Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 26
26 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
„Að sjálfsögðu viljum við vera
sívíliserað fólk. En við viljum vita: af
hverju ekki? Mörg lönd í heiminum
nota dollara án þess að hafa samið um
það við Bandaríkin.“
Inn í EFTA og EES
Nú er stundum talað um EFTA og EES
sem deyjandi fyrirbæri, en þið viljið
fyrst og fremst þangað?
„Við viljum fara í EFTA til að komast
í EES. Við erum í dag bara þriðja ríki
gagnvart ESB. [Í gegnum Danmörku]
Við höfum samning við ESB um fisk og
gamaldags verslunarsamning. Við vilj-
um fjórfrelsið og nokkra sérsamninga
að auki. Svo EES væri nóg fyrir okkur.
En af því við erum bara með heima-
stjórn segir Danmörk að við getum
ekki gengið í EFTA. Það er Danmörk
sem getur gengið í EFTA fyrir okkur.
Það á að heita „Konungsríkið Danmörk,
í forsvari fyrir Færeyjar“. Og ef svo
yrði þá kæmumst við samt ekki í EES,
því Danmörk er aðili að ESB og getur
ekki gert samning við sjálfa sig! Við
komumst ekki út úr þessu með Dan-
mörku. Eins og Íslendingar vita snýst
fullveldi þjóðar ekki um að sitja ein-
angraður í Atlantshafi heldur um að
komast út í heiminn og inn í alþjóða-
samfélagið. Því er þetta mikilvægasta
málið í sjálfstæðisbaráttunni, að kom-
ast í samband við aðrar þjóðir.“
Hoyvíkursamningurinn
Íslendingar og Færeyingar gerðu með
sér víðtækan fríverslunarsamning
í ágúst 2005. Høgni telur þetta hafa
komið illa við Dani.
„Danmörk var á móti Hoyvíkur-
samningnum og eftir að hann var
samþykktur lét danska stjórnin sam-
þykkja ný lög sem heita Utanríkismála-
heimildarlög. Við í Þjóðveldi sáum
þetta sem lög til að minnka heimildir
okkar til að semja alþjóðlega, en núver-
andi stjórn samþykkti hann. Þessi lög
hefðu komið í veg fyrir Hoyvíkur-
samninginn.
Gömlu heimastjórnarlögin voru óná-
kvæm, svo við gátum leitað að smugum
til að semja við aðra. En nú verður
Danmörk að semja fyrir okkur og allir
sjá að þessi lög eru bara spennitreyja.
Danmörk sá að Hoyvíkursamningur-
inn var svo mikilvægur að með þessu
áframhaldi myndu Færeyingar taka
yfir utanríkismálin. Það vildu þeir
ekki,“ segir hann.
Líkar þjóðir, líkar kreppur
Høgni sér ýmis líkindi með færeyska
hruninu á tíunda áratugnum og hremm-
ingum Íslendinga nú.
„Bankarnir byrjuðu á því að gera sig
breiða og lána villt og galið. Ráðin voru
tekin af okkur og við þurftum að borga
fyrir Færeyjabanka, sem var í danskri
eign, og hefði átt að borga fyrir sig
sjálfur. Við vorum að reyna að bjarga
okkar málum en áttum þá líka að borga
fyrir danska bankann. Þetta var eins og
ef þið hefðuð krafist bóta frá Bretum
fyrir Icesave-reikningana!“
Líkindin sér hann einnig í viðbrögð-
um þjóðanna og vísar til ESB-umsókn-
ar Íslands.
„Í kreppunni hér sögðu margir að
við ættum bara að gerast sveitarfélag í
Danmörku, hætta heimastjórn og hætta
öllu. En svo borguðum við hverja krónu
á sex árum. Við vonum að það sama ger-
ist á Íslandi, segir þjóðveldismaðurinn.
Skuldir Færeyinga, sem greiddust á sex
árum hafi verið vel yfir hundrað pró-
sent af þjóðarframleiðslu.
Spurður um hugsanleg þriðju líkind-
in; of náið samfélag stjórnmálamanna
og viðskiptalífs, þar sem í Færeyjum
orsakaðist kreppan meðal annars af
lánum stjórnmálamanna til athafna-
sinnaðra góðkunningja sinna, sem
keyptu skip fyrir féð og fóru svo á
hausinn, segist Høgni ekki vita nóg um
íslenska hrunið til að geta staðhæft að
svo sé.
„En ég get sagt að það sem gerðist
hér var að pólitíska kerfið small saman
við atvinnulífið, sem fór að stýra pólitík-
inni. Við í Þjóðveldi höfum reynt að
koma þessu í sundur aftur. Þetta kom
okkur í klípu oftar en einu sinni og við
erum alltaf að reyna að koma í veg
fyrir að þetta gerist aftur. Atvinnu-
lífið á bara að vinna innan ramma, sem
stjórnmálamenn setja.
Ráðherrar ekki á þingi
Meðal þeirra ráða sem gripið var til
í Færeyjum var að reglum um sam-
band milli landsstjórnar og þings var
breytt, þannig að ef þingmaður verður
ráðherra hættir hann á þingi.
„Þetta er rétt eins og samkrull
atvinnulífs og stjórnmála; ef lands-
stjórnin er öll á þingi þá er enginn sem
hefur eftirlit með stjórninni. Þetta var
til góða. Við erum fá í kerfinu og eftir
þessa breytingu höfum við haft mörg
mál þar sem eftirlit þingsins neyddi
ráðherra til að segja af sér.
Það er ekki nóg að taka þetta upp
í þinginu, því enn þarf meirihluta
þings til að reka ráðherra, og meiri-
hlutaflokkarnir hafa staðið með sínum
mönnum. En við erum með rannsóknar-
stjóra sem er óheftur af pólitík. Hann
getur ákveðið að taka ráðherra fyrir
og gera skýrslu um embættisfærsl-
ur hans. Hún er svo lögð fyrir þingið.
Þingmenn taka ákvörðunina en fjöl-
miðlar fylgjast með og það yrðu læti,
ef ekki væri farið eftir skýrslunni.“
H
øgni bíður í anddyri
glerbyggðrar viðbót-
ar gamla þinghússins.
Í horninu liggur stór
rauð biblía sem ein-
hver söfnuðurinn er að
pranga inn á þingmennina. Þetta gera
þeir víst reglulega og þeir kjörnu full-
trúar sem ekki versla við guðsmennina
eru klagaðir fyrir söfnuðinum á næstu
samkomu. Margir kaupa því af klerk-
unum, en ekki Høgni.
Hvernig ganga stjórnmálin?
„Úff, það er ekkert að gerast,“ svarar
Høgni. Núverandi hægri-miðstjórn sé
fullkomlega ósamstæð og vilji fara í
sína áttina hver flokkanna þriggja. Hún
varð til eftir að síðasta stjórn sprakk,
en þá var Høgni utanríkisráðherra.
Þetta gerðist sama dag og skrifa átti
undir samning við Dani, um að þeir
borguðu minna til eyjanna.
„Þeir báru öðru við, en kratarnir
vildu bara ekki lækka danska fram-
lagið,“ segir hann.
Vill enga peninga frá Dönum
Færeyskum sjálfstjórnarmönnum
tókst þó árið 2001 að lækka danska
stuðninginn um fjögurhundruð millj-
ónir danskra og afnema verðtrygg-
ingu hans. Høgni telur að þessar 615,5
árlegu milljónir danskra væru annars
um 1,4 milljarðar. Næsta skref hafi átt
að vera að lækka hann um 117 millj-
ónir, svo hann yrði undir hálfum millj-
arði. Þá sprakk stjórnin.
„Það verður erfitt fyrir Færeyinga
að stíga fullt skref til fullveldis fyrr en
við losnum við dönsku peningana. Þetta
snýst allt um þá,“ segir Høgni.
En hefur íslenska hrunið haft einhver
áhrif á Færeyinga?
„Já, í huga manns hefur það mikil áhrif.
Fólk horfir til Íslendinga og bendir á
þeirra ófarir, segir að svona fari fyrir
Færeyingum líka. En við vorum í svip-
aðri kreppu bara fyrir tuttugu árum.
Það var eins, bankarnir höfðu lánað allt
of mikið af peningum í fyrirtæki sem
höfðu ekkert á bakvið sig. Við höfum
gengið í gegnum þetta áður og þá viss-
um við að eina leiðin til að komast út
úr kreppunni var að breyta okkar eigin
stjórnmálum og okkar eigin ábyrgðar-
tilfinningu. Það gekk vel, þangað til
sambandsflokkarnir komust aftur í
stjórn. Í fimm ár hefur færeysk pólitík
verið meira og minna stefnulaus, eins
og skip á rúmsjó, án skipstjóra.“
Evru en ekki ESB
Þú varst að leggja fram frumvarp um
að tekin verði upp evra.
„Við höfum sagt það lengi. Við vilj-
um ekki ganga í ESB, en við viljum
heldur ekki vera með sjálfstæðan
gjaldmiðil. Svo nú er þetta frumvarp
komið um að taka upp evru, eins og
talað hefur verið um á Íslandi. Eins og
þið Íslendingar vitið er það ekki létt án
þess að ganga inn. ESB segir neinein-
ei, en það eru til þjóðir sem hafa gert
þetta; Mónakó og San Marínó og fleiri.
Smáþjóðir Evrópu eru að nota evruna,
án þess að vera í ESB,“ segir Høgni.
Nýtt Norður-Atlantshafsvæði
„Það er von okkar að Ísland fari ekki
inn, að sjálfsögðu. Við vonum það
ennþá, þó það sé erfitt að sjá það miðað
við núverandi stöðu. Það hefur alltaf
verið stefna okkar í Þjóðveldisflokkn-
um að Ísland, Færeyjar, Grænland og
Noregur standi saman og hafi sameigin-
legan samning gagnvart ESB. Við erum
á Norður-Atlantshafinu, eigum fjöl-
margar auðlindir og sameiginleg mál
gagnvart Evrópu. Þetta verður ekki létt
ef Ísland fer inn í ESB. Þá verðum við
enn meiri svona útjaðar Evrópu. Við
viljum fullveldi fyrir Færeyinga, því þá
er mögulegt fyrir Færeyinga að velja
hvert alþjóðasamstarf okkar á að vera.
Núna er ekki möguleiki fyrir okkur að
ganga inn.
En ef við fáum evruna og EES-samn-
ing, þá er ekki eftir meiru að slægjast
fyrir Færeyinga. Ég skil ekki hvað
meira við þurfum. Og ef Íslendingar
væru með evruna, hvað vildu þeir þá
meira? Ég sé það ekki. Nema kannski
ef Ísland og Færeyjar færu inn í ESB
og yrðu mestu fiskveiðiþjóðirnar þar.
Það gæti verið. Ég hef fylgst með evr-
ópskri fiskveiðipólitík í mörg ár og hún
er versta fiskveiðipólitík í heimi.
En svo eru framundan frekari veður-
breytingar og nýjar siglingaleiðir opn-
ast, og hugsanlega finnst olía, þannig
að ég sé fleiri kosti utan ESB en innan.
Norður-Atlantshafið er frábært pláss
sem smáþjóðirnar geta rækt í samein-
ingu. Ég skil að Ísland tali um þetta
núna til að fá gjaldmiðilinn og fjár-
hagslegan stöðugleika, en ég skil það
ekki til framtíðar. Af hverju neitar ESB
Íslendingum um evruna, ólíkt San Mar-
ínó, Andorra og Liechtenstein? Ég held
að ESB sé bara að leika „tough politics“
gegn Íslandi. Það væri spennandi að sjá
hvað ESB gerir ef við tökum upp ein-
hliða evru. Það er ekki svo margt sem
það getur gert. Þeir geta að sjálfsögðu
hefnt sín gegnum verslunarsamninginn
okkar, en ég held þeir geri það ekki.“
Kemur til mála að nota evru í óþökk
ESB?
Vonum að Ísland fari ekki inn
Høgni Hoydal er formaður stærsta stjórnmálaflokks Færeyja, Þjóðveldisflokksins, sem hefur fullveldi Færeyja efst á stefnu-
skránni. Høgni vill inn í EFTA og taka upp evru, en draumurinn er að þjóðirnar í Norður-Atlantshafi standi saman og semji við
Evrópusambandið í sameiningu. Klemens Ólafur Þrastarson hitti Høgna að máli í Lögþinginu í Þórshöfn.
HØGNI HOYDAL Fyrrverandi utanríkisráðherra Færeyinga sér ýmis líkindi með íslensku og færeysku kreppunni síðustu. Hann segir að kreppulánið hafi verið sjálfgefið, og
vill leiða þjóð sína til sjálfstæðis frá Dönum, svo hún geti orðið aðili að alþjóðsamtökum og samningum, svo sem EES. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS
Ef lands-
stjórnin er
öll á þingi
þá er enginn
sem hefur
eftirlit með
stjórninni.
Strax í október 2008 buðu Færeying-
ar Íslendingum gjaldeyrislán upp á
þrjúhundruð milljónir danskra króna.
Styrkveitingin var samþykkt einróma
í Lögþinginu, eftir tillögu landsstjórn-
arinnar. Høgni Hoydal man ekki
nákvæmlega hver þingmanna stakk
upp á þessu fyrst, en þegar hugmynd-
in var komin fram hafi verið sjálfgefið
að samþykkja hana.
„Flokksformennirnir voru að tala
saman niðri á þingi. Við höfum líka
lent í vandræðum og þá hafa Íslend-
ingar hjálpað Færeyingum, til dæmis
leyft okkur að veiða. Hún er mjög sér-
stök tilfinningin um þessa lánveitingu,
bæði fyrir Færeyja og fyrir pólitíska
kerfið. Það var nefnilega hver einasti
maður sammála um að veita lánið,
og það er ekki algengt hér.
Høgni segir að hugmyndin með
láninu hafi verið að þrýsta á aðrar
Norðurlandaþjóðir að gera slíkt hið
sama. Ef þær létu allar samsvarandi
upphæð af hendi þyrfti AGS alls ekki
að koma að málum. „Við ætluðum að
fara fyrir Norðurlandaráðð og fá þær
til að gera það sama. En það gekk
ekki. Sérstaklega Svíþjóð og líka Dan-
mörk vildu hafa AGS og Evrópu með
í ráðum. Fyrir mér var þetta tækifæri
til að láta reyna á norrænt samstarf
og sjá hvort Norðurlönd kæmu hvert
öðru til hjálpar þegar á reynir.“
ÆTLUÐU AÐ ÞRÝSTA Á NORÐURLÖNDIN