Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Gerðar Kristnýjar
Í dag er laugardagurinn 15. ág-
úst 2009, 227. dagur ársins.
5.19 13.32 21.43
4.53 13.17 21.38
www.tskoli.is
Innritun í kvöld- og f jarnám
stendur til 26. ágúst
Þetta er sumarið sem Íslending-um fannst ekki lengur ákjósan-
legt að fara til útlanda og ferðuðust
heldur um landið sitt. Um leið varð
svo undurhagsælt fyrir útlend-
inga að koma hingað að sveitirn-
ar fylltust líka af þeim. Þegar sú
staðreynd hafði runnið upp fyrir
mönnum gátu þeir farið að jagast
um hversu gott það væri nú, hvort
landið þyldi allan þennan ágang.
Líklega þarf lengri tíma til að vita
það með vissu en af ferðum mínum
í sumar að dæma virðist mér nóg
að sjá. Flestir vegir eru með mikl-
um ágætum og svo virðist sem
sums staðar hafi göng borað sér í
gegnum fjöllin þar sem áður buð-
ust aðeins þverhníptir fjallvegir.
EITT af því sem gleður ferðalanga
þó jafnan mest er þegar þeim
býðst eitthvað gott að borða. Og
ekki þarf það að vera flókið. Flat-
brauð með hangikjöti og kjötsúpa
geta verið svo miklu geðslegri
en pulsurnar og hamborgararnir
sem flestar vegasjoppurnar selja.
Með tímanum er maður farinn að
þekkja hvar hægt er að fá sæmi-
legan mat og hann getur vegið
þungt þegar áfangastaðurinn er
valinn. Til dæmis togar humarinn
á veitingahúsinu Við fjöruborð-
ið mig til Stokkseyrar nokkrum
sinnum á ári.
SÍÐAN finnst mér líka nauðsyn-
legt að bregða mér helst árlega á
litla kaffihúsið í fjörunni á Hellnum
þar sem útsýnið og öldugjálfrið er
partur af prógramminu. Sunnu-
dagskvöld nokkurt í júlí snæddi
ég þvílíkan herramannsmat á
veitingastaðnum Halastjörnunni
í Öxnadal að lengi verður í minn-
um hafður. Í forrétt var svartfugl,
lamb í aðalrétt og eftirrétturinn
var frumlegur en það var undur-
góður hundasúruís. Undir kræs-
ingunum var tónlist Johns heitins
Denver leikin af hljómplötum.
Í SÖMU ferð bauðst líka dýrindis
fiskisúpa í Víðigerði og því engin
nauðsyn lengur á að pulsa sig þar
upp nema mann einfaldlega langi.
Á Höfn í Hornafirði og í Stykkis-
hólmi eru líka afbragðsveitinga-
staðir, svo ekki sé minnst á Akur-
eyri sem státar af Friðriki V og
ekki er svartfuglinn á Bautanum
heldur neitt slor. Það er í þágu
hvers sveitarfélags að ferðamönn-
um sé boðið sé upp á sæmilegar
veitingar. Því ættu þau að stuðla
að því að þar sé rekinn góður veit-
ingastaður þar sem jafnvel er not-
ast við hráefni úr sveitinni. Það
má nefnilega leggja á sig kulda,
kamra og jafnvel köngulær ef von
er á góðri máltíð á áfangastað.
Leiðin að hjarta
ferðamannsins