Samvinnan - 01.06.1944, Side 7
5.-6. HEFTI
SAMVINNAN
föstu skipulagi á stjórn sína, meðan stóð á ófriði ,sem
háður var af bandamönnum í því skyni að tryggja
frelsi þjóðanna. Hitt var talið óráðlegt, að ísland
lægi á borði friðarfundarins eins og óráðstöfuð eign.
Máli þessu var mjög vel tekið af samvinnufólki
landsins, en dauflega af flestum öðrum. Risu þá
nokkrir nafnkenndir menn til andmæla, og voru sumir
þeirra framarlega úr kunningjahóþi Staunings. Beittu
þeir því mest fyrir sig, að sendiherra Breta hefði bor-
ið frá stjórn sinni þá ósk til íslendinga, að fylgja sem
bezt fyrirmælum sambandslaganna. í persónulegum
samtölum við sendiherra Breta, benti ég honum á, að
hans þjóð, sem bæri af öllum öðrum þjóðum um kon-
ungshollustu, hefði sett Játvarð VIII. frá völdum, af
því að sú breyting var talin hentug brezka heims-
veldinu. Ekki gat sendiherra mótmælt þessari stað-
reynd, en hann hafði flutt orðsendingu sína, og ríkis-
stjórn og margir fleiri menn töldu sig vilja taka tillit
til hennar.
Nú gerðust þau tíðindi, að Bjarni Benediktsson,
helzti stjórnlagafræðingur landsins, ritaði grein í
Andvara um málið og komst að þeirri niðurstöðu, að
sáttmálinn væri samkvæmt alþjóðalögum niðurfall-
inn sökum vanefnda af hálfu Dana. Varð grein Bjarna
til að styrkja skilnaðarhuginn í borgaralega flokkn-
um. Kommúnistar létu ekki til sín heyra, og Alþýðu-
flokkurinn ekki heldur. Hafði sá flokkur þá fyrir
skömmu misst tvo af skeleggustu skilnaðarmönnum á
Alþingi, þá Jón Baldvinsson og Héðin Valdimarsson.
Varð það manntjón um stund til verulegs tjóns fyrir
skilnaðarhugsj ónina.
Áróður minn, 1940—41, fyrir þjóðfundi, var fyrst og
fremst miðaður við að vekja umræður og áhuga fyrir
skilnaði íslands og Danmerkur. Ef unt væri að vekja
þjóðlegan áhuga fyrir málinu, og framkvæma þjóð-
veldismyndunina, taldi ég að sá atburður yrði til að
lyfta einstaklingum upp úr dvala „ástandsins“, líka í
stjórnarfars- og fjármálaefnum. Englendingar höfðu
að vísu ráðið frá skilnaði eins og þá stóð á. En ef þjóð-
in öll hefði sameinazt um framkvæmd þjóðveldis-
stofnunar, hlutu þær þjóðir, sem fórnuðu öllu til að
tryggja sitt pólitíska sjálfstæði, og Bretar voru þar
fremstir í flokki, að meta þá drengilegu staðreynd, að
lítil þjóð, sem lengi hafði búið við kúgun, vildi nú
setjast á bekk með frjálsum ríkjum.
Framsóknarmenn héldu flokksþing í Reykjavík á
útmánuðum 1941. Skilnaðarmálið var þar efst á baugi.
Sýnilegt var, að hugmyndin um þjóðfund og algerðan
skilnað þá þegar, hafði ekki nóg fylgi. Verkamanna-
stéttin sýndi engin merki um skilnaðarlöngun, og
meirihluti þingmanna í tveim stærstu flokkunum
voru andvígir skilnaði eins og málum var þá komið.
Engu að síður varð áhugi skilnaðarmanna í Fram-
sóknarflokknum þýðingarmikill fyrir síðari meðferð
málsins, því að flokksþingið skoraði á þingmenn
flokksins að beita sér fyrir að fullkominn skilnaður
íslánds og Danmerkur yrði kominn á eftir þrjú ár, og
fyr ef ófriðnum yrði áður lokið. Ennfremur var bent
á, að slaka í engu til um vanefndaréttinn. Nokkrir
þingmenn Sjálfstæðismanna myndu hafa verið fúsir
að framkvæma skilnað þá þegar, en utanþings var
þung alda í flokknum gegn skilnaði, frá fólki, sem
hafði sterk tengsl við Danmörku fjárhagslega, and-
lega og þegnsamlega. Niðurstaðan varð þó sú, að Al-
þingi gekk í einu hljóði 17. maí 1941 inn á kjarnann
í skilnaðartillögunum, og hefur þeirri leiðsögu ver-
ið fylgt nákvæmlega síðan. Alþingi kaus Svein Björns-
son, fyrrverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, sem
ríkisstjóra til eins árs. Ekki var það val byggt á því,
að Sveinn Björnsson hefði verið skeleggastur maður í
sjálfstæðisbaráttunni, heldur á sérstakri aðstöðu hans.
Þegar Danmörk hafði verið hernumin vorið 1940,
var sýnilegt, að sú aðstaða mundi gefa skilnaðarhug
íslendinga byr undir báða vængi. Mér var ljóst, bæði
af skoðanakönnun Staunings, og á annan hátt, að
mikið vantaði á eindrægni um skyndilega myndun
þjóðveldis á íslandi. Þar var hættan einna mest, ef
leiðtogar flokkanna færu að hyggja á persónuleg
metnaðarskilyrði, í sambandi við þjóðveldismyndun-
ina. Metnaður af því tagi hefur hindrað myndun þing-
ræðisstjórnar frá haustinu 1942 til vordaga 1944, þegar
þessi grein er samin. Ég vildi reyna að bægja frá
þessari hættu, með því að leiða athygli þjóðarinnar,
ef til forsetavals kæmi, að tveimur kunnum íslend-
ingum, sem ekki höfðu tekið þátt í innanlandsbaráttu
undangenginna ára. Annað var Vestur-íslendingur-
inn Vilhjálmur Stefánsson, sem frægur var af norð-
nrferðum sínum og ágætum fræðiritum. Hitt var
Sveinn Björnsson, sem starfað hafði erlendis fyrir
þjóðina alla nálega tuttugu ár og stundað hlutleysi.
Með því að benda á þessa menn í sambandi við hina
nýju stöðu forseta, var málið sveigt inn á grundvöll,
sem var heppilegur fyrir hagstæða lausn. Borgarar
landsins sáu þá, að áhugi þingmanna fyrir skilnaði
var' ekki bundinn við persónulegar metnaðarvonir.
Þessum tillögum var vel tekið og þótti rétt stefnt. En
þar sem kosningu ríkisstjóra bar mjög brátt að eftir
17. maí 1941, og Vilhjálmur Stefánsson í fjarlægð, og
ekki kunnur persónulega nema fáum þingmönnum, þá
varð nokkuð almennt samkomulag í þinginu að kjósa
Svein Björnsson til að fara með vald konungs um eins
árs skeið. Hefur sú tillaga að velja mann í þetta sæti,
utan við dægurþras stjórnmálanna, gefizt vel. Að vísu
höfðu skoðanir hins nýja ríkisstjóra um varanleika
139