Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 40
15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR2
FERÐALANGAR á hálendi Íslands þurfa að vera vel á verði
og vel útbúnir á næstunni enda er verkefninu Björgunarsveitir á
hálendinu lokið í sumar. Kalla þarf því eftir aðstoð björgunarsveita
úr byggð ef eitthvað kemur fyrir.
„Við erum með yfir fjörutíu ketti,
allt frá kettlingum til stálpaðra
katta sem eru að leita að framtíðar-
heimili,“ segir Valgerður Valgeirs-
dóttir hjá Dýrahjálp Íslands en í
dag milli klukkan 12 og 18 verður
ættleiðingardagur tileinkaður kött-
um í Garðheimum.
Síðastliðið vor stóð Dýrahjálp
Íslands fyrir ættleiðingardögum
gæludýra í Garðheimum og var
þar um alls kyns dýr að ræða, allt
frá fuglum til hunda. Nú er dagur-
inn hins vegar helgaður köttum og
að sögn Ásbjargar Unu Björnsdótt-
ur hjá Dýrahjálpinni er það vegna
þess hve margir kettir virðast nú
vera í vandræðum.
„Við finnum að tíðin er allt önnur
í dag en var því nú verða þarna til
að mynda kettlingar sem ekki hefur
gengið að eignast heimili, en það er
sjaldgæft að erfitt sé að að koma
ungviðinu út,“ segir Ásbjörg.
Ásbjörg segir að eins og er
dvelji kettirnir á fósturheimilum.
Þar hýsa sjálfboðaliðar kettina
á meðan þeir leita að framtíðar-
heimili. Einnig eru margir kettir á
eigin heimili en þurfa að finna nýtt
vegna búferlaflutninga, ofnæmis
eða annarra ástæðna.
„Fleiri eru að flytja til útlanda
en áður og því eru fósturheimilin
okkar alveg full og mun fleiri sem
þurfa aðstoð en áður. Kettirnir fara
ekki vel út úr kreppunni.“
Kettirnir verða sem fyrr segir
í Garðheimum í dag en þangað
kemur fólk og kíkir og sækir svo
um að fá að hýsa kött með því að
fylla út umsóknareyðublað. „Við
viljum vita hvert kettirnir okkar
fara.“ Dýrahjálp hefur hingað til
aðstoðað fjölda katta í heimilisleit
en þeir eru nú orðnir um 187 tals-
ins.
juliam@frettabladid.is
Vonast til að sem flestir
kettir fái heimili í dag
Hundar, naggrísir, kanínur, fuglar og kettir eru þau dýr sem Dýrahjálp Íslands hefur útvegað nýtt
heimili. Á morgun er heill dagur í Garðheimum tileinkaður köttum, en aldrei hafa jafn margir verið í
tölu munaðarlausra og nú.
Taubleiur eru góðar fyrir barnið,
umhverfisvænar og minnka
útgjöld foreldra.
Bleiur úr mismunandi efnum, af
ólíkum stærðum og í ýmsum litum
verða til sýnis og sölu á taubleiu-
markaði á neðri hæð verslunar-
innar Maður lifandi í Borgartúni
í dag milli 11 og 17. Að honum
standa netverslanirnar ISbamb-
us, Kindaknús, Krútt, Montrassar,
Perlur, Snilldarbörn, Tamezonline
og Þumalína.
Oddný Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Þumalínu, verður fyrir svör-
um þegar spurt er nánar út í fyrir-
bærið. Hún nefnir bómull, bambus,
flís og hamp sem dæmi um ólík
efni í bleiunum en segir þær eiga
það sameiginlegt að allar þoli
þvott. Hún mælir með notkun tau-
bleia fyrir barnið, umhverfið og
pyngjuna. „Hvert barn notar að
meðaltali um sex þúsund bréfblei-
ur. Það gerir um tvö tonn af sorpi
sem getur tekið um 500 ár að eyð-
ast í náttúrunni,“ segir hún og
telur taubleiur líka minnka útgjöld
foreldra umtalsvert. - gun
Taubleiumarkaður
í Borgartúni í dag
Hampur er efnið sem Oddný notar í
taubleiurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þessir kettir komu með flugi frá Akureyri á fimmtudag í von um að einhver ættleiði þá í dag. Valgerður Valgeirsdóttir hjá Dýra-
hjálp Íslands tók á móti þeim á flugvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Áttatíu prósent allra
vegfarenda á
Laugaveginum
eru gangandi.
Fyrsta laugar-
dag í sept-
ember verður
gerð tilraun
til að
loka göt-
unni fyrir bifreiðum og
hefst hún um hádegi.
www.rvk.is
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Opnunartímar:
mán.-föstud. 10-18
laugardaga 10-16
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki