Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 34
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Anton Brink frá Vestfjörðum Pennar Bergsteinn Sigurðsson, Hómlfríður Helgadótir Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is ÁGÚST 2009 LEYNDAR LAUGAR Á VESTFJÖRÐUM Útivist og rokk og ról Icelandair hefur beint flug til hinnar sígrænu Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna BORGARFERÐIR 4 GAUTABORG SÉÐ MEÐ AUGUM PÖTTRU SRIYANONGE MATARVEISLA Í KAUPMANNAHÖFN Lífsstílsferðir til Spánar fyrir líkama og sál BLS. 2 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög 2 FERÐALÖG UPPÁHALDSHVERFIÐ: Ég elska Linnestaden í botn. Það minnir mig mikið á Soho-hverfi New York-borgar. Það er mjög „trendí“ og þar er glás af spennandi veit- ingastöðum og „second hand“- búðum. Í nágrenninu er garðurinn Slottskogen. Þar getur maður grill- að, legið í sólbaði og notið þess að vera til. í. FLOTTASTA VERSLUNIN: Beyond Retro er fatabúð í Arkaden sem ég er nýbúin að uppgötva og vekur mikla lukku hjá mér. Þar er hægt að finna endalaust af flottum „sec- ond hand“-fötum á mjög sann- gjörnu verði. . UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR: Um þessar mundir er ég sjúk í veitingastaðinn Super Sushi á Prinsgatan. Þar fær maður fersk- asta sushi sem ég hef smakkað, enda er alltaf troðið út að dyrum. UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI: Ég verð að nefna kvikmyndahúsið Filmstaden sem við erum búin að heimsækja nokkrum sinnum. Þar getur maður fengið sér sushi og hvítvín fyrir bíó sem er brilljant. HVAÐ KEMUR MEST Á ÓVART VIÐ GAUTABORG? Það er nóg um að vera hérna, alls konar festi- völ og tónleikar. Það er auðvitað líka algjör plús að það er ekki eins dýrt að vera hérna eins og í hinum löndunum í Skandinavíu. HEIMAMAÐURINN  Gautaborg PATTRA SRIYANONGE, FYRIRSÆTA OG LEIKKONA Pöttru Sriyanonge kom mest á óvart hvað Gautaborg er fjörug og sjarmerandi. MYND / ÚR EINKASAFNI flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is Það er eflaust vegna efnahagsástandsins að tjaldferða- lög hafa aldrei verið vinsælli en nú í ár. Hvarvetna má heyra fólk tala um sitt stórkostlega tjaldferðalag innanlands í sumar og ætla má að það þyki jafn heitt að sofa undir tjaldhimni þetta sumarið og það þótti að gista á hönnunarhóteli árið 2007. Þróunin er ekki ein- ungis bundin við Ísland heldur eru tjaldferðir að fær- ast í aukana víðs vegar um Evrópu. Fjölskyldur með börn kjósa bíl og tjald frekar en flug og hótel þetta árið og til dæmis má nefna að í Bretlandi eru alls 250 þúsund meðlimir í breska tjald- klúbbnum sem er hærri tala en nokkur hefur séð áður. Það er því sjálfsagt að skoða mögu- leikana í útlöndum með tjald- ið sitt og ekki einskorða sig við að hvergi sé eins gaman að tjalda og á Íslandi. Krakkar elska tjaldferðalög enda bjóða þau upp á allt sem barnshjartað kann að meta. Þessar ferðir eru lausar við fíneri, eru yfirleitt dálítið óþægi- legar, ævintýralegar og jafnvel klaufalegar og flestum krökkum finnst mjög fyndið að sjá foreldra sína púla við að setja upp tjald og elda pylsur yfir prímusi. Persónulega hef ég verið sannfærð um að ég og tjaldferðir eigum enga samleið þar sem ég er lúxus- dýr, kuldaskræfa og löt að eðlisfari og leiðist að hafa ekki sturtu við hendina. Ég hef ekki notið tjaldferð- ar síðan ég var tólf ára og fór aldrei á neitt um versl- unarmannahelgina nema Innipúkann. Tilhugsunin um að vera föst í tjaldi í þrjár nætur umkringd sauð- drukknu fólki var mér um megn. Nýlega sá ég svo grein í erlendu tískuriti um nýja strauma í tjaldferða- lögum sem kallast „glamping“ í stað „camping“. Þar er ýjað að því að maður eigi helst að tjalda í indíánatjaldi eftir Marc Jacobs og vera með fullt af teppum frá Mið- Austurlöndum til að poppa upp stemninguna. Einnig þarf maður að taka sig vel út í gylltum mínístuttbux- um við græn gúmmístígél a la Kate Moss. Skemmtileg tilhugsun en það er sennilega vænlegra að hlýja sér í lopapeysu og stóru fangi á meðan ágústvindurinn gnauðar fyrir utan tjaldið. Anna Margrét Björnsson skrifar TJALDFERÐALÖG KOMIN Í TÍSKU Í haust mun hópur fólks varpa af sér hversdagshlekkjunum og leggja af stað í vikulanga dvöl til Albir á Spáni. Þar verður lífsstílsnámskeiðið Ný og betri haldið á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar. Námskeiðin hafa verið haldin með reglulegu millibili frá árinu 2004 og alltaf vakið lukku, segir Bjargey Aðalsteinsdóttir íþrótta- fræðingur, sem hefur yfirumsjón með námskeiðunum. Hún hefur 26 ára reynslu í þolfimikennslu, einkaþjálfun, jóga, konuleikfimi, teygjum og hugleiðslu. Þá heldur hún reglulega fyrirlestra um nær- ingu og bættan lífsstíl. Auk hennar er Sigríður Arnardóttir, sem allir þekkja sem sjónvarpskonuna Sirrý en er jafnframt félagsfræðingur, kennari í ferðinni. Í ferðunum er rík áhersla lögð á góða gistingu, mat og dekur, þannig að þátttakendur geti notið lífsins til hins ýtrasta. Þá eru tæki- færin til að hreyfa sig næg og er jóga, leikfimi og gönguferðir í boði daglega. Gist verður á Hotel Kaktus Albir sem er nýlegt fjögurra stjörnu hótel á besta stað í Albir, alveg við ströndina. Miðbær Albir og listamannabærinn Altea er svo í seilingar fjarlægð. Líkamsræktar- salur er á hótelinu ásamt gufubaði, nuddpotti og innisundlaug. Einnig verða í boði fyrirlestrar og umræður um næringu, leiðir til að laða til sín það góða, jákvæða tjáningu og bættan lífsstíl. Tak- markið er að ná jafnvægi milli ljúfa lífsins og heilbrigðis. Bjargey hlakkar til ferðarinnar í haust. Engin ferð sé eins en þær eigi það þó sameiginlegt að fólk snúi ánægt og endurnært til baka. „Ég held það komi fólki stundum á óvart hvað það fær mikið út úr þessum ferðum, bæði líkamlega og andlega,“ segir hún. Verðið á ferðinni verður á bilinu 115 og 120 þúsund og í því er innifalið flug, gisting, hálft fæði og námskeiðin. Næsta vor er svo áætlað að halda sérstaka hátíðarferð í tilefni af fimm ára afmæli námskeiðanna. Þá mun Edda Björgvinsdóttir leikkona bætast í hóp skipuleggjenda en hún var með Bjargeyju í upphafi ferð- anna. „Þetta verður einstaklega glæsileg ferð og alveg örugglega mjög skemmtileg. Það má engin kona missa af henni.“ - hhs SJÁLFSRÆKT Á SPÁNI Hvern langar ekki að mæta haustinu í andlegu jafnvægi og við góða líkamlega heilsu? Ein leið til að ná því fram væri að taka þátt í námskeiði Úrvals-Útsýnar, Ný og betri, sem haldið verður í Albir í lok september. Dekur verður í hávegum haft á Albir í haust. Mynd/Úrval-Útsýn TÍU DAGA MATARHÁTÍÐ Í KAUPMANNAHÖFN Heimsókn á veitingahús er í hugum margra órjúfanlegur hluti af ferðalögum til fjarlægra borga. Það hversu dýr danska krónan er fyrir Íslendinga hefur því beinlínis verið óþægi- legt fyrir svanga ferðalanga í Kaupmannahöfn undanfarna mánuði. Þeir sem hyggja á ferð til Kaupmannahafnar væru því hreint ekki vitlausir að velja tímabilið þegar matar- hátíðin Copenhagen Cooking fer fram. Hún hefst 21. ágúst og stendur yfir í tíu daga eða fram til 30. ágúst. Sælkerar geta valið á milli 65 mismunandi „upplifana bragðlaukanna“, sem samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar munu allar hafa eitt sameiginlegt kjörorð - gæði. Lágt verð kemur líka við sögu í mörgum tilfellum. Dagskrá hátíðarinnar má nálg- ast í heild á vefsíðunni www.copenhagencooking.dk. Gómsætt Sælkerum ætti ekki að leiðast í Kaupmannahöfn í lok ágúst, þegar matarhátíðin Copenhagen Cooking fer fram víðs vegar um borgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.