Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 12
12 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR SAFNARINN Konráð við Allis Chalmers DT7 í Sjafnarnesinu. MYND/ARNBJÖRG KRISTÍN V élarnar hafa gildi þótt þær séu ekki gangfærar og með því að varðveita þær þá björgum við sögu verklegra framkvæmda á Íslandi,“ segir Konráð þar sem hann er staddur að Hofs- stöðum í Mývatnssveit. Erindið þangað er að grafa upp gamla jarðýtu, Allis Chalmers HD 10 af árgerð 1941, sem bræðurnir á Hofs- stöðum, Ásmundur og Guðmundur Jónssyn- ir dysjuðu úti í móa upp úr 1980. Ýtan var þá orðin ógangfær en hafði þjónað þeim bræðr- um um árabil og á henni höfðu þeir komið mörgum vegarendum til hjálpar á snjóþung- um vetrum. Nú er eftir að sjá hvernig mold- in hefur farið með hana. Björn, Þór og Arnbjörg Kristín Konráðs- börn eru mætt að Hofsstöðum með föður sínum með stóra gröfu og vagn. Einnig Viggó, vinur hans og ýtustjóri. Greinilegt er að vélaáhuginn gengur í erfðir því ung börn Björns og Þórs fylgja með og spenn- ingurinn er ekki minnstur hjá þeim. Guð- mundur Páll Björnsson, fjögurra ára, er með bandspotta í hönd og þegar hann er spurð- ur hvort hann ætli að draga ýtuna upp með honum svarar hann hálfhneykslaður. „Nei, ég ætla að hífa hana.“ Eftir kaffidrykkju hjá bændunum er byrj- að að grafa. Fyrst með venjulegum stungu- skóflum en stórvirkari græja tekur brátt við sem stjórnað er af Birni. Smátt og smátt kemur gersemin í ljós og brosin breikka á viðstöddum. Vélin reynist heilleg. „Við þrífum allt með háþrýstidælu og lögum það sem hægt er,“ segir Konráð bjartsýnn. Hann telur um sjötíu vinnuvélar komnar á safnið og segir sífellt bætast við enda hafi Þór sonur hans verið iðinn við að sækja þær hvert á land sem er. „Menn hafa taugar til þessara véla en láta þær þó yfir- leitt af hendi þegar þeir átta sig á til hvers er verið að kaupa þær. Ef þær fara í brota- járn þá tapast sextíu til sjötíu ára saga.“ En er ekki mikil vinna að grafa upp feril hverrar og einnar? „Jú, í sumum tilfellum. Búnaðarfélög og ræktunarsambönd áttu margar vélanna til að byrja með en síðar lentu þær í einstaklingseigu í misjöfnu ástandi,“ segir Konráð og telur gömlu vél- arnar betur byggðar en þær sem gerðar eru í dag. „Nú er komið tölvukerfi í þær,“ segir hann „Það koma upp bilanir í því sem venju- legur ýtustjóri ræður ekki við.“ Konráð er uppalinn á Ytri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði og bjó þar í áratugi. Kveðst reyndar aldrei hafa verið heima. „Konan mín, Valgerður Sigurbergsdóttir, sá um búskapinn en ég vildi græða peninga. Var mest á vinnuvélum í vega- og brúar- vinnu. Svo var ég líka refaskytta. Hittinn? Já, ég held ég megi segja það.“ Fáir munu fróðari um jarðýtur á Íslandi en Konráð enda hefur hann unnið á þeim í 56 ár og hóf eigin vélaútgerð árið 1958. „Fyrsta ýtan sem ég keypti er á safninu. International, átta tonna. Ég seldi hana frá mér en hún kom upp í hendur mínar seinna,“ segir Konráð, sem safnar ekki aðeins göml- um vinnuvélum heldur líka sögum og mynd- um af þeim. Safnið heitir einfaldlega Konna- safn og hefur fengið heimasíðuna www. vinnuvelasafn.is Það er tímabundið í Sjafnarnesi á Akur- eyri en stefnt er að því að byggja yfir það á Skútum í Hörgárbyggð. Grafið eftir fornri gersemi Konráð Vilhjálmsson á Akureyri er ásamt afkomendum sínum að safna gömlum vinnuvélum og vílar ekki fyrir sér að grafa þær úr jörðu eins og Gunnþóra Gunnarsdóttir varð vitni að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.