Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2009 Djasshátíð Reykjavíkur stendur fyrir Djasssmiðju í samvinnu við Tónlistarskóla FÍH, Gerðu- berg og Kjarvalsstaði og styrk- ir Tónlistarsjóðurinn Kraumur verkefnið. Smiðjan er hins veg- ar hugarfóstur Leifs Gunnars- sonar kontrabassaleikara. „Smiðjan er hugsuð fyrir unga fólkið og vildi ég skapa því vett- vang á hátíðinni og útbúa eitt- hvert verkefni fyrir allt þetta unga og efnilega fólk sem sprett- ur upp eins og gorkúlur í kring- um okkur,“ segir Leifur, sem út- skrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH síðastliðið vor. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað kemur út úr þess- ari djasssmiðju, þar sem við gefum leiðbeinendunum nokkuð frjálsar hendur, en það verður eflaust eitthvað magnað,“ segir hann spenntur. Þátttakendur eru ungt fólk sem hefur starfrækt hljómsveitir eða tekið þátt í vísi að slíku. „Við viljum gefa þeim tækifæri á að forma eitthvað sem þau hafa unnið að. Þátttakendur eru til að mynda Kvartett Leifs, Transkvintett og Reginfirra.“ Leiðbeinendurnir eru ekki af verri endanum en þeir koma allir fram á djasshátíðinni og eru meðal þeirra fremstu í sinni röð. „Þetta eru fimm leiðbeinendur. Jim Black er trommuleikari frá Bandaríkjunum, Hilmar Jensson gítarleikari verður til taks og Oli- vier Manoury bandóníumleikari leiðbeinir líka, en bandóníum er svona argentínsk harmonikka eða dragspil. Benjamin Kopp- el sem leikur á altsaxófón verð- ur á staðnum auk bandaríska bassaleikarans Johns Estes sem kemur að spila með Þorvaldi Þór Þorvaldssyni. Hann ætlar að vera einn morgun með okkur,“ útskýr- ir Leifur áhugasamur og nefn- ir að verið sé að nýta mannskap- inn sem komi fram á hátíðinni. „Við ætlum að reyna að kreista eitthvað út úr þeim,“ segir hann kíminn og bætir við að tækifæri sem þetta sé ómetanlegt. „Þetta er á tilraunaplani núna en í fram- tíðinni sé ég smiðjuna fyrir mér á alþjóðlegum vettvangi, jafnvel samnorrænum, þar sem erlend- um þátttakendum er boðið að vera með á sömu forsendum. Það gæti verið vísir að tengslaneti og kynn- ing á Íslandi sem áfangastað fyrir unga djassleikara. Þetta passar mjög vel við hátíðina.“ Djasssmiðjan stendur yfir frá 17. til 19. ágúst og er dagskrá hennar auglýst á www.reykjavi- kjazz.is. „Smiðjunni lýkur með tónleikum á Rosenberg en ann- ars eru líka í boði hádegistón- leikar alla dagana í Gerðubergi sem eru ókeypis,“ segir Leifur og hvetur alla til að mæta. - hs Djasssmiðja unga fólksins Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari með hljóðfæri sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI „Myndlistarsýningin Djassóður er í tilefni af tuttugu ára afmæli Djasshátíðar Reykjavíkur og er einungis í boði þessar vikur sem djasshátíðin stendur yfir,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, en sýn- ingin verður opnuð á Kjarvals- stöðum sunnudaginn 16. ágúst klukkan 16 með tónleikum. „Þar má finna verk eftir Tryggva Ólafsson, Erró, Sig- urð Örlygsson, Sigurbjörn Jóns- son og Grétar Reynisson en verk- in eiga það öll sameiginlegt að tengjast djasstónlistinni á einn eða annan hátt,“ segir Hafþór og nefnir dæmi: „Ein myndin eftir Erró er til dæmis af Miles Davis og finna má abstraktverk eftir Sigurbjörn sem sýna djasstríó og hljómsveitir, eitt verk Grétars sýnir píanóleikara, Tryggvi hefur málað Louis Armstrong og svo framvegis.“ Hafþór fékk hugmyndina að sýningunni í tengslum við heim- sóknir á vinnustofur myndlistar- manna. „Oft er það svo þegar ég hef heimsótt vinnustofur mynd- listarmanna, sérstaklega málara, að þeir eru með djass á fóninum. Þetta er þannig vinna að þeir eru mikið einir og hlusta stöðugt á tónlist á meðan þeir eru að mála. Oftar en ekki hlusta þeir á Miles Davis eða einhvern djassara. Þetta veitir þeim innblástur og fannst mér tilvalið að vinna eitthvað úr þessu,“ segir hann og bætir við: „Ég talaði við nokkra málara sem höfðu allir gert einhvers konar virðingarvott til djassmeistar- anna en þess vegna kallast sýn- ingin nú Djassóður þar sem þetta er óður listamanna til þeirra. Svo er orðið djassgeggjarar mikið notað um þá sem sökkva sér í djass og þetta eru líka óðir djass- geggjarar,“ segir hann og brosir. - hs Djassóður á Kjarvalsstöðum Mynd Errós af Miles Davis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.