Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 39
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
ALDAMÓTAHÁTÍÐ verður haldin á Eyrarbakka 15.
og 16. ágúst. Eyrarbakki var hafnarborg Skálholts og
Suðurlands um aldir. Markaðstorg verður á Gónhóli og
skrúðganga verður farin frá barnaskólanum. Kjötsúpu-
hátíð verður við Húsið, Byggðasafn Árnesinga. Margt
fleira er í boði sem lesa má um á www.sudurlandid.is
Magnús Jónsson í reggíhljóm-
sveitinni Gnúzi Jones and the
Crackers mun bregða sér í ofur-
hetjugallann í dag og troða upp
í ofurhetju- og skúrkaveislu sem
haldin verður í Hljómskálagarðin-
um. Veislan hefst klukkan fjögur
en þar verður boðið upp á lif-
andi tónlist og ofurhetjukeppni
af ýmsu tagi auk þess sem fólk er
hvatt til að koma með drykkjar-
föng og pylsur á grillið.
Magnús var ekki búinn að gera
það upp við sig í hvaða búningi
hann ætlaði að vera þegar blaða-
maður hafði samband við hann
fyrr í vikunni en sá þó einhvern
magnaðan óskapnað fyrir sér.
Hann var í það minnsta handviss
um að hann myndi vinna búninga-
keppnina en verðlaunin verða veitt
á Prikinu í kvöld.
„Ég hugsa að þetta verði ansi
óvenjuleg samkoma og verða alls
kyns kynjaverur á sveimi. Fyrir
helgi voru um 200 manns búnir að
boða komu sína og þó svo að allir
mæti ekki sem ofurhetjur þá hugsa
ég að margir komi til að forvitn-
ast enda verður þarna mikið fyrir
augað,“ segir Magnús en hann er
góðvinur annars skipuleggjandans
Sigurðar Magnússonar.
Hljómsveitin Gnúzi Jones and
the Crackers hefur starfað í um
það bil ár en á árum áður var
Magnús í hljómsveitinni Subterr-
anean. Hann er nú í hljóðupp-
tökunámi hjá Stúdío Sýrlandi
sem hann segir koma sér vel enda
stefni sveitin að því að gefa út
plötu. „Sem stendur erum við með
lag á gogoyoko.com sem áhuga-
samir geta kynnt sér.“
Á sunnudaginn ætlar Magnús að
leggja ofurhetjubúninginn til hlið-
ar og virða hinn heilaga hvíldar-
dag í hvívetna. „Ef ég missi mig
í gleðinni mun ég líklega fara í
kirkju og játa syndir mínar.“
vera@frettabladid.is
Ofurhetja í einn dag
Magnús Jónsson er einn af þeim sem munu troða upp í ofurhetju- og skúrkaveislu sem haldin verður í
Hljómskálagarðinum í dag. Þar verða alls kyns kynjaverur á sveimi og mikið að bæði sjá og heyra.
Magnús á von á því að forvitnir muni leggja leið sína í Hljómskálagarðinn í dag og hvetur sem flesta til að mæta í búningi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík,
sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Útsölulok
í dag
2 fyrir 1
af öllum fatnaði og skóm
Drífðu þig því þetta er geggjað!
opið frá kl. 11.00-18.00
www.toyota.is - www.bnb.is
Betri Notaðir Bílar
Nýbýlavegi 4 og Kletthálsi 2
Sími: 570-5070
Betri notaðir bílar
Dyna
BNB-sölugreining
Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri
og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annaðhvort
í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar
bjóðum við þér hann ekki.
Toyota Dyna D/C með palli 3000 dísil 5 gíra
Á götuna: NÝR Verð: 3.190.000 kr.
Hvað er Úrvalsbíll?
Er í verksmiðjuábyrgð. 12 mánaða viðbótarábyrgð.
Hönnun Dyna er hugvitsamleg og státar nýju kerfi sem hallar stýrishúsinu,
stórum gluggum fyrir aukið útsýni og stórum sætum sem rúma þrjá
fullorðna fram í og þrjá afturí á þægilegan máta. Dyna er traustur og
þægilegur vinnufélagi.
Opið á Kletthálsi í dag, laugardag
frá kl. 12.00 til 16.00