Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 28
28 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Þ
egar Sigurður Ragn-
ar Eyjólfsson var
ráðinn landsliðs-
þjálfari kvenna kom
það flestum í opna
skjöldu. Hann bjó
yfir nánast engri þjálfarareynslu
en hafði lengi verið knattspyrnu-
maður sjálfur bæði hér á landi og
sem atvinnumaður erlendis. Hann
var og er enn innanbúðarmaður
hjá KSÍ og margir álitu að þarna
væri varla verið að ráða í starfið á
faglegum forsendum. Annað hefur
komið á daginn. Sigurður Ragnar
er sprenglærður og er ekki hrædd-
ur við að nálgast starfið með allt
öðrum hætti en forverar hans
hafa gert, hvort sem hér ræðir um
landslið karla eða kvenna.
Þó svo að þetta hafi verið hans
fyrsta þjálfarastarf spannar fer-
ill hans í knattspyrnu langt aftur í
tímann. Hann lék lengi sem knatt-
spyrnumaður, til að mynda með ÍA
og KR hér á landi og sem atvinnu-
maður bæði í Englandi og Belgíu.
Hann fékk einnig íþróttastyrk og
nam æfinga- og íþróttasálfræði við
Greensboro-háskólann í Norður-
Karólínu í Bandaríkjunum þaðan
sem hann útskrifaðist með mast-
ersgráðu.
Árið 2002 hóf hann störf sem
fræðslustjóri KSÍ og sinnir hann
því starfi enn í dag. Hann neyddist
svo til að hætta knattspyrnuiðkun
árið 2005 vegna erfiðra meiðsla.
En þjálfun heillaði Sigurð Ragn-
ar alltaf. „Allan minn skólaferil
hugsaði ég með mér hvernig ég
gæti nýtt mér námið í þjálfun.
Ég hafði alltaf stefnt á þjálfun
og fannst það eðlilegt framhald
á mínum knattspyrnuferli,“ segir
Sigurður Ragnar.
Mikil menntun en engin reynsla
Í starfi sínu hjá KSÍ hefur það
verið á hans könnu að byggja upp
þjálfaramenntun KSÍ og þróa þær
þjálfaragráður sem sambandið
býður upp á. Sjálfur er hann með
hina svokölluðu Pro Licence-þjálf-
aragráðu sem veitir honum rétt til
að þjálfa hvaða félags- eða lands-
lið sem er í heiminum. Á sínum
tíma varð hann annar Íslending-
urinn sem fékk þá gráðu – Teitur
Þórðarson var sá fyrsti.
En þrátt fyrir alla sína menntun
skorti hann tilfinnanlega reynslu.
„Ég var með yngstu guttana hjá KR
þegar ég var 18-19 ára og aðstoðaði
við þjálfun á unglingaliði í Norður-
Karólínu þegar ég var þar. Þá kom
ég að þjálfun í nokkrum leikjum U-
19 ára landsliðs karla en meira var
það ekki.“
Það kom honum því nokkuð
í opna skjöldu þegar þáverandi
framkvæmdastjóri KSÍ og núver-
andi formaður, Geir Þorsteinsson,
spurði hvort hann hefði áhuga á að
gerast A-landsliðsþjálfari kvenna.
En hann þurfti ekki að hugsa sig
tvisvar um.
„Ég var ekki hræddur við að vera
óreyndur. Ég þekkti allar hliðar á
þjálfun og hafði fylgst lengi með
kvennalandsliðinu og kvennaknatt-
spyrnu ekki síst vegna þess að kona
mín hafði verið leikmaður lengi og
þjálfari. Mér fannst því verkefnið
bæði krefjandi og spennandi.“
Áður en boðið barst hafði hann
ekki leitt hugann sérstaklega að
því að sinna þjálfun í kvennaknatt-
spyrnu. „Ég hafði ekki leitt hugann
mikið að því, hvorki að þjálfa lið
í kvennadeildinni né yngri flokka
kvenna. En mér fannst það mjög
mikill heiður að vera boðið þetta
starf og ég er mjög ánægður í mínu
starfi í dag.“
Leggja meira á sig en ég gerði
Hann hefur farið aðrar leiðir í
sínum þjálfarafræðum en margir
aðrir. Hann nýtir sér menntun sína
í íþróttasálfræði óspart og segir
hiklaust að hún sé vanmetinn þátt-
ur hjá íslenskum þjálfurum í dag.
„Ég fullyrði að svo er. Það staf-
ar fyrst og fremst af vankunnáttu
þjálfara í íþróttasálfræði. Þetta er
ekki nógu stór grein og ekki kennd
víða. Hún nýtist þó mjög vel í þjálf-
arastarfinu og fjallar um atriði eins
og markmiðssetningu, einbeitingu,
sjálfstraust, samskipti, að starfa í
hóp og takast á við álag og fleira
í þeim dúr. Þetta eru allt atriði
sem þjálfarar eru að fást við með
sínum leikmönnum. Ég hef mót-
ast af mínum bakgrunni og reyni
hiklaust að nýta mína menntun í
mínum þjálfarastörfum.“
Sigurður Ragnar segir að það
eigi fyrst og fremst að hrósa leik-
mönnunum sjálfum fyrir árangur-
inn. Þetta sé hópur leikmanna
sem leggi gríðarlega mikið á sig.
„Miklu meira en ég gerði sem leik-
maður í efstu deild á Íslandi,“ segir
hann. En svo virðist sem leikmenn
leggi þessa vinnu á sig með brosi á
vör. Enda dylst engum sem hefur
fylgst með íslenska landsliðinu að
leikgleðin er í fyrirrúmi. Ánægj-
an og stoltið leyna sér ekki. Hugar-
farið er til fyrirmyndar. Sigurður
Ragnar hefur unnið í þeim þætti
frá fyrsta degi.
„Það er eitt stærsta verkefn-
ið sem ég hef unnið með þessum
hópi – að breyta hugarfarinu. Við
þurftum að stíga yfir þann þrösk-
uld að vera fyrsta A-landsliðið sem
tryggir sér sæti í lokakeppni stór-
móts og til þess ætluðum við okkur
að vinna hvern einasta leik sem við
fórum í. Þannig verður það einnig
í Finnlandi.“
Stuðningur skiptir miklu
Meðal þeirra hugarfarslegu þátta
sem Sigurður Ragnar nefnir að
séu mikilvægir eru sjálfstraust,
þjóðar stolt, leikgleði og liðsandi.
Einnig að það sé svo gaman að
vera í landsliðinu að öðrum leik-
mönnum finnst það eftirsóknar-
vert. „Við höfum einnig reynt
ýmsar leiðir til að fjölga áhorf-
endum og hefur orðið sprenging
á þeim vettvangi. Það hefur einn-
ig verið lykilatriði í árangri liðs-
ins. Fólkið vill taka þátt og mæta á
leiki þegar vel gengur. Þetta helst
allt í hendur.“
Um sína framtíð vill Sigurður
Ragnar lítið segja og hvort hann
ætli að snúa sér að þjálfun í karla-
knattspyrnu þegar fram líða
stundir. „Ég er mjög ánægður
í því sem ég er að gera í dag og
fyrst og fremst að ég er að vinna
með leikmönnum sem hafa mik-
inn metnað. Við erum ekki í þessu
peninganna vegna heldur til að ná
árangri. Sumir líta niður á kvenna-
knattspyrnu og segja hana allt
aðra íþrótt en karlaknattspyrnu og
sá hópur er enn til. Ég lít á þetta
sem svo að þetta er hópur metn-
aðarfullra leikmanna sem leggja
gríðar lega hart að sér. Það er fyrst
og fremst gaman að fá að þjálfa
slíkan hóp.“
Hélt fyrr upp á afmæli dótturinnar
Sem fyrr segir er eiginkona
Sigurðar Ragnars, Íris Björk
Eysteinsdóttir, gamall refur í
knattspyrnunni. Hún lék lengi sem
leikmaður og er nú annar tveggja
þjálfara KR í Pepsi-deild kvenna.
„Þetta starf hefur kostað mörg
ferðalög og því hefur hún veitt
mér mikinn stuðning á meðan ég
er í burtu. En það er einnig gott að
geta leitað til hennar því hún þekk-
ir gríðarlega vel til og hefur sínar
skoðanir. Við getum því spjallað
um boltann frá a til ö. Sem lands-
liðsþjálfari verð ég þó fyrst og
fremst að standa með mínum skoð-
unum og því hefur hún lítil áhrif á
mínar ákvarðanir,“ segir hann og
brosir. „Það er eins og með alla
aðra, svo sem þjálfara og fjöl-
miðla. Allir hafa sínar skoðan-
ir en landsliðsþjálfarinn verð-
ur að hafa eigin skoðanir og
standa við þær.“
Síðar í mánuðinum verður
dóttir þeirra þjálfaraþjóna,
Embla Björg, fjögurra ára gömul.
„Við þurftum að halda fyrr upp á
afmælið þar sem ég er að fara út
til Finnlands og vildi ekki missa
af því,“ segir Sigurður Ragnar.
Hvort hér sé um framtíðarlands-
liðskonu að ræða vill hann ekk-
ert fullyrða. „Sem stendur finnst
henni ekkert skemmtilegra en að
hoppa á trampólíni og við verðum
að sjá hvort fótboltaáhuginn komi
síðar. Ég er ekki byrjaður að vinna
í markmiðssetningu fyrir hana,“
segir hann og hlær.
Íþróttasálfræðin er vanmetin
Síðar í mánuðinum keppir íslenska kvennalandsliðið í lokakeppni EM í knattspyrnu, fyrst íslenskra A-landsliða. Þjálfari liðsins er
Sigurður Ragnar Eyjólfsson en hann hefur fetað nýjar slóðir í sínum þjálfunaraðferðum. Eiríkur Stefán Ásgeirsson ræddi við hann
um landsliðið og þau þjálfarafræði sem hann hefur nýtt sér til að kalla fram þann góða árangur sem þjóðin hefur orðið vitni að.
FÓTBOLTAFJÖLSKYLDA Sigurður Ragnar og Íris Björk Eysteinsdóttir með Emblu Björg, dóttur þeirra, á þjóðarleikvanginum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Íris Björk Eysteinsdóttir er eigin-
kona Sigurðar Ragnars og sjálf
öllum hnútum kunn í knatt-
spyrnunni. Hún lék lengi vel sjálf
og er nú annar tveggja þjálfara KR
í Pepsi-deild kvenna. Hún hefur
eins og aðrir landsmenn hrifist af
landsliðinu og bíður spennt eftir
EM í Finnlandi.
„Ég er hreinlega að deyja úr
spenningi og fer sjálf til að sjá
minnst tvo leiki. Knattspyrnuáhug-
inn er búinn að smitast út í báðar
fjölskyldur okkar og systur Sigurðar
Ragnars sem ekkert vissu um
knattspyrnu orðnar mjög áhuga-
samar og mæta á alla leiki.“
Það kemur ekki á óvart að knatt-
spyrnan sé helsta umræðuefnið á
heimili þeirra. „Það er oft talað um
stöðu landsliðsþjálfara sem hálf-
gerða lúxusvinnu en hann er búinn
að fara á nánast alla kvennaleiki
sem hann getur. Hann hefur nú
meiri vit á þessu en ég.“
Það kom henni vissulega á óvart
þegar Sigurði Ragnari var boðið
starfið. „En mér leist strax vel á
þetta og sjálfur þurfti hann ekkert
að hugsa sig um. Þessi tími hefur
svo verið afar skemmtilegur enda
auðvelt að verða gagntekinn af lið-
inu sem hefur náð þessum frábæra
árangri.“
➜ ER AÐ DEYJA ÚR SPENNINGI
Sögulegir sigrar landsliðsins undir stjórn Sigurðar
14. mars 2007: Kína, 4-1 sigur á Kína í Algarve-bikarnum.
Kína var í 9. sæti heimslistans.
16. júní 2007: Frakkland, 1-0 sigur á Frakklandi á heimavelli.
Frakkar voru í 7. sæti heimslistans.
30. október 2008: Írland, 3-0 sigur á Írlandi á heimavelli.
Ísland komst í fyrsta sinn í úrslit stórmóts.
4. mars 2009: Noregur, 3-1 sigur á Noregi í Algarve-bikarnum.
Noregur var í 6. sæti heimlistans.
16. júlí 2009: England, 2-0 sigur á Englandi í Colchester.
England var í 9. sæti á heimslistanum.
Árangur landsliðsins
undir stjórn Sigurðar
Innan sviga gengi liðsins í síðustu
28 landsleikjum fyrir komu hans.
Leikir 28 (28)
Sigrar 15 (10)
Jafntefli 5 (2)
Töp 8 (16)
Mörk skoruð 63 (56)
Mörk fengin á sig 25 (50)
Leikir haldið hreinu 12 (6)