að ljúka atvinnuflugmannsprófi og þeir Skúli Gestsson bassaleik- ari og Jón Bjarni Pétursson gítar- leikari eru báðir í kennaranámi. Þrátt fyrir miklar annir láta þeir tónleikahald ekki sitja á hakan- um. „Við erum að spila á Batterí- inu í kvöld ásamt hljómsveitunum Mammút, Agent Fresco og Cliff Clavin. Við verðum í upptökum í dag og á morgun svo við hlaupum bara út úr stúdíóinu til að fara á þetta gigg,“ segir Haukur. - ag Skoða Þýskalandsmarkað NÝ PLATA Á LEIÐINNI Dikta vinnur nú að nýrri plötu sem Sena mun gefa út í haust. Nýjasta plata hljómsveitarinnar múm, Sing Along to Songs You Don’t Know, verður fáanleg á síðunni Gogo yoko.com frá og með mánudeg- inum 17. ágúst. Þetta þýðir að platan verður fyrst fáanleg í heiminum á síðunni. Platan kemur formlega út í Evrópu 24. ágúst hjá Morr Music og sama dag hjá Euphoni í Norður- Ameríku. Skráðir notendur Gogo- yoko.com geta því frá og með mánu- deginum hlustað á þessa nýju plötu í heild sinni. Þótt þjónustan sé í dag aðeins opin notendum á Íslandi verð- ur platan fáanleg til kaups um heim allan á sértakri gátt á síðunni. Múm fyrst á Gogoyoko MÚM Nýjasta plata hljómsveitarinnar múm nefnist Sing Along to Songs You Don´t Know. Svala Björgvins prýðir for- síðu tattútímaritsins Prick sem dreift er um allan heim og er vinsælasta tattúblaðið í Bandaríkjunum. Söng- konan góðkunna flytur ein- mitt til Los Angeles í dag. „Prick-blaðið kom hingað út af tattúráðstefnunni hjá Reykjavík Ink sem var hér í sumar,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, sem prýðir forsíðu tímaritsins Prick. Blaðið er gefið út mánaðar- lega í um 100.000 eintökum sem er dreift um allan heim, en blaðið er sérstaklega tileinkað lífsstíln- um í kringum húðflúr og líkams- götun. „Blaðið er alltaf bara með flúraðar stelpur á forsíðunni, en enga stráka. Linda og Össur sem eiga Reykjavík Ink báðu mig um að vera framan á blaðinu því ég er komin með svo mikið „sleeve“ og ég sagði bara já. Þetta er vin- sælasta tattúblaðið í Ameríku og ég hef nú þegar fengið tölvupóst frá vinum úti sem hafa séð þetta,“ segir Svala, sem er á faraldsfæti því í dag flytur hún með hljóm- sveit sinni Steed Lord til Los Ang- eles. „Það er allt tilbúið og við erum komin með þriggja ára dvalar- leyfi. Við erum að fara að vinna á fullu, túra mikið og gefa út remix- plötu af fyrstu plötunni okkar sem kemur út 24. september,“ segir Svala. Aðspurð segist hún kunna vel við sig í Los Angeles, en hún hefur áður búið þar og starfað sem söngkona. „Þetta leggst vel í okkur og það er alltaf gaman að skipta um umhverfi og fara í svona ævintýraferð. Ég bjó í LA í eitt og hálft ár svo ég á mikið af vinum þar og þekki vel til. Þetta er bara mín borg og eina borgin sem ég vil búa í,“ segir Svala. alma@frettabladid.is Svala Björgvins á forsíðu vinsælasta tattútímaritsins FLYTUR TIL LOS ANGELES Svala Björgvinsdóttir flytur með hljómsveit sinni Steed Lord til Los Angeles í dag, en þau munu ferðast um Bandaríkin á næstunni og gefa út remix-plötu í september. Hún prýðir forsíðu tattútímaritsins Prick. Það eru níu leikir í Pepsi-deild karla á næstunni 18. ágúst. 18:00 Fjarðabyggð - Víkingur R. Eskifjarðarvöllur 18. ágúst. 19:00 Leiknir R. - HK Leiknisvöllur 18. ágúst. 19:00 Haukar - KA Ásvellir 18. ágúst. 19:00 Afturelding - ÍR Varmárvöllur 18. ágúst. 19:00 ÍA - Víkingur Ó. Akranesvöllur 18. ágúst. 19:15 Þór - Selfoss Þórsvöllur 21. ágúst. 18:30 ÍR - Haukar ÍR-völlur 21. ágúst. 18:30 Selfoss - Leiknir R. Selfossvöllur 21. ágúst. 18:30 Víkingur R. - Afturelding Víkingsvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.