Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 6
SAMVINNAN
5.-6. HEFTI
þroskaaldri eftir 1918, en þekkti lítið eða ekki hina
hörðu baráttu fyrri kynslóða. Margt af þessu fólki
hafði dvalið í Danmörku og notið þar hlunninda án
þess að kynnast hinu sanna viðhorfi Dana, sem var ó-
breytt undir niðri, þó að minna bæri á yfirþjóðar-
hugsunarhættinum heldur en meðan danska þjóðin
taldi sér trú um, að hún ætti landið. Þessi skoðana-
munur kom glögglega fram 1940—41, þegar byrjað var
að sækja fast á um skilnaðinn.
Sumarið 1939, nokkrum vikum áður en heimsstríðið
skall á, sendu Danir hingað til lands sinn langsnjall-
asta stjórnmálamann, Th. Stauning forsætisráðherra.
Talið var, að ráðherrann væri í sumarleyfi, en það var
yfirskin eitt. Enn hefur enginn maður í þvílíkri stöðu
tekið sér hér sumarhvíld frá að stjórna löndum og
ríkjum, þó að það verði vafalaust síðar mjög algengt.
Stauning kom til að kanna hugi íslendinga og til að
rannsaka, hvort Danir þyrftu að búast við skilnaðar-
kröfum frá hendi þjóðarinnar. Stauning var vel til
þessa starfs fallinn. Hann var mikilhæfur maður og
hafði yfirleitt haft góð kynni af íslendingum. Auk
þess taldi hann sig beinan flokksbróður Alþýðuflokks-
manna og hafði við þá mikil skipti. Auk þess leitaðist
hann við að kanna hugi annarra manna, en hafði þó
ekki tök á að hitta að máli, svo að heitið gæti, bændur
eða framleiðendur og verkamenn utan Reykjavíkur.
Skömmu áður en hann sté á skip óskaði hann eftir
samtali við mig um skilnaðarhorfurnar. Sagði ég við
hann hið sama og ég hafði sagt í ótal blaðagreinum,
að Danir og íslendingar yrðu að skilja. Pólitískt nauð-
ungarsamband hefði ætíð gefizt illa, og léti það lak-
asta í báðum þjóðunum ná mestum þroska. Benti ég
honum á, að Danir færu allra þjóða bezt með sitt eig-
ið land, en hefðu allra þjóða minnsta gæfu til að
stýra öðrum þjóðum. Því meiri völd, sem Danir hefðu
haft á íslandi, því ver hefði íslenzku þjóðinni vegnað,
en framfarir og menning aukizt í landinu eftir því sem
þjóðin hefði haft meiri sjálfstjórn. Um konung tók
ég fram, að sízt myndi hann binda þjóðirnar saman. Að
vísu hefði hann verið óaðfinnanlegur þingræðiskon-
ungur. En hann væri danskur maður, mjög samgró-
inn sinni eigin þjóð, en fullkomlega útlendingur á
íslandi.
Það, sem ég sagði sem mína skoðun, var áreiðanlega
líka skoðun alls þorra íslendinga þeirra, sem ekki voru
bundnir hagsmuna eða kynningarböndum við Dan-
mörku og danska menn. En Stauning hafði yfirleitt
umgengizt þetta fólk. Og það mun hafa sagt honum
hérumbil það sem hann vildi óska sér, að íslendingar
væru yfirleitt með sambandinu, og að það væru ekki
nema einstaka sérvitringar og öfgamenn, sem létu sér
koma til hugar, að íslendingar fengju fullt frelsi. Þeg-
ar kom til Danmerkur, var Stauning ekki myrkur í
máli, og sagði blaðamönnum Dana, en þeir aftur
dönsku þjóðinni, að það væri ekki nema einn maður á
íslandi, sem vildi „fullt frelsi þjóðinni til handa.“ Af
þessu má glögglega sjá, að Stauning taldi, að íslend-
ingar hefðu ekki fullt frelsi, ef unnt væri að hindra
skilnað, það er afnám konungsdóms á íslandi. Þetta
var réttur skilningur. í Danmörku, og út um allan
hinn menntaða heim, var ísland jafnan talið hjá-
lenda Danmerkur, meðan konungur Danmerkur var
æðsti valdsmaður íslenzku þjóðarinnar.
Skömmu eftir að Stauning kom heim, hófu Þjóð-
verjar heimsófriðinn og næsta vor, 1940, hertóku þeir
Danmörku. Þegar sú fregn barst til íslands, var aug-
ljóst, að um margra ára skeið gæti konungur Dana
ekki gegnt störfum vegna íslendinga, og stjórn Dana
ekki annast utanríkismál og strandgæzlu fyrir íslend-
inga. Afréð Alþingi þá, að íslenzka þjóðin skyldi taka
allt stjórnarvaldið í sínar hendur. Ríkisstjórnin tók að
sér, að svo stöddu, að fara með vald konungs, en
nokkrir íslenzkir menn voru settir til að gæta utan-
ríkismálanna erlendis. Strandgæzlan hvarf nú alger-
lega í hendur íslendinga.
Þessir atburðir sýndu ljóslega, að þegar mest á
reyndi, eins og í Napoleonsstyrjöldinni og tveim
heimsstríðum síðari tíma, gátu dönsk stjórnarvöld
á engan hátt gegnt forustustörfum um íslenzk mál.
Þessi staðreynd gaf skilnaðarhugsjóninni byr undir
báða vængi. Einum mánuði eftir að Þjóðverjar her-
tóku Danmörku, komu Bretar í sömu erindum til
Reykjavíkur. Hétu þeir að hverfa úr landi með allt
sitt að stríðinu loknu og rýra í engu frelsi og sjálf-
stæði íslendinga. Var máli Breta vel tekið eftir at-
vikum. Floti þeirra hafði öldum saman haldið sjó-
ræningjum frá varnarlausum ströndum íslands, og í
heimsstyrjöldum, þegar samböndin slitnuðu við Norð-
urlönd, höfðu Bretar reynst íslendingum góður ná-
búi. Fór enn á sömu leið í þetta sinn.
Næsta haust, 1940, þótti mér einsætt að reyna á,
hvort Stauning hefði raunverulega haft sannar
spurnir af frelsisvilja íslendinga. Ritaði ég þá um vet-
urinn hvatningargreinir í Tímann um þjóðveldismál-
ið. Taldi ég, að styrjöldin hefði rofið stjórnlagaböndin
milli íslands og Danmerkur. Væri þjóðinni hollast að
halda þá sem fyrst þjóðfund á Þingvöllum, og ráð-
stafa þar konungsvaldinu í hendur íslenzkum forseta.
Gerði ég ekki ráð fyrir, að þjóðfundurinn gæti gert
annað og meira en að skipuleggja hið æðsta vald sem
nú var, ef svo mátti segja, heimilislaust í landinu. Ég
hélt ennfremur fram, að ísland stæði stórum betur að
vígi á væntanlegum friðarfundi, ef það hefði komið
138