Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 9
5. HEFTI SAMVINNAN fá nema annanhvorn þeirra til að vera samferða Framsókn og Sjálfstæðismönnum um hina fyrir- fram ákveðnu lausn skilnaðarmálsins. Meðan þessu fór fram gerðist mjög óvæntur og mjög óþægilegur atburður. Sveinn Björnsson sendi út til útvarps og blaða persónulegar tillögur.um framkvæmd skilnaðarmálsins, þar sem ekki var byggt á landslögum, og benti á leiðir, sem hefðu leitt til sundrungar og ófyrirsjáanlegra tafa varðandi stofnun þjóðveldis á íslandi. í hirðisbréfi þessu sneri Sveinn Björnsson sér til borgaranna í landinu, og lagði til, að Alþingi hætti að sinna sjálfstæðismálinu. í stað þess yrði efnt til þjóðfundar í landinu og skilnaðarmálið tekið þar til meðferðar. Bréf Sveins Björnssonar var til mikillar tafar um meðferð málsins, en þingið stóð sem einn maður um hina lögskipuðu skilnaðarleið. Bréfi ríkisstjórans var svarað í kurteisu en mjög rökföstu bréfi, en þess vel gætt, að láta engan kala eða beizkju koma fram í svari Alþingis. Þingmenn voru mjög undrandi á þessari framkomu ríkisstjórans, þar sem hann var annars kunnur að mikilli gætni og varúð um mála- fylgjur. Við meðferð stjórnarskrárinnar var tekið af forseta neitunarvald um löggjöf Alþingis. Það var bending til ríkisstjóra, ef hann yrði kosinn forseti, að honum hefði nokkuð fatast starfsaðferðin, þó að hann yrði að öðru leyti fremur látinn njóta langrar þjónustu í þágu þjóðarinnar en gjalda þessa undar- lega fráviks frá eðlilegri stjórnarleið. Að lokum kom þó þar, að Alþingi hafði sigrazt á öllum þessum erfiðleikum og samþykkti stjórnar- skrána og skilnað við Danmörku einum rómi. Þótti Alþingi vaxa af framgöngu sinni í þessu máli, þó að margt annað gengi miður en skyldi. Leið nú fram til þess tíma eftir 20. maí, að bera skyldi skilnaðartil- löguna og stjórnarlögin undir alla kjósendur í land- inu. Var samhugur mikill um málið, eins og síðar kom í ljós. En þegar rétt var komið að þjóðaratkvæða- greiðslunni, sendi Kristján X. ríkisstjórn íslands og þjóðinni allri boðskap sinn, og var hann í stuttu máli eins konar smámynd af stjórnarviðhorfi norskra og danskra valdhafa um sjö alda skeið. Tilkynningin var í gömlum einvaldastíl. Þótti konungi furðu sæta, að íslendingar skyldu vilja stofna þjóðveldi, taldi þjóð- ina ekki hafa rétt til þess og lést ekki vilja beygja sig fyrir niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar, ef hún gengi móti konungsvaldinu. Ríkisstjórn og Alþingi svaraði orðsendingu konungs með fullkominni einurð og kurt- eisi. Var lýst yfir, að þjóðin teldi sig hafa rétt til að ráðstafa sínum eigin málum, eftir því sem henni þætti henta. Bréf konungs. gerði skilnaðarhreyfingunni mik- ið gagn. Helztu andmælendur skilnaðarins höfðu talið helztu ástæðuna til frestunar málsins, að þeir vildu að rætt yrði við konung og tekið tillit til óska hans áður en lokasamþykkt yrði gerð. Nú sást á orðsendingu kon- ungs, að í honum bjó andi Stór-Dana, sem íslendingar höfðu kynnst öldum saman. Varð þjóðin nú enn sann- færðari heldur en nokkru sinni fyrr um að skilnaður væri bæði réttlátur og óhjákvæmilegur. Atkvæðagreiðslan hófst skömmu eftir að konungs- bréfið hafði haft sín áhrif. Var þátttakan hin glæsi- legasta. í yfir eitt hundrað hreppum neytti hver ein- asti atkvæðisbær maður kosningarréttar síns. í sum- um sveitahreppum var áhuginn svo mikill, að allir höfðu kosið um miðjan dag. Úrslitin voru jafnótt til- kynnt í útvarpinu. Hinn mikli og einlægi frelsisvilji þjóðarinnar, sem kom strax í ljós, þar sem skilyrði voru erfiðust til kjörsóknar, hafði eggjandi og örvandi áhrif á þéttbýlið, sem fór hægar af stað. En þar kom að lokum, að kosningin í landinu yfirleitt varð svo glæsileg, að hennar mun lengi minnst í annálum frjálsra þjóða. Yfir 98% af kjósendum tóku þátt í kosningunni. Yfir 70 þús. kjósendur hétu lýðveldinu fylgi sínu, en rúmlega 300 voru á móti. Hafði þjóðin þannig sýnt vilja sinn svo að ekki var hægt um að vill- ast. Erlendis varð hin mikla þátttaka þjóðarinnar í frelsissókninni landinu til mikils sóma. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands sendu þjóðinni einlægar árnaðaróskir, sem jafngiltu fullri viðurkenningu. Sænsk blöð tóku í fyrstu þurrlega á málinu, enda voru mikil tengsl milli konungsætta Svía og Dana. En þetta breyttist þegar bert varð, að bæði engilsaxnesku stór- veldin sýndu íslendingum óskoraðan velvilja í frelsis- málinu. Þjóðþing Bandaríkja samþykkti í báðum deildum heillaóskir til handa hinu unga þjóðveldi. Roosevelt ákvað að láta sendiherra sinn á íslandi vera „ambassador“ meðan stóð á hátíðinni. En am- bassador er tignarheiti þeirra sendimanna, sem fara með umboð hjá stórveldum. Stjórn Breta og stjórn Norðmanna í London gerðu sína sendihera líka að ambassadorum um hátíðadagana. Svíar og Frakkar gáfu fulltrúum sínum hækkuð tignarheiti við hátíða- höldin. Stjórn Rússlands lét engin merki koma í ljós um að hún vildi að svo stöddu viðurkenna þjóðveldið, en sú viðurkenning kemur þá fram í verki, ef Rússar halda áfram að hafa hér sendisveit. Sambandsslitin fóru fram á Lögbergi 17. júní. Var þar haldin messa og þingfundur undir beru lofti. Lýsti forseti Alþingis yfir, að hin nýja stjórnarskrá lýðveldisins væri gengin í gildi. Veður var óhagstætt á Suðurlandi þennan morgun, allhvass sunnanvindur 141

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.