Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 12
12 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
SAFNARINN Konráð við Allis Chalmers DT7 í Sjafnarnesinu. MYND/ARNBJÖRG KRISTÍN
V
élarnar hafa gildi þótt þær séu
ekki gangfærar og með því að
varðveita þær þá björgum við
sögu verklegra framkvæmda
á Íslandi,“ segir Konráð þar
sem hann er staddur að Hofs-
stöðum í Mývatnssveit. Erindið þangað er að
grafa upp gamla jarðýtu, Allis Chalmers HD
10 af árgerð 1941, sem bræðurnir á Hofs-
stöðum, Ásmundur og Guðmundur Jónssyn-
ir dysjuðu úti í móa upp úr 1980. Ýtan var þá
orðin ógangfær en hafði þjónað þeim bræðr-
um um árabil og á henni höfðu þeir komið
mörgum vegarendum til hjálpar á snjóþung-
um vetrum. Nú er eftir að sjá hvernig mold-
in hefur farið með hana.
Björn, Þór og Arnbjörg Kristín Konráðs-
börn eru mætt að Hofsstöðum með föður
sínum með stóra gröfu og vagn. Einnig
Viggó, vinur hans og ýtustjóri. Greinilegt
er að vélaáhuginn gengur í erfðir því ung
börn Björns og Þórs fylgja með og spenn-
ingurinn er ekki minnstur hjá þeim. Guð-
mundur Páll Björnsson, fjögurra ára, er með
bandspotta í hönd og þegar hann er spurð-
ur hvort hann ætli að draga ýtuna upp með
honum svarar hann hálfhneykslaður. „Nei,
ég ætla að hífa hana.“
Eftir kaffidrykkju hjá bændunum er byrj-
að að grafa. Fyrst með venjulegum stungu-
skóflum en stórvirkari græja tekur brátt
við sem stjórnað er af Birni. Smátt og smátt
kemur gersemin í ljós og brosin breikka á
viðstöddum. Vélin reynist heilleg.
„Við þrífum allt með háþrýstidælu og
lögum það sem hægt er,“ segir Konráð
bjartsýnn. Hann telur um sjötíu vinnuvélar
komnar á safnið og segir sífellt bætast við
enda hafi Þór sonur hans verið iðinn við að
sækja þær hvert á land sem er. „Menn hafa
taugar til þessara véla en láta þær þó yfir-
leitt af hendi þegar þeir átta sig á til hvers
er verið að kaupa þær. Ef þær fara í brota-
járn þá tapast sextíu til sjötíu ára saga.“
En er ekki mikil vinna að grafa upp feril
hverrar og einnar? „Jú, í sumum tilfellum.
Búnaðarfélög og ræktunarsambönd áttu
margar vélanna til að byrja með en síðar
lentu þær í einstaklingseigu í misjöfnu
ástandi,“ segir Konráð og telur gömlu vél-
arnar betur byggðar en þær sem gerðar eru
í dag. „Nú er komið tölvukerfi í þær,“ segir
hann „Það koma upp bilanir í því sem venju-
legur ýtustjóri ræður ekki við.“
Konráð er uppalinn á Ytri-Brekkum í
Blönduhlíð í Skagafirði og bjó þar í áratugi.
Kveðst reyndar aldrei hafa verið heima.
„Konan mín, Valgerður Sigurbergsdóttir, sá
um búskapinn en ég vildi græða peninga.
Var mest á vinnuvélum í vega- og brúar-
vinnu. Svo var ég líka refaskytta. Hittinn?
Já, ég held ég megi segja það.“
Fáir munu fróðari um jarðýtur á Íslandi
en Konráð enda hefur hann unnið á þeim
í 56 ár og hóf eigin vélaútgerð árið 1958.
„Fyrsta ýtan sem ég keypti er á safninu.
International, átta tonna. Ég seldi hana frá
mér en hún kom upp í hendur mínar seinna,“
segir Konráð, sem safnar ekki aðeins göml-
um vinnuvélum heldur líka sögum og mynd-
um af þeim. Safnið heitir einfaldlega Konna-
safn og hefur fengið heimasíðuna www.
vinnuvelasafn.is
Það er tímabundið í Sjafnarnesi á Akur-
eyri en stefnt er að því að byggja yfir það á
Skútum í Hörgárbyggð.
Grafið eftir
fornri gersemi
Konráð Vilhjálmsson á Akureyri er ásamt afkomendum sínum
að safna gömlum vinnuvélum og vílar ekki fyrir sér að grafa
þær úr jörðu eins og Gunnþóra Gunnarsdóttir varð vitni að.