Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 24
24 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Hinn 30. nóvember 1995, tæpu einu og hálfu ári eftir að opnað var fyrir GSM-kerfið á Íslandi, varð uppi fótur og fit þegar Helgarpósturinn birti auglýsingu frá Verslun Antons Skúlasonar í Austurveri undir fyrirsögninni „Anton klikkar ekki!!!“. Efni auglýsingarinnar var nýjustu GSM-símarnir á markaðnum, og undir mynd af spánnýjum síma mátti lesa eftirfarandi texta: „Ef þú kemur nakin(n) á mánudaginn færðu gefins síma.“ Mánudaginn 4. desember mættu um tuttugu galvaskir karlmenn á Adamsklæðunum að versluninni á tilsettum tíma, en sumir höfðu vafið handklæði um sig miðja til að hylja það allra heilagasta. Tíu fengu gefins síma eins og lofað hafði verið, en hinir þurftu sárir á braut að hverfa, enda voru GSM-símar töluvert viðameiri fjárfesting á þessum árum en síðar varð. Talsverð eftirmál urðu af þessu uppátæki verslunar- innar. Neytendastofu bárust kvartanir frá einstaklingum sem hafði verið neitað um síma, og vildu nokkrir að auglýsandinn stæði við orð sín og afhenti téða síma. Í kjölfarið komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að auglýsingin hefði verið villandi og brotið í bága við 21. grein samkeppnislaga, en þar kemur fram að óheimilt sé að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Mæltist Samkeppnisráð jafnframt til þess að verslunin auglýsti ekki framvegis með þessum hætti. Hinn 6. desember greindi Morgunblaðið frá því að Rannsóknarlögregla Ríkisins hefði í hyggju að rannsaka hvort brotið hefði verið gegn ákvæðum hegningarlaga þegar viðskiptavinirnir mættu naktir í verslunina. Ekki finnast gögn um að dómur hafi fallið í þessu máli, hvorki gegn Verslun Antons Skúlasonar né hinum tuttugu alls- beru ofurhugum. ...Nema kannski að koma nakinn fram É g hafði ekki gert mér grein fyrir því að svona langt væri liðið síðan opnað var fyrir GSM-kerf- ið. Tíminn er fljótur að líða,“ segir Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamála- stjóri. Ólafur tók GSM-farsíma- kerfið formlega í notkun á Íslandi fyrir næstum sléttum fimmtán árum, hinn 16. ágúst 1994, með því að hringja fyrsta GSM-sím- talið í Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra. Ólafur, sem staddur var í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík þennan dag, sló á þráð- inn til Halldórs sem var staddur á veitingastaðnum Góða dátanum á Akureyri. „Við ræddum um að nú hefði okkur tekist að ná þess- um áfanga sem við höfðum barist fyrir. Þetta var einn af mörgum áföngum sem náð var á þessum árum og Halldór stóð við bakið á mér og stofnuninni við að koma þessu á. Það var virkilega gaman að starfa í þessum geira á þessum tíma. Ég hafði alltaf afar gaman af því að starfa hjá Símanum,“ segir Ólafur. GSM-kerfið ómissandi GSM-kerfið kom í kjölfar NMT- 450 farsímakerfisins sem hafði verið við lýði um hríð. Ólafur segir NMT-kerfið, sem var nokk- urs konar Norðurlandaútgáfa af farsímakerfi, hafa verið mjög gott og náð langt, jafnvel út á haf. „Það var hins vegar greini- legt að það kerfi var of lítið fyrir þá miklu umferð sem var á leið- inni, bæði hér á landi og í Evr- ópu. GSM-kerfið er upphaflega Evrópukerfi, sem síðan breiddist út um allan heim og þróaðist út í það sem það er í dag. Nú til dags þykir fólki GSM-kerfið hreinlega ómissandi,“ segir Ólafur. „Við vissum að þetta var á leið- inni og þess vegna brugðumst við skjótt við og helltum okkur út í þetta. Það voru alls ekki allir ánægðir með að við skyld- um bregðast svo fljótt við. Til að mynda var hugsanagangur ýmissa stjórnmálamanna á þá leið að NMT-kerfið væri alveg nægilegt Íslendingum,“ bætir fyrrverandi póst- og símamála- stjórinn við. Nýr heimur opnaðist Spurður um þær breytingar, menningar- og félagslegar, sem GSM-kerfið innleiddi á Íslandi telur Ólafur að þróunin síðustu fimmtán árin sé einungis fram- hald á því sem hófst fyrir margt löngu. „Ég miða gjarnan við árið 1961, þegar mögulegt varð að eiga samtöl í gegnum streng héðan til Evrópu og Ameríku. Svo var tekið geysistórt skref árið 1980 þegar fyrst varð hægt að velja sjálf- virkt til útlanda og upp úr því hægt að flytja sjónvarpsmyndir frá samtímaatburðum. Varðandi menningar- og félagslegar breyt- ingar sem urðu í kjölfar uppsetn- ingar GSM-kerfisins þá veit ég varla hvar ég á að byrja. Í stuttu máli þá er kerfið orðið að algjörri undirstöðu fyrir alla menningu, atvinnulíf og viðskipti.“ Ólafur segir tækniþróunina hafa verið mjög öra síðustu árin. „Við breyttum öllu símakerfinu í stafrænt í stað hliðræns, og lögð- um ljósleiðara í stað gömlu kop- arlínanna. Með ljósleiðurunum opnaðist nýr heimur í upplýsinga- flutningi.“ Sáu nýjungar fram í tímann Ólafur hætti störfum sem póst- og símamálastjóri í árslok 1996. „Áður en ég varð póst- og síma- málastjóri starfaði ég í þrjátíu ár í tæknideild Símans. Fyrstu árin eftir að ég hætti fylgdist ég nokk- uð grannt með öllum nýjungum í símabransanum, en nú hef ég að mestu leyti dregið mig úr út öllu slíku. Hins vegar hef ég afskap- lega gaman af því sjá þegar nýjungar eru teknar í notkun, sem menn sáu fram í tímann að myndu koma, eins og til dæmis allir þessir myndsímar, svo ég taki nærtækt dæmi,“ segir Ólaf- ur Tómasson. Áfangi sem hart var barist fyrir Á morgun verða fimmtán ár liðin frá því formlega var opnað fyrir GSM-símakerfið á Íslandi. Kjartan Guðmundsson leit til baka með Ólafi Tómassyni, þáverandi póst- og símamálastjóra, sem hringdi fyrsta GSM-símtalið frá Reykjavík til Akureyrar. FYRSTA SÍMTALIÐ Það var margt um manninn í höfuðstöðvum Símans í Reykjavík þegar Ólafur Tómasson hringdi fyrsta GSM-sím- talið hinn 16. ágúst 1994. Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, var hinum megin á línunni. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/SVEINN ÞORMÓÐSSON STJÓRINN Ólafur segir GSM-kerfið orðið að undirstöðu fyrir alla menningu, atvinnulíf og viðskipti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þegar ég sé þessar gömlu auglýs- ingar líður mér nánast eins og ég sé að lesa fornaldartexta. Þetta var svo mikil nýjung á sínum tíma,“ segir Margrét Stefánsdóttir, forstöðumaður á samskiptasviði Símans. GSM-símar voru auglýstir grimmt í fjölmiðlum dagana fyrir og eftir formlega opnun GSM-kerfisins. Sem dæmi um línur sem þóttu vænlegar til að vekja áhuga væntanlegra kaupenda má nefna „Laufléttur vasasími og ekki hægt að hlera“, en þar var vísað í að í gamla NMT-kerfinu var mögulegt að hlera farsímasamtöl í gegnum útvörp og fleira. Til að greina GSM-símana frá hefðbundnum símum í auglýsingum var meðal annars gripið til þess ráðs að smíða nýyrðið „persónusími“, sem náði aldrei raunverulegri fótfestu hjá þjóðarsálinni. Fyrstu símarnir, sem í dag myndu líklega flokkast sem risavaxnir, klunnalegir og frumstæðir, voru sagðir „Vel nothæfir í skyrtu- vasa“, og áskrifendur minntir á að „Áskrifandinn borgar fyrir að svara.“ GSM-símum fjölgaði hratt á árunum eftir 1994. Margrét segir Ísland skera sig úr frá öðrum þjóðum varðandi GSM-símanotkun. „Fyrsta árið voru 2.120 virk GSM- númer í notkun á landinu. Ári síðar voru númerin orðin 9.375, og í dag eru um 370.000 númer í gangi hjá öllum fjarskiptafyrirtækjum samanlagt. Það eru töluvert fleiri númer en fjöldi landsmanna, og ég trúi ekki öðru en það sé einsdæmi í heiminum. Það er þó mál sem vert væri að kanna,“ segir Margrét Stefánsdóttir. Laufléttir persónusímar SAFNIÐ Margrét Stefánsdóttir, for- stöðumaður á samskiptasviði Sím- ans, sýnir hér GSM-síma frá hinum ýmsu tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÚMER EITT Fyrsti GSM-síminn sem Síminn auglýsti kostaði um 120.000 krónur árið 1994, sem myndi vera um 320.000 krónur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MIKIÐ Á SIG LAGT Um tuttugu fílefldir karlmenn létu sig hafa það að fækka fötum í von um að fá gefins GSM-síma í desember árið 1995. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.